Yngir upp í allt of gamalli deild Valur Páll Eiríksson skrifar 5. desember 2025 08:02 Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari FH. Vísir/Lýður Jóhannes Karl Guðjónsson er mættur til starfa sem nýr þjálfari FH í fótbolta. Hann hyggst yngja leikmannahóp liðsins í Bestu deild sem sé hreinlega alltof gömul. Jóhannes Karl hefur þjálfað lið AB í Danmörku undanfarin tvö ár en vegna fjölskylduaðstæðna flutti hann heim og fagnaði því að FH hafi haft samband. „Það var bara út af fjölskyldu. Við sem fjölskylda vildum búa á Íslandi og þá er erfitt að vera að þjálfa úti í Danmörku,“ segir Jóhannes en hvernig ganga flutningar? „Þetta gengur allt saman. Það er ekkert gaman að flytja og taka upp úr kössum og svona. En þetta er bara verkefni sem þarf að klára,“ segir Jóhannes léttur. Yngja upp til að komast í fremstu röð Jóhannes segir skýra sýn hjá félaginu. Yngja eigi upp og horfa til framtíðar. „Það er bara að koma FH aftur í fremstu röð. Félagið hefur farið í stefnumótun og það er komin strategía sem á að fylgja. Inni í því, sem snýr að meistaraflokki karla, er að hafa hann sem vettvang fyrir unga efnilega og góða leikmenn innan félagsins að láta ljós sitt skína“ segir Jóhannes. Einnig verði leitað að ungum leikmönnum víðar á landinu. „Auðvitað þurfa menn að vera tilbúnir að leggja á sig ansi mikla vinnu til að komast þangað. Það er ekki auðvelt að komast í meistaraflokk FH. Að sama skapi erum við að skoða unga og efnilega leikmenn á öllu landinu sem passa inn í þetta módel sem við erum að reyna að framfylgja,“ „Þetta er leiðin sem verður til þess að við komumst aftur í fremstu röð. Að keppast um titla og Evrópusæti sem fyrst því það skiptir náttúrulega gríðarlega miklu máli.“ Gamlir karlar í Bestu deildinni FH er ekki eina íslenska félagið sem hefur farið í gegnum slíka stefnumótunarvinnu. Valur hefur lýst yfir álíka stefnu eftir vinnu með sænsku ráðgjafafyrirtæki og á Hermann Hreiðarsson að leiða breytta stefnu á þeim bænum. KR hefur einnig yngt sitt lið upp og hefur lagt áherslu á að sækja yngri menn. En verður þá ekki mikil samkeppni á markaðinum í vetur? „Það sem hefur verið mjög sérstakt við íslensku deildina undanfarin ár, þó það hafi sem betur fer verið að lagast, þá hefur þetta verið alltof gömul deild. Í alltof langan tíma höfum við verið að spila liðum sem hafa verið með um 30 ára meðalaldur,“ segir Jóhannes. Slík sé ekki raunin í nágrannalöndunum. „Ef við lítum til Noregs eða Danmerkur er meðalaldur bestu liða í efstu deild í kringum 25 til 26 ár eða eitthvað svoleiðis. Of lengi hefur verið spilað á of gömlum leikmönnum á Íslandi, að mínu viti. Ég fanga því að lið séu farin aðeins að endurhugsa sína nálgun á leikmannamarkaði,“ segir Jóhannes. Fleira kemur fram í viðtalinu við Jóhannes sem má sjá í heild sinni að neðan. Klippa: Jóhannes Karl ræðir flutninga, nýtt starf og synina FH Besta deild karla Danski boltinn Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Körfubolti Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Fótbolti Yngir upp í allt of gamalli deild Íslenski boltinn „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Enski boltinn Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp Handbolti Fannar sagði sannleikann um „hrákufimmuna“ sem vakti heimsathygli Fótbolti Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Enski boltinn Fleiri fréttir Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Sjá meira
Jóhannes Karl hefur þjálfað lið AB í Danmörku undanfarin tvö ár en vegna fjölskylduaðstæðna flutti hann heim og fagnaði því að FH hafi haft samband. „Það var bara út af fjölskyldu. Við sem fjölskylda vildum búa á Íslandi og þá er erfitt að vera að þjálfa úti í Danmörku,“ segir Jóhannes en hvernig ganga flutningar? „Þetta gengur allt saman. Það er ekkert gaman að flytja og taka upp úr kössum og svona. En þetta er bara verkefni sem þarf að klára,“ segir Jóhannes léttur. Yngja upp til að komast í fremstu röð Jóhannes segir skýra sýn hjá félaginu. Yngja eigi upp og horfa til framtíðar. „Það er bara að koma FH aftur í fremstu röð. Félagið hefur farið í stefnumótun og það er komin strategía sem á að fylgja. Inni í því, sem snýr að meistaraflokki karla, er að hafa hann sem vettvang fyrir unga efnilega og góða leikmenn innan félagsins að láta ljós sitt skína“ segir Jóhannes. Einnig verði leitað að ungum leikmönnum víðar á landinu. „Auðvitað þurfa menn að vera tilbúnir að leggja á sig ansi mikla vinnu til að komast þangað. Það er ekki auðvelt að komast í meistaraflokk FH. Að sama skapi erum við að skoða unga og efnilega leikmenn á öllu landinu sem passa inn í þetta módel sem við erum að reyna að framfylgja,“ „Þetta er leiðin sem verður til þess að við komumst aftur í fremstu röð. Að keppast um titla og Evrópusæti sem fyrst því það skiptir náttúrulega gríðarlega miklu máli.“ Gamlir karlar í Bestu deildinni FH er ekki eina íslenska félagið sem hefur farið í gegnum slíka stefnumótunarvinnu. Valur hefur lýst yfir álíka stefnu eftir vinnu með sænsku ráðgjafafyrirtæki og á Hermann Hreiðarsson að leiða breytta stefnu á þeim bænum. KR hefur einnig yngt sitt lið upp og hefur lagt áherslu á að sækja yngri menn. En verður þá ekki mikil samkeppni á markaðinum í vetur? „Það sem hefur verið mjög sérstakt við íslensku deildina undanfarin ár, þó það hafi sem betur fer verið að lagast, þá hefur þetta verið alltof gömul deild. Í alltof langan tíma höfum við verið að spila liðum sem hafa verið með um 30 ára meðalaldur,“ segir Jóhannes. Slík sé ekki raunin í nágrannalöndunum. „Ef við lítum til Noregs eða Danmerkur er meðalaldur bestu liða í efstu deild í kringum 25 til 26 ár eða eitthvað svoleiðis. Of lengi hefur verið spilað á of gömlum leikmönnum á Íslandi, að mínu viti. Ég fanga því að lið séu farin aðeins að endurhugsa sína nálgun á leikmannamarkaði,“ segir Jóhannes. Fleira kemur fram í viðtalinu við Jóhannes sem má sjá í heild sinni að neðan. Klippa: Jóhannes Karl ræðir flutninga, nýtt starf og synina
FH Besta deild karla Danski boltinn Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Körfubolti Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Fótbolti Yngir upp í allt of gamalli deild Íslenski boltinn „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Enski boltinn Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp Handbolti Fannar sagði sannleikann um „hrákufimmuna“ sem vakti heimsathygli Fótbolti Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Enski boltinn Fleiri fréttir Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Sjá meira