Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Samúel Karl Ólason skrifar 27. nóvember 2025 16:51 Til stendur að senda fimm hundruð þjóðvarðliða til Washington DC, til viðbótar við þá sem eru þar fyrir. AP Photo/Anthony Peltier) Afganski maðurinn sem grunaður er um að hafa skotið tvo þjóðvarðliða skammt frá Hvíta húsinu í gær keyrði þvert yfir Bandaríkin til að gera árásina. Tilefni árásarinnar liggur ekki fyrir en maðurinn er sagður hafa starfað með Leyniþjónustu Bandaríkjanna (CIA) í Afganistan á árum áður og fékk hæli fyrr á þessu ári. Maðurinn hefur verið nafngreindur og heitir Rahmanullah Lakanwal. Hann skaut hermennina með .357 Smith & Wesson marghleypu. Báðir eru þeir enn sagðir í alvarlegu ástandi en Lakanwal var einnig skotinn og er á sjúkrahúsi. Hann er ekki í lífshættu en hann stendur frammi fyrir ákærum fyrir morðtilraunir og vopnaburð. Mögulegt er, samkvæmt AP fréttaveitunni, að hann verði ákærður í fleiri liðum seinna meir. Fréttakona Fox News segir að á árum áður hafi Lakanwal, sem er 29 ára gamall, verið meðlimur í afganskri sérsveit sem barðist gegn hryðjuverkastarfsemi og var undir stjórn CIA. Þá er hann sagður hafa tekið þátt í bardögum í Kandahar-héraði í Afganistan, en hörðustu bardagar hins langa stríðs í Afganistan fóru fram þar. Lakanwal var fluttur til Bandaríkjanna í ágúst 2021, þegar Kabúl féll í hendur Talibana og fékk hæli í apríl. Tugir þúsunda Afgana voru fluttir til Bandaríkjanna um svipað leyti og Lakanwal en Donald Trump, forseti, hefur boðað að staða þeirra í Bandaríkjunum verði tekin til endurskoðunar. Þá er búið að stöðva allar dvalarleyfisveitingar til fólks frá Afganistan. Sjá einnig: Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Samkvæmt AP hefur Lakanwal búið í Washington-ríki á vesturströnd Bandaríkjanna, ásamt eiginkonu og fimm börnum. Þaðan keyrði hann þvert yfir Bandaríkin til Washington DC, þar sem hann skaut hermennina, tvítuga konu og 24 ára mann. Árásin er rannsökuð af Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) en Kash Patel, yfirmaður stofnunarinnar, segir að hún sé rannsökuð sem hryðjuverk. Útsendarar FBI eru sagðir hafa gert húsleit víðsvegar um Bandaríkin og hefur Patel heitið því að engu verði til sparað við rannsókn málsins. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Afganistan Donald Trump Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Sjá meira
Maðurinn hefur verið nafngreindur og heitir Rahmanullah Lakanwal. Hann skaut hermennina með .357 Smith & Wesson marghleypu. Báðir eru þeir enn sagðir í alvarlegu ástandi en Lakanwal var einnig skotinn og er á sjúkrahúsi. Hann er ekki í lífshættu en hann stendur frammi fyrir ákærum fyrir morðtilraunir og vopnaburð. Mögulegt er, samkvæmt AP fréttaveitunni, að hann verði ákærður í fleiri liðum seinna meir. Fréttakona Fox News segir að á árum áður hafi Lakanwal, sem er 29 ára gamall, verið meðlimur í afganskri sérsveit sem barðist gegn hryðjuverkastarfsemi og var undir stjórn CIA. Þá er hann sagður hafa tekið þátt í bardögum í Kandahar-héraði í Afganistan, en hörðustu bardagar hins langa stríðs í Afganistan fóru fram þar. Lakanwal var fluttur til Bandaríkjanna í ágúst 2021, þegar Kabúl féll í hendur Talibana og fékk hæli í apríl. Tugir þúsunda Afgana voru fluttir til Bandaríkjanna um svipað leyti og Lakanwal en Donald Trump, forseti, hefur boðað að staða þeirra í Bandaríkjunum verði tekin til endurskoðunar. Þá er búið að stöðva allar dvalarleyfisveitingar til fólks frá Afganistan. Sjá einnig: Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Samkvæmt AP hefur Lakanwal búið í Washington-ríki á vesturströnd Bandaríkjanna, ásamt eiginkonu og fimm börnum. Þaðan keyrði hann þvert yfir Bandaríkin til Washington DC, þar sem hann skaut hermennina, tvítuga konu og 24 ára mann. Árásin er rannsökuð af Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) en Kash Patel, yfirmaður stofnunarinnar, segir að hún sé rannsökuð sem hryðjuverk. Útsendarar FBI eru sagðir hafa gert húsleit víðsvegar um Bandaríkin og hefur Patel heitið því að engu verði til sparað við rannsókn málsins.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Afganistan Donald Trump Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Sjá meira