Enski boltinn

Sjáðu bestu mörkin og lætin sem eru í vændum í London

Sindri Sverrisson skrifar
Bukayo Saka hefur oft gert vel í grannaslag við Tottenham.
Bukayo Saka hefur oft gert vel í grannaslag við Tottenham. Getty/Stuart MacFarlane

Arsenal og Tottenham mætast í stórleik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Rígurinn er mikill og leikir liðanna hafa gjarnan verið ávísun á mikla skemmtun.

Mikið er í húfi nú þegar boltinn byrjar að rúlla aftur eftir landsleikjahléið. Ef Manchester City vinnur Newcastle á morgun verður Arsenal aðeins með eins stigs forskot á toppnum, fyrir slaginn við Tottenham sem er í 5. sæti, átta stigum á eftir Arsenal.

Norður-Lundúnaliðin hafa lengi eldað grátt silfur saman og skoruð hafa verið stórkostleg mörk í viðureignum þeirra, eins og meðfylgjandi myndbönd sýna.

Arsenal þarf nú að takast á við brotthvarf miðvarðarins magnaða Gabriel, sem glímir við meiðsli, og Viktor Gyökeres, Gabriel Martinelli, Kai Havertz, Gabriel Jesus, Noni Madueke og Martin Ødegaard hafa einnig verið að glíma við meiðsli en búast má við að einhverjir þeirra snúi aftur á sunnudaginn.

Hjá Tottenham hafa Dominic Solanke, Archie Gray, Ben Davies, Yves Bissouma, Dejan Kulusevski, Randal Kolo Muani og James Maddison verið á meiðslalistanum og spurning er með stöðuna á Mohammed Kudus, Lucas Bergvall og Pape Matar Sarr.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×