Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu Vésteinn Örn Pétursson skrifar 26. maí 2025 22:07 Bílnum var ekið á hóp fólks á Water-stræti. AP/Danny Lawson Fjögur börn voru í hópi þeirra sem slösuðust þegar bíl var ekið á hóp fólks í Liverpool í kvöld. Málið er ekki rannsakað sem hryðjuverk. Einn hefur verið handtekinn og lögregla telur hann hafa verið einan að verki. Þetta kom fram á blaðamannafundi lögreglunnar í Liverpool í kvöld. Mikill fjöldi fólks hafði safnast saman á strætum borgarinnar til að fylgjast með sigurskrúðgöngu karlaliðs Liverpool í knattspyrnu, sem lauk keppni í ensku úrvalsdeildinni í gær og stóð uppi sem enskur meistari. Leita ekki að fleirum Jenny Sims, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni í Liverpool, sagði á fundinum að „nokkur fjöldi fólks“ hefði slasast og verið færður á sjúkrahús til aðhlynningar. Þar að auki hafi stór hópur fólks á öllum aldri slasast en ekki þarfnast aðhlynningar á sjúkrahúsi, heldur hafi verið hlúð að því fólki á vettvangi. Þá sagði hún 53 ára mann, sem talið er að hafi ekið bifreiðinni, hafa verið handtekinn. Rannsókn á aðdraganda málsins væri hafin, en ekki væri talið að um hryðjuverk hafi verið að ræða. Talið sé að maðurinn hafi verið einn að verki, og ekki væri verið að leita að fleirum. Fjórum bjargað undan bílnum David Kitchen, yfirmaður sjúkraflutninga á norðvestur Englandi sagði viðbragðsaðila hafa verið fljóta á staðinn. Alls hafi 27 manns verið fluttir á sjúkrahús til aðhlynningar, þar af fjögur börn. Einn sjúkraflutningamaður á reiðhjóli hefði slasast, en þó ekki alvarlega. Yfirmaður slökkviliðs Merseyside, Nick Searle, sagði þrjá fullorðna einstaklinga og eitt barn hafa verið undir bílnum þegar viðbragðsaðila bar að garði. Þeim hafi verið komið til bjargar eins skjótt og auðið var, og komið í sjúkrabíl. Fyrir blaðamannafundinn hafði verið greint frá því að 53 ára karlmaður væri í haldi lögreglu, og að hann væri breskur og hvítur, eins og það var orðað í tilkynningu lögreglu. Þar var almenningur einnig hvattur til þess að taka ekki þátt í getgátum um atvikið, og beðinn um koma upplýsingum sem hjálpað gætu til við rannsókn málsins beint til lögreglunnar. Bretland England Tengdar fréttir „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Íslendingur sem var viðstaddur skrúðgöngu til heiðurs knattspyrnuliðinu Liverpool, þar sem bíl var ekið inn í þvögu fólks, segist í áfalli vegna atburðarins. Hún og foreldrar hennar voru steinsnar frá götunni þar sem bílnum var ekið í mannhafið. 26. maí 2025 19:46 Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Karlmaður á sextugsaldri er í haldi lögreglunnar í Liverpool eftir að bíl var ekið á fólk. Þetta mun hafa átt sér stað á skrúðgöngu knattspyrnuliðsins Liverpool sem fer fram þessa stundina. 26. maí 2025 18:20 Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Fleiri fréttir Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Sjá meira
Þetta kom fram á blaðamannafundi lögreglunnar í Liverpool í kvöld. Mikill fjöldi fólks hafði safnast saman á strætum borgarinnar til að fylgjast með sigurskrúðgöngu karlaliðs Liverpool í knattspyrnu, sem lauk keppni í ensku úrvalsdeildinni í gær og stóð uppi sem enskur meistari. Leita ekki að fleirum Jenny Sims, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni í Liverpool, sagði á fundinum að „nokkur fjöldi fólks“ hefði slasast og verið færður á sjúkrahús til aðhlynningar. Þar að auki hafi stór hópur fólks á öllum aldri slasast en ekki þarfnast aðhlynningar á sjúkrahúsi, heldur hafi verið hlúð að því fólki á vettvangi. Þá sagði hún 53 ára mann, sem talið er að hafi ekið bifreiðinni, hafa verið handtekinn. Rannsókn á aðdraganda málsins væri hafin, en ekki væri talið að um hryðjuverk hafi verið að ræða. Talið sé að maðurinn hafi verið einn að verki, og ekki væri verið að leita að fleirum. Fjórum bjargað undan bílnum David Kitchen, yfirmaður sjúkraflutninga á norðvestur Englandi sagði viðbragðsaðila hafa verið fljóta á staðinn. Alls hafi 27 manns verið fluttir á sjúkrahús til aðhlynningar, þar af fjögur börn. Einn sjúkraflutningamaður á reiðhjóli hefði slasast, en þó ekki alvarlega. Yfirmaður slökkviliðs Merseyside, Nick Searle, sagði þrjá fullorðna einstaklinga og eitt barn hafa verið undir bílnum þegar viðbragðsaðila bar að garði. Þeim hafi verið komið til bjargar eins skjótt og auðið var, og komið í sjúkrabíl. Fyrir blaðamannafundinn hafði verið greint frá því að 53 ára karlmaður væri í haldi lögreglu, og að hann væri breskur og hvítur, eins og það var orðað í tilkynningu lögreglu. Þar var almenningur einnig hvattur til þess að taka ekki þátt í getgátum um atvikið, og beðinn um koma upplýsingum sem hjálpað gætu til við rannsókn málsins beint til lögreglunnar.
Bretland England Tengdar fréttir „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Íslendingur sem var viðstaddur skrúðgöngu til heiðurs knattspyrnuliðinu Liverpool, þar sem bíl var ekið inn í þvögu fólks, segist í áfalli vegna atburðarins. Hún og foreldrar hennar voru steinsnar frá götunni þar sem bílnum var ekið í mannhafið. 26. maí 2025 19:46 Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Karlmaður á sextugsaldri er í haldi lögreglunnar í Liverpool eftir að bíl var ekið á fólk. Þetta mun hafa átt sér stað á skrúðgöngu knattspyrnuliðsins Liverpool sem fer fram þessa stundina. 26. maí 2025 18:20 Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Fleiri fréttir Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Sjá meira
„Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Íslendingur sem var viðstaddur skrúðgöngu til heiðurs knattspyrnuliðinu Liverpool, þar sem bíl var ekið inn í þvögu fólks, segist í áfalli vegna atburðarins. Hún og foreldrar hennar voru steinsnar frá götunni þar sem bílnum var ekið í mannhafið. 26. maí 2025 19:46
Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Karlmaður á sextugsaldri er í haldi lögreglunnar í Liverpool eftir að bíl var ekið á fólk. Þetta mun hafa átt sér stað á skrúðgöngu knattspyrnuliðsins Liverpool sem fer fram þessa stundina. 26. maí 2025 18:20