Merino og Arsenal-vörnin mikil­væg sem fyrr

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mikel Merino var maðurinn á bak við bæði mörk Arsenal-liðsins í sigrinum í kvöld.
Mikel Merino var maðurinn á bak við bæði mörk Arsenal-liðsins í sigrinum í kvöld. Getty/Julian Finney/

Arsenal er með fimm stiga forskot á toppi ensku úrvalsdeildarinnar eftir 2-0 heimasigur á Brentford í kvöld.

Mikel Merino var bæði með mark og stoðsendingu á Emirates-leikvanginum í kvöld og Arsenal-vörnin hleypti engu inn eins og oftast.

City hafði minnkað forskotið í tvö stig með sigri í gær en Arsenal er áfram í kjörstöðu á toppnum.

Arsenal hefur oft verið meira sannfærandi en í kvöld en liðið gerði nóg til að landa mikilvægum þremur stigum.

Brenford hefur strítt stórliðunum á leiktíðinni en þeir fengu ekkert út úr leiknum í kvöld á móti hrinu gríðarlega sterka Arsenal-liðs.

Fyrra kom strax á elleftu mínútu leiksins þegar Spánverjinn Mikel Merino sýndi enn á ný mikilvægi sitt.

Merino skallaði þá inn fyrirgjöf frá Ben White sem var lokapunkturinn á frábærri sókn.

Mikel Arteta leyfði sér að byrja með þá Bukayo Saka og Eberechi Eze á bekknum en þeir komu inn á í seinni hálfleik eins og Viktor Gyökeres.

Það er mikið álag á Arsenal-liðinu og þeir gerðu bara nóg til að klára þessi þrjú stig í kvöld.

Varamaðurinn Saka innsiglaði sigurinn þegar hann skoraði annað markið í uppbótartíma eftir að hafa fengið stungusendingu frá fyrrnefndum Merino.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira