Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Sindri Sverrisson skrifar 27. nóvember 2025 09:33 Jóhannes Karl Guðjónsson og Árni Freyr Guðnason hafa nú formlega tekið til starfa hjá FH. Instagram/@fhingar Jóhannes Karl Guðjónsson var kynntur til leiks með skemmtilegum hætti í Kaplakrika í gærkvöld, sem nýr þjálfari karlaliðs FH í fótbolta. Samningur Jóhannesar Karls við FH gildir til næstu fjögurra ára, eða til 2029, og á hann að leiða liðið aftur upp til hæstu hæða eftir rýra uppskeru þessa stórveldis á síðustu árum. Þangað ætla FH-ingar án þess þó að ætla að kaupa sér árangur, eins og yfirmaður fótboltamála félagsins orðar það. Jóhannes Karl, sem hætti hjá AB í Danmörku nýverið til að geta verið með fjölskyldu sinni á Íslandi, hefur áður einnig verið aðstoðarþjálfari A-landsliðs karla og stýrt ÍA og HK hér á landi. Hann verður með FH-inginn Árna Frey Guðnason, sem síðast þjálfaði Fylki í Lengjudeildinni, sér til aðstoðar. Áður en þeir Jóhannes Karl og Árni Freyr voru kynntir til leiks í gær, fyrir fullum sal af fólki, var hulunni svipt af Loga Ólafssyni fyrrverandi þjálfara liðsins og látið sem að hann væri nú tekinn við að nýju. En Logi ljóstraði svo upp verst geymda leyndarmáli íslenska boltans, um hverjir myndu nú stýra FH-liðinu og taka við af Heimi Guðjónssyni. View this post on Instagram A post shared by Fimleikafélag Hafnarfjarðar (@fhingar) „Jóhannes Karl var okkar fyrsti kostur og það er mjög ánægjulegt að kynna hann sem nýjan þjálfara FH-liðsins. Við erum samhliða þessari ráðningu að kynna nýja stefnu sem var stór partur af ráðningarferlinu og sýn Jóa og félagsins á það hvert við viljum fara passar mjög vel saman. Það eru spennandi tímar framundan hjá okkur og Jói er akkúrat maðurinn sem við viljum að leiði okkur inn í framtíðina,“ segir Davíð Þór Viðarsson, yfirmaður knattspyrnumála hjá FH, í tilkynningu frá félaginu. „Við erum virkilega ánægðir með að hafa fengið Árna Frey inn sem aðstoðarþjálfara. Árni er mikill FH-ingur, spilaði hér og var síðan yfirþjálfari áður en hann fór í meistaraflokksþjálfun og kemur aftur til okkar reynslunni ríkari. Hann þekkir leikmannahópinn og félagið vel og við væntum þess að Jói og Árni myndi gott teymi,“ segir Davíð Þór og bætir við: „Við erum samhliða þessu að kynna nýja stefnu sem við erum byrjaðir að innleiða. Markmið stefnunnar er að gera félagið sjálfbært á sama tíma að við byggjum upp lið, bæði karla og kvenna megin sem berjast á toppnum. Það getur tekið tíma, við ætlum ekki að kaupa okkur árangur en erum þess fullviss að þessi leið muni skila okkur aftur á toppinn.“ Besta deild karla FH Mest lesið Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti Dagur hengdi hrakspá handboltasérfræðings upp á króatíska hótelinu Handbolti Svona er staðan: Ekkert svigrúm hjá strákunum okkar Handbolti Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Handbolti Erfitt fyrir Íslendinga að komast að: „Það er bara uppselt“ Handbolti „Góðu hliðarnar eru helvíti góðar“ Handbolti Bjarki Már reyndi að taka Óðin á taugum Handbolti Sviss - Ísland | Leikur sem verður að vinnast Handbolti Stærð sigurs Íslands gegn Svíum veki upp spurningar Handbolti „Einn besti leikur sem maður hefur séð svakalega lengi“ Handbolti Fleiri fréttir Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Sjá meira
Samningur Jóhannesar Karls við FH gildir til næstu fjögurra ára, eða til 2029, og á hann að leiða liðið aftur upp til hæstu hæða eftir rýra uppskeru þessa stórveldis á síðustu árum. Þangað ætla FH-ingar án þess þó að ætla að kaupa sér árangur, eins og yfirmaður fótboltamála félagsins orðar það. Jóhannes Karl, sem hætti hjá AB í Danmörku nýverið til að geta verið með fjölskyldu sinni á Íslandi, hefur áður einnig verið aðstoðarþjálfari A-landsliðs karla og stýrt ÍA og HK hér á landi. Hann verður með FH-inginn Árna Frey Guðnason, sem síðast þjálfaði Fylki í Lengjudeildinni, sér til aðstoðar. Áður en þeir Jóhannes Karl og Árni Freyr voru kynntir til leiks í gær, fyrir fullum sal af fólki, var hulunni svipt af Loga Ólafssyni fyrrverandi þjálfara liðsins og látið sem að hann væri nú tekinn við að nýju. En Logi ljóstraði svo upp verst geymda leyndarmáli íslenska boltans, um hverjir myndu nú stýra FH-liðinu og taka við af Heimi Guðjónssyni. View this post on Instagram A post shared by Fimleikafélag Hafnarfjarðar (@fhingar) „Jóhannes Karl var okkar fyrsti kostur og það er mjög ánægjulegt að kynna hann sem nýjan þjálfara FH-liðsins. Við erum samhliða þessari ráðningu að kynna nýja stefnu sem var stór partur af ráðningarferlinu og sýn Jóa og félagsins á það hvert við viljum fara passar mjög vel saman. Það eru spennandi tímar framundan hjá okkur og Jói er akkúrat maðurinn sem við viljum að leiði okkur inn í framtíðina,“ segir Davíð Þór Viðarsson, yfirmaður knattspyrnumála hjá FH, í tilkynningu frá félaginu. „Við erum virkilega ánægðir með að hafa fengið Árna Frey inn sem aðstoðarþjálfara. Árni er mikill FH-ingur, spilaði hér og var síðan yfirþjálfari áður en hann fór í meistaraflokksþjálfun og kemur aftur til okkar reynslunni ríkari. Hann þekkir leikmannahópinn og félagið vel og við væntum þess að Jói og Árni myndi gott teymi,“ segir Davíð Þór og bætir við: „Við erum samhliða þessu að kynna nýja stefnu sem við erum byrjaðir að innleiða. Markmið stefnunnar er að gera félagið sjálfbært á sama tíma að við byggjum upp lið, bæði karla og kvenna megin sem berjast á toppnum. Það getur tekið tíma, við ætlum ekki að kaupa okkur árangur en erum þess fullviss að þessi leið muni skila okkur aftur á toppinn.“
Besta deild karla FH Mest lesið Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti Dagur hengdi hrakspá handboltasérfræðings upp á króatíska hótelinu Handbolti Svona er staðan: Ekkert svigrúm hjá strákunum okkar Handbolti Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Handbolti Erfitt fyrir Íslendinga að komast að: „Það er bara uppselt“ Handbolti „Góðu hliðarnar eru helvíti góðar“ Handbolti Bjarki Már reyndi að taka Óðin á taugum Handbolti Sviss - Ísland | Leikur sem verður að vinnast Handbolti Stærð sigurs Íslands gegn Svíum veki upp spurningar Handbolti „Einn besti leikur sem maður hefur séð svakalega lengi“ Handbolti Fleiri fréttir Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Sjá meira