Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Samúel Karl Ólason skrifar 19. nóvember 2025 13:30 Steve Witkoff, sérstakur erindreki Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna. AP/Rebecca Blackwell Bandarískir og rússneskir erindrekar eru sagðir hafa unnið á laun að áætlun sem á að koma á friði í Úkraínu. Vinnan hefur þó verið alfarið unnin án aðkomu Úkraínumanna og ráðamanna í Evrópu. Áætlun þessi er sögð byggja á friðarætluninni sem kennd er við Trump og snýr að Gasaströndinni. Áætlunin á einnig að byggja á fundi Donalds Trump og Vladimírs Pútín, forseta Bandaríkjanna og Rússlands, í Alaska fyrr á árinu. Talsmaður forseta Rússlands gaf þó til kynna í morgun að viðræðurnar væru ekki formlegar. Samkvæmt frétt Axios hafa þeir Steve Witkoff, sérstakur erindreki Donalds Trump, og rússneski auðjöfurinn Kirill Dmitríev, sem hefur komið að friðarviðleitni varðandi Úkraínu, unnið að áætluninni. Hún er sögð snúa að friði í Úkraínu, öryggistryggingum, öryggi í Evrópu og framtíðarsamskiptum Bandaríkjanna við Rússland og Úkraínu. Í samtali við Axios sagði Dmitríev að hann hefði verið þremur dögum með Witkoff og öðrum erindrekum Trumps í Miami í Bandaríkjunum í október og þá hefðu þeir unnið að áætluninni. Hann sagði hana taka mið af fundi Trumps og Pútíns í Alaska og hún ætti að tækla átökin í Úkraínu, hvernig ætti að endurbyggja samskipti Bandaríkjanna og Rússlands og henni væri einnig ætlað að tækla „öryggisáhyggjur“ Rússa. Dmitríev sagði að áætlunin væri í raun mun umfangsmeiri en aðrar viðræður og sneru að því hvernig ætti að koma á varandi friði í Evrópu, ekki eingöngu í Úkraínu. Útlit er fyrir að Witkoff hafi fyrir mistök svarað tísti blaðamanns Axios um fréttina þegar hann ætlaði að senda einkaskilaboð. Þar skrifaði hann: „Hann hlýtur að hafa fengið þetta frá K.“ sem er líklega tilvísun í Kirill Dmitríev, sem blaðamaðurinn ræddi við vegna fréttarinnar. Witkoff eyddi svo ummælunum. Looks like Steve Witkoff tweeted what was meant to be a DM, saying the content for this much-discussed Axios story must have come from "K." Almost certainly this refers to Kirill Dmitriev, who is quoted in the story. But it seems the Russian side is leaking this for a reason.… pic.twitter.com/xuP2lV1FcZ— Michael Weiss (@michaeldweiss) November 19, 2025 Í október var hætt við fyrirhugaðan fund Trumps og Pútíns í Búdapest en það voru Bandaríkjamenn sem hættu við fundinn eftir að Marco Rubio og Sergei Lavrov utanríkisráðherrar ríkjanna töluðu saman í síma. Þá var Rubio sagður hafa lagt til að Trump fundaði ekki með Pútín þar sem Rússar sýndu engan vilja til að gefa nokkuð af kröfum sínum í garð Úkraínu. Lavrov sagði einnig að skilyrðislaust vopnahlé, eins og Trump hefur ítrekað kallað eftir, kæmi ekki til greina. Sjá einnig: Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Í viðtalinu við Axios vísaði Dmitríev einnig til þess að viðræðurnar hefðu átt sér stað samhliða aukinni velgengni Rússa á víglínunni í Úkraínu. Þar hafa Rússar náð árangri og eru líklegir til að ná borginni Pokrovsk, eftir að hafa reynt það í meira en eitt og hálft ár. Til stendur að kynna áætlunina fyrir embættismönnum í Úkraínu og Evrópu á næstu dögum, samkvæmt Axios. Dmitrí Peskóv, talsmaður Pútíns, sagði þó í morgun að Rússar ættu ekki í neinum viðræðum við Witkoff að svo stöddu. Þá mun hann hafa sagt að í raun