„Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Eiður Þór Árnason og Tómas Arnar Þorláksson skrifa 5. desember 2025 18:50 Inga Sæland, félagsmálaráðherra og formaður Flokks fólksins, telur málið fordæmalaust. Vísir/Anton Brink Formaður Flokks fólksins furðar sig á því að lögmaður skólameistara Borgarholtsskóla vilji leiða sig og forsætisráðherra fyrir dóm í tengslum við þá ákvörðun menntamálaráðherra að auglýsa stöðu skólameistarans lausa til umsóknar. „Ég hef bara aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni,“ segir Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra og formaður Flokks fólksins, í samtali við fréttastofu. Henni þyki ekki rétt að beita dómstólum í þessu máli. Klippa: Inga mæti fyrir dóm sé þess nauðsyn „Hér er verið að fara að lögum og ekkert annað þannig að ég átta mig ekki alveg á þessari vegferð ef ég á að segja alveg eins og er,“ bætir hún við um ákvörðun Guðmundar Inga Kristinssonar, mennta- og barnamálaráðherra. Inga átti sig ekki á því hvað liggi að baki þeirri ósk Arnars Þórs Stefánssonar, lögmanns Ársæls Guðmundssonar, skólameistara Borgarholtsskóla, um að forsætisráðherra, félags- og húsnæðismálaráðherra og sex aðstoðarmenn ráðherra verði leiddir fyrir dóm sem vitni í svokölluðu vitnaleiðslumáli. „Ég skil það ekki. Ég held að þetta sé fordæmalaust. Ég hef aldrei heyrt eða séð neitt þvíumlíkt. Þannig að þetta verður lögmaður Ársæls að tjá sig um, ekki ég.“ Mæti ef nauðsyn ber til Að sögn lögmannsins vill hann leiða hópinn fyrir dóm til að leita sönnunar um atvik í tengslum við ákvörðun menntamálaráðherra um að auglýsa embætti Ársæls laust til umsóknar. Ákvörðun menntamálaráðherra er sögð bera vott um valdníðslu í bréfi lögmannsins en Ársæll komst í kastljós fjölmiðla þegar greint var frá því að Inga hefði hringt í hann vegna týnds skópars barnabarns síns. Þá hefur Ársæll einnig opinberlega gagnrýnt fyrirhuguð breytingaáform menntamálaráðherra á framhaldsskólastigi. Bæði Inga og Guðmundur hafna því að tengsl séu milli þess og þeirrar ákvörðunar ráðherra að auglýsa stöðu Ársæls. Munt þú mæta fyrir dómstóla ef það verður niðurstaðan og ræða þetta mál? „Ef ég þarf að gera það lögum samkvæmt, annars ekki,“ segir Inga að lokum. Mál skólameistara Borgarholtsskóla Flokkur fólksins Dómsmál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Mennta- og barnamálaráðherra segir tilviljun hafa ráðið því að skólastjóri Borgarholtsskóla hafi verið fyrstur í röð framhaldsskólastjóra að fá þau tíðindi að starf hans yrði auglýst. Hann hafnar því með öllu að ákvörðunin tengist Ingu Sæland eða gagnrýni skólastjórans. Hann þrái þvert á móti gagnrýni og hugmyndir. 5. desember 2025 12:27 Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Lögmaður Ársæls Guðmundssonar, skólameistara Borgarholtsskóla, hefur óskað eftir því að fá að leiða forsætisráðherra, félags- og húsnæðismálaráðherra og sex aðstoðarmenn ráðherra fyrir dóm sem vitni í svokölluðu vitnaleiðslumáli. Það er gert til þess að leita sönnunar um atvik í tengslum við ákvörðun menntamálaráðherra um að auglýsa embætti Ársæls laust til umsóknar. 5. desember 2025 11:42 Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Ársæll Guðmundsson skólameistari Borgarholtsskóla segir það algjörlega ótvírætt að enginn nemandi hafi hætt í skólanum vegna skómálsins svokallaða. Skýringar ráðherra um kerfisbreytingar séu óskiljanlegar og gagnrýni Ársæls á stjórnvöld hafi legið ákvörðuninni til grundvallar. 4. desember 2025 20:39 Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Fleiri fréttir Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Sjá meira
