Erlent

Játaði ó­vænt sök í Liverpool

Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar
Paul Doyle játaði sök á öðrum degi réttarhalda.
Paul Doyle játaði sök á öðrum degi réttarhalda. AP

Paul Doyle, Breti sem er ákærður fyrir að keyra inn í þvögu fólks í Liverpool í sumar, játaði óvænt sök í dómsal. Hann gæti verið úrskurðaður í lífstíðarfangelsi.

Þann 26. maí ók Paul Doyle, 54 ára karlmaður frá Liverpool, bíl í gegnum hóp fólks sem var viðstaddur skrúðgöngu sem haldin var til heiðurs karlaliði Liverpool í fótbolta. Hann var handtekinn á vettvangi en yfir 130 manns slösuðust, það yngsta sex mánaða gamalt.

Fyrsti dagur réttarhalda var í gær og þar neitaði Doyle sök í öllum 31 ákæruliðnum, þar af sautján ákæruliðum fyrir tilraun til að valda alvarlegum líkamsmeiðingum, níu ákæruliðum fyrir að valda alvarlegum líkamsmeiðingum af ásetningi, þremur ákæruliðum fyrir líkamsárás af ásetningi, hættulegan akstur og óspektir á almannafæri.

Þegar réttarhöldin hófust í dag brast Doyle í grát og játaði sök í öllum ákæruliðunum. Dómsuppkvaðning verður haldin 15. og 16. desember og verður hann vistaður í gæsluvarðhaldi þangað til. Doyle getur verið úrskurðaður í lífstíðarfangelsi fyrir nokkur brotanna samkvæmt umfjöllun BBC.

„Það er óhjákvæmilegt að þú fáir fangelsisdóm af einhverri lengd og þú ættir að búa þig undir það óhjákvæmlega,“ sagði Menary, dómari við réttarhöldin, við Doyle eftir að hann játaði sök.


Tengdar fréttir

„Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“

Íslendingur sem var viðstaddur skrúðgöngu til heiðurs knattspyrnuliðinu Liverpool, þar sem bíl var ekið inn í þvögu fólks, segist í áfalli vegna atburðarins. Hún og foreldrar hennar voru steinsnar frá götunni þar sem bílnum var ekið í mannhafið.

Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool

Karlmaður á sextugsaldri er í haldi lögreglunnar í Liverpool eftir að bíl var ekið á fólk. Þetta mun hafa átt sér stað á skrúðgöngu knattspyrnuliðsins Liverpool sem fer fram þessa stundina.

Niður­brotinn Klopp í sjokki

Jur­gen Klopp, fyrr­verandi þjálfari enska úr­vals­deildar­félagsins Liver­pool, segist í færslu á sam­félags­miðlum núna í morgun vera í sjokki og niður­brotinn vegna at­burðarins í Liver­pool­borg í gær þar sem að maður ók bíl sínum á hóp fólks sem var að fagna Eng­land­meistara­titli Liver­pool.

Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu

Fjögur börn voru í hópi þeirra sem slösuðust þegar bíl var ekið á hóp fólks í Liverpool í kvöld. Málið er ekki rannsakað sem hryðjuverk. Einn hefur verið handtekinn og lögregla telur hann hafa verið einan að verki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×