Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 4. desember 2025 20:39 Ársæll Guðmundsson hefur verið skólameistari Borgarholtsskóla í nær áratug. Vísir/Sammi Ársæll Guðmundsson skólameistari Borgarholtsskóla segir það algjörlega ótvírætt að enginn nemandi hafi hætt í skólanum vegna skómálsins svokallaða. Skýringar ráðherra um kerfisbreytingar séu óskiljanlegar og gagnrýni Ársæls á stjórnvöld hafi legið ákvörðuninni til grundvallar. Mál Ársæls Guðmundssonar skólameistara hefur verið í algleymingi frá því að greint var frá því í gær að starf hans yrði auglýst laust til umsóknar á næsta ári. Ársæll hefur starfað í menntakerfinu í fjóra áratugi og sagði ævistarfinu litla virðingu sýnda með þessari ákvörðun og sömuleiðis því að ráðherra sjálfur hafi ekki séð sér fært að vera viðstaddur fundinn þar sem það var tilkynnt. Rök ráðherra haldi engu vatni Líkt og greint hefur verið frá tekur Ársæll rökstuðningi stjórnvalda um að ákvörðunin hafi verið tekin í ljósi fyrirhugaðra kerfisbreytinga ekki trúlegum. Sjá einnig: Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ „Ráðherra sagði bara í dag að hann væri ekki búinn að taka neina ákvörðun um hvað hann ætlaði að gera. Ráðuneytið sagði við Skólameistarafélagafélagið fyrir tveimur dögum að það væri engin stefna í ráðuneytinu um endurskipun skólameistara. Svo segir í yfirlýsingu frá ráðuneytinu sem segir eitthvað allt annað,“ segir Ársæll. „Þetta stenst engan veginn [...] Fyrst var bara sagt að ráðherra megi gera þetta, síðan er farið að tala um að það séu fyrirhugaðar einhverjar kerfisbreytingar sem eru nú ekki komnar lengra í vinnu að það veit enginn hvað það þýðir. Þessar skýringar halda engan veginn. Þær eru óskiljanlegar,“ segir hann svo. Sjá einnig: Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Hann segir um eftiráskýringar að ræða. „Þetta stenst engan veginn. Hins vegar hef ég sagt að þegar ég fékk þessi skilaboð frá starfsfólki ráðuneytisins, ekki einu sinni ráðherra, um að það eigi að auglýsa stöðu mína án nokkurra skýringa. Fyrst var bara sagt að ráðherra megi gera þetta, síðan er farið að tala um að það séu fyrirhugaðar einhverjar kerfisbreytingar sem eru nú ekki komnar lengra í vinnu að það veit enginn hvað það þýðir,“ segir hann. Gagnrýni á stjórnvöld að baki ákvörðuninni Ársæll segir þrjár ástæður liggja ákvörðuninni að baki. Skómálið svokallaða en Inga Sæland félagsmálaráðherra heldur því fram að barnabarn sitt hafi hætt í Borgarholtsskóla vegna þess. Því neitar Ársæll staðfastlega og segir það skráð á bækur skólans. Þá hafi hann einnig verið í hópi skólameistara sem gagnrýndu innleiðingu nýs stjórnsýslustig og samhliða því sviptingu skólameistara á fjárræði og mannaforráðum. Sömuleiðis hafi hann gagnrýnt harkalega stefnuleysi stjórnvalda og menntamálayfirvlada í málefnum fatlaðra framhaldsskólanema. Hann hafi safnað gögnum um innritum nemenda á sérnámsbrautum. Innritunin árið 2024 hafi gengið illa og kallaði Ársæll eftir aðgerðum. Þrátt fyrir þetta segist Ársæll glaður halda störfum sínum áfram. „Ég á frábæran vinnustað í Borgarholtsskóla og ef ráðherra dregur þessa ákvörðun sína til baka mun ég að sjálfsögðu halda áfram að starfa við þennan frábæra skóla,“ segir Ársæll Guðmundsson skólameistari. Skóla- og menntamál Framhaldsskólar Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mál skólameistara Borgarholtsskóla Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Fleiri fréttir Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Sjá meira
Mál Ársæls Guðmundssonar skólameistara hefur verið í algleymingi frá því að greint var frá því í gær að starf hans yrði auglýst laust til umsóknar á næsta ári. Ársæll hefur starfað í menntakerfinu í fjóra áratugi og sagði ævistarfinu litla virðingu sýnda með þessari ákvörðun og sömuleiðis því að ráðherra sjálfur hafi ekki séð sér fært að vera viðstaddur fundinn þar sem það var tilkynnt. Rök ráðherra haldi engu vatni Líkt og greint hefur verið frá tekur Ársæll rökstuðningi stjórnvalda um að ákvörðunin hafi verið tekin í ljósi fyrirhugaðra kerfisbreytinga ekki trúlegum. Sjá einnig: Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ „Ráðherra sagði bara í dag að hann væri ekki búinn að taka neina ákvörðun um hvað hann ætlaði að gera. Ráðuneytið sagði við Skólameistarafélagafélagið fyrir tveimur dögum að það væri engin stefna í ráðuneytinu um endurskipun skólameistara. Svo segir í yfirlýsingu frá ráðuneytinu sem segir eitthvað allt annað,“ segir Ársæll. „Þetta stenst engan veginn [...] Fyrst var bara sagt að ráðherra megi gera þetta, síðan er farið að tala um að það séu fyrirhugaðar einhverjar kerfisbreytingar sem eru nú ekki komnar lengra í vinnu að það veit enginn hvað það þýðir. Þessar skýringar halda engan veginn. Þær eru óskiljanlegar,“ segir hann svo. Sjá einnig: Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Hann segir um eftiráskýringar að ræða. „Þetta stenst engan veginn. Hins vegar hef ég sagt að þegar ég fékk þessi skilaboð frá starfsfólki ráðuneytisins, ekki einu sinni ráðherra, um að það eigi að auglýsa stöðu mína án nokkurra skýringa. Fyrst var bara sagt að ráðherra megi gera þetta, síðan er farið að tala um að það séu fyrirhugaðar einhverjar kerfisbreytingar sem eru nú ekki komnar lengra í vinnu að það veit enginn hvað það þýðir,“ segir hann. Gagnrýni á stjórnvöld að baki ákvörðuninni Ársæll segir þrjár ástæður liggja ákvörðuninni að baki. Skómálið svokallaða en Inga Sæland félagsmálaráðherra heldur því fram að barnabarn sitt hafi hætt í Borgarholtsskóla vegna þess. Því neitar Ársæll staðfastlega og segir það skráð á bækur skólans. Þá hafi hann einnig verið í hópi skólameistara sem gagnrýndu innleiðingu nýs stjórnsýslustig og samhliða því sviptingu skólameistara á fjárræði og mannaforráðum. Sömuleiðis hafi hann gagnrýnt harkalega stefnuleysi stjórnvalda og menntamálayfirvlada í málefnum fatlaðra framhaldsskólanema. Hann hafi safnað gögnum um innritum nemenda á sérnámsbrautum. Innritunin árið 2024 hafi gengið illa og kallaði Ársæll eftir aðgerðum. Þrátt fyrir þetta segist Ársæll glaður halda störfum sínum áfram. „Ég á frábæran vinnustað í Borgarholtsskóla og ef ráðherra dregur þessa ákvörðun sína til baka mun ég að sjálfsögðu halda áfram að starfa við þennan frábæra skóla,“ segir Ársæll Guðmundsson skólameistari.
Skóla- og menntamál Framhaldsskólar Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mál skólameistara Borgarholtsskóla Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Fleiri fréttir Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Sjá meira