„Ég hef bara aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni,“ segir Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra og formaður Flokks fólksins, í samtali við fréttastofu. Henni þyki ekki rétt að beita dómstólum í þessu máli. Klippa: Inga mæti fyrir dóm sé þess nauðsyn „Hér er verið að fara að lögum og ekkert annað þannig að ég átta mig ekki alveg á þessari vegferð ef ég á að segja alveg eins og er,“ bætir hún við um ákvörðun Guðmundar Inga Kristinssonar, mennta- og barnamálaráðherra. Inga átti sig ekki á því hvað liggi að baki þeirri ósk Arnars Þórs Stefánssonar, lögmanns Ársæls Guðmundssonar, skólameistara Borgarholtsskóla, um að forsætisráðherra, félags- og húsnæðismálaráðherra og sex aðstoðarmenn ráðherra verði leiddir fyrir dóm sem vitni í svokölluðu vitnaleiðslumáli. „Ég skil það ekki. Ég held að þetta sé fordæmalaust. Ég hef aldrei heyrt eða séð neitt þvíumlíkt. Þannig að þetta verður lögmaður Ársæls að tjá sig um, ekki ég.“ Mæti ef nauðsyn ber til Að sögn lögmannsins vill hann leiða hópinn fyrir dóm til að leita sönnunar um atvik í tengslum við ákvörðun menntamálaráðherra um að auglýsa embætti Ársæls laust til umsóknar. Ákvörðun menntamálaráðherra er sögð bera vott um valdníðslu í bréfi lögmannsins en Ársæll komst í kastljós fjölmiðla þegar greint var frá því að Inga hefði hringt í hann vegna týnds skópars barnabarns síns. Þá hefur Ársæll einnig opinberlega gagnrýnt fyrirhuguð breytingaáform menntamálaráðherra á framhaldsskólastigi. Bæði Inga og Guðmundur hafna því að tengsl séu milli þess og þeirrar ákvörðunar ráðherra að auglýsa stöðu Ársæls. Munt þú mæta fyrir dómstóla ef það verður niðurstaðan og ræða þetta mál? „Ef ég þarf að gera það lögum samkvæmt, annars ekki,“ segir Inga að lokum.
Mál skólameistara Borgarholtsskóla Flokkur fólksins Dómsmál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Mennta- og barnamálaráðherra segir tilviljun hafa ráðið því að skólastjóri Borgarholtsskóla hafi verið fyrstur í röð framhaldsskólastjóra að fá þau tíðindi að starf hans yrði auglýst. Hann hafnar því með öllu að ákvörðunin tengist Ingu Sæland eða gagnrýni skólastjórans. Hann þrái þvert á móti gagnrýni og hugmyndir. 5. desember 2025 12:27 Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Lögmaður Ársæls Guðmundssonar, skólameistara Borgarholtsskóla, hefur óskað eftir því að fá að leiða forsætisráðherra, félags- og húsnæðismálaráðherra og sex aðstoðarmenn ráðherra fyrir dóm sem vitni í svokölluðu vitnaleiðslumáli. Það er gert til þess að leita sönnunar um atvik í tengslum við ákvörðun menntamálaráðherra um að auglýsa embætti Ársæls laust til umsóknar. 5. desember 2025 11:42 Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Ársæll Guðmundsson skólameistari Borgarholtsskóla segir það algjörlega ótvírætt að enginn nemandi hafi hætt í skólanum vegna skómálsins svokallaða. Skýringar ráðherra um kerfisbreytingar séu óskiljanlegar og gagnrýni Ársæls á stjórnvöld hafi legið ákvörðuninni til grundvallar. 4. desember 2025 20:39 Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Fleiri fréttir Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Sjá meira
Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Mennta- og barnamálaráðherra segir tilviljun hafa ráðið því að skólastjóri Borgarholtsskóla hafi verið fyrstur í röð framhaldsskólastjóra að fá þau tíðindi að starf hans yrði auglýst. Hann hafnar því með öllu að ákvörðunin tengist Ingu Sæland eða gagnrýni skólastjórans. Hann þrái þvert á móti gagnrýni og hugmyndir. 5. desember 2025 12:27
Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Lögmaður Ársæls Guðmundssonar, skólameistara Borgarholtsskóla, hefur óskað eftir því að fá að leiða forsætisráðherra, félags- og húsnæðismálaráðherra og sex aðstoðarmenn ráðherra fyrir dóm sem vitni í svokölluðu vitnaleiðslumáli. Það er gert til þess að leita sönnunar um atvik í tengslum við ákvörðun menntamálaráðherra um að auglýsa embætti Ársæls laust til umsóknar. 5. desember 2025 11:42
Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Ársæll Guðmundsson skólameistari Borgarholtsskóla segir það algjörlega ótvírætt að enginn nemandi hafi hætt í skólanum vegna skómálsins svokallaða. Skýringar ráðherra um kerfisbreytingar séu óskiljanlegar og gagnrýni Ársæls á stjórnvöld hafi legið ákvörðuninni til grundvallar. 4. desember 2025 20:39