hefði lítið gerst frá fundinum í Alaska. Uppfært: Blaðamaður Financial Times í Úkraínu hefur eftir heimildarmönnum sínum að friðartillögur Witkoffs og Dmitríevs séu raunverulegar. Þær fylgi að miklu leyti kröfum Rússa sem áður hefur verið hafnað. Þær kröfur snúist meðal annars um að Úkraínumenn hörfi alfarið frá Donbas-svæðinu svokallaða, takmarki hvað her landsins megi vera stór og takmarki vopnafjölda. New: I can confirm a hasty US-Russia proposal being pushed to Ukrainians via Dmitriev-Witkoff to Umerov. It would amount to Ukraine’s capitulation, with people familiar telling me it’s merely the Kremlin’s maximalist demands.Includes:-Ukraine army cut in half-Give up certain…— Christopher Miller (@ChristopherJM) November 19, 2025 Grunnástæðurnar margræddu Ráðamenn í Rússlandi hafa ítrekað sakað ríki Evrópu og NATO um að bera ábyrgð á því að stríðið hafi byrjað, að stríðið standi enn yfir og um að tefja mögulegar friðarviðræður. Þá hafa Rússar ávallt lagt mikla áherslu á að taka þurfi á svokölluðum „grunnástæðum“ stríðsins eða öryggisáhyggjum Rússa. Með þessu hafa Rússar meinað að stuðningur við Úkraínumenn framlengi eingöngu stríðið og þar með þjáningar Úkraínumanna, eins og það sé Evrópa sem sé að kvelja Úkraínumenn og þvinga þá til að berjast gegn innrás Rússa en ekki Pútín sjálfur. Þegar kemur að „grunnástæðum“ átakanna hafa ráðamenn í Rússlandi áður vísað til þess að ríkjum Austur-Evrópu hafi verið hleypt inn í NATO. Fyrir innrásina í Úkraínu kröfðst Rússar þess að þessum ríkjum Austur-Evrópu verði vísað úr NATO. Sú krafa var ítrekuð á fundi erindreka Rússlands og Bandaríkjanna í Sádi-Arabíu fyrr á þessu ári, samkvæmt Financial Times. Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Bandaríkin Donald Trump Vladimír Pútín Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Fleiri fréttir „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Sjá meira
Áætlunin á einnig að byggja á fundi Donalds Trump og Vladimírs Pútín, forseta Bandaríkjanna og Rússlands, í Alaska fyrr á árinu. Talsmaður forseta Rússlands gaf þó til kynna í morgun að viðræðurnar væru ekki formlegar. Samkvæmt frétt Axios hafa þeir Steve Witkoff, sérstakur erindreki Donalds Trump, og rússneski auðjöfurinn Kirill Dmitríev, sem hefur komið að friðarviðleitni varðandi Úkraínu, unnið að áætluninni. Hún er sögð snúa að friði í Úkraínu, öryggistryggingum, öryggi í Evrópu og framtíðarsamskiptum Bandaríkjanna við Rússland og Úkraínu. Í samtali við Axios sagði Dmitríev að hann hefði verið þremur dögum með Witkoff og öðrum erindrekum Trumps í Miami í Bandaríkjunum í október og þá hefðu þeir unnið að áætluninni. Hann sagði hana taka mið af fundi Trumps og Pútíns í Alaska og hún ætti að tækla átökin í Úkraínu, hvernig ætti að endurbyggja samskipti Bandaríkjanna og Rússlands og henni væri einnig ætlað að tækla „öryggisáhyggjur“ Rússa. Dmitríev sagði að áætlunin væri í raun mun umfangsmeiri en aðrar viðræður og sneru að því hvernig ætti að koma á varandi friði í Evrópu, ekki eingöngu í Úkraínu. Útlit er fyrir að Witkoff hafi fyrir mistök svarað tísti blaðamanns Axios um fréttina þegar hann ætlaði að senda einkaskilaboð. Þar skrifaði hann: „Hann hlýtur að hafa fengið þetta frá K.“ sem er líklega tilvísun í Kirill Dmitríev, sem blaðamaðurinn ræddi við vegna fréttarinnar. Witkoff eyddi svo ummælunum. Looks like Steve Witkoff tweeted what was meant to be a DM, saying the content for this much-discussed Axios story must have come from "K." Almost certainly this refers to Kirill Dmitriev, who is quoted in the story. But it seems the Russian side is leaking this for a reason.… pic.twitter.com/xuP2lV1FcZ— Michael Weiss (@michaeldweiss) November 19, 2025 Í október var hætt við fyrirhugaðan fund Trumps og Pútíns í Búdapest en það voru Bandaríkjamenn sem hættu við fundinn eftir að Marco Rubio og Sergei Lavrov utanríkisráðherrar ríkjanna töluðu saman í síma. Þá var Rubio sagður hafa lagt til að Trump fundaði ekki með Pútín þar sem Rússar sýndu engan vilja til að gefa nokkuð af kröfum sínum í garð Úkraínu. Lavrov sagði einnig að skilyrðislaust vopnahlé, eins og Trump hefur ítrekað kallað eftir, kæmi ekki til greina. Sjá einnig: Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Í viðtalinu við Axios vísaði Dmitríev einnig til þess að viðræðurnar hefðu átt sér stað samhliða aukinni velgengni Rússa á víglínunni í Úkraínu. Þar hafa Rússar náð árangri og eru líklegir til að ná borginni Pokrovsk, eftir að hafa reynt það í meira en eitt og hálft ár. Til stendur að kynna áætlunina fyrir embættismönnum í Úkraínu og Evrópu á næstu dögum, samkvæmt Axios. Dmitrí Peskóv, talsmaður Pútíns, sagði þó í morgun að Rússar ættu ekki í neinum viðræðum við Witkoff að svo stöddu. Þá mun hann hafa sagt að í raun hefði lítið gerst frá fundinum í Alaska. Uppfært: Blaðamaður Financial Times í Úkraínu hefur eftir heimildarmönnum sínum að friðartillögur Witkoffs og Dmitríevs séu raunverulegar. Þær fylgi að miklu leyti kröfum Rússa sem áður hefur verið hafnað. Þær kröfur snúist meðal annars um að Úkraínumenn hörfi alfarið frá Donbas-svæðinu svokallaða, takmarki hvað her landsins megi vera stór og takmarki vopnafjölda. New: I can confirm a hasty US-Russia proposal being pushed to Ukrainians via Dmitriev-Witkoff to Umerov. It would amount to Ukraine’s capitulation, with people familiar telling me it’s merely the Kremlin’s maximalist demands.Includes:-Ukraine army cut in half-Give up certain…— Christopher Miller (@ChristopherJM) November 19, 2025 Grunnástæðurnar margræddu Ráðamenn í Rússlandi hafa ítrekað sakað ríki Evrópu og NATO um að bera ábyrgð á því að stríðið hafi byrjað, að stríðið standi enn yfir og um að tefja mögulegar friðarviðræður. Þá hafa Rússar ávallt lagt mikla áherslu á að taka þurfi á svokölluðum „grunnástæðum“ stríðsins eða öryggisáhyggjum Rússa. Með þessu hafa Rússar meinað að stuðningur við Úkraínumenn framlengi eingöngu stríðið og þar með þjáningar Úkraínumanna, eins og það sé Evrópa sem sé að kvelja Úkraínumenn og þvinga þá til að berjast gegn innrás Rússa en ekki Pútín sjálfur. Þegar kemur að „grunnástæðum“ átakanna hafa ráðamenn í Rússlandi áður vísað til þess að ríkjum Austur-Evrópu hafi verið hleypt inn í NATO. Fyrir innrásina í Úkraínu kröfðst Rússar þess að þessum ríkjum Austur-Evrópu verði vísað úr NATO. Sú krafa var ítrekuð á fundi erindreka Rússlands og Bandaríkjanna í Sádi-Arabíu fyrr á þessu ári, samkvæmt Financial Times.
Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Bandaríkin Donald Trump Vladimír Pútín Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Fleiri fréttir „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Sjá meira
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent