Íslenski boltinn

Sex­tán ára með fernu fyrir meistara Víkings

Sindri Sverrisson skrifar
Þorri Ingólfsson handsalaði sinn fyrsta samning við Víking fyrir ári síðan og gildir sá samningur út næsta ár.
Þorri Ingólfsson handsalaði sinn fyrsta samning við Víking fyrir ári síðan og gildir sá samningur út næsta ár. Víkingur

Hinn 16 ára gamli Þorri Ingólfsson gerði sér lítið fyrir og skoraði fernu í dag þegar Íslandsmeistarar Víkings unnu ÍA, 5-3, í fyrsta leik Bose-mótsins í fótbolta.

Til stóð að fyrsti leikur mótsins yrði á milli Vals og KR en eins og fram kom á Vísi í gær þá drógu Valsmenn sig úr keppni.

Mörkunum rigndi hins vegar í Víkinni í hádeginu í dag og var staðan 3-3 í hálfleik, og hafði Þorri þá þegar skorað þrennu.

Hann bætti svo við sínu fjórða marki í seinni hálfleiknum auk þess sem hinn 17 ára Björgvin Brimi Andrésson, yngri bróðir Benonýs Breka, skoraði sitt fyrsta mark eftir komuna í Víkina. Fleiri ungir leikmenn fengu að spreyta sig fyrir Íslandsmeistarana í dag.

Gísli Eyjólfsson skoraði tvö marka ÍA í sínum fyrsta leik eftir komuna heim til Íslands frá Svíþjóð, og Skagamenn voru einnig með unga leikmenn í sviðsljósinu því hinn 16 ára Brynjar Óðinn Atlason skoraði eitt, samkvæmt frétt Fótbolta.net.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×