Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 18. nóvember 2025 11:31 Sigurjón Már Fox Gunnarsson, sérfræðingur hjá Heimili og skóla. Samsett Sérfræðingur hjá Heimili og skóla varar foreldra við að deila myndum af börnunum sínum opinberlega á netinu þar sem aðilar noti þær í slæmum tilgangi, oft með aðstoð gervigreindar. Ákveðin vitundarvakning sé í gangi um notkun barna á samfélagsmiðlum. „Því miður eru óprúttnir aðilar úti í heimi að taka myndirnar af börnunum okkar og nota þær í slæmum tilgangi,“ segir Sigurjón Már Fox Gunnarsson, sérfræðingur hjá Heimili og skóla, í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Í Bítinu var hugtakið „sharenting“ til umræðu. Enska hugtakið er sett saman úr orðunum share, að deila, og parenting, eða uppeldi. Hugtakið var fyrst til umræðu í Síðdegisútvarpinu á RÚV og er notað þegar foreldrar deila myndum eða myndskeiðum af lífi barna þeirra á samfélagsmiðlum, oft í óhóflegu magni. „Einhverjir eru til dæmis að taka myndir af samfélagsmiðlum hjá fólki, sérstaklega ef stillingarnar eru ekki rétt stilltar, og setja þær jafnvel inn í gervigreind og breyta þeim. Það er nýleg frönsk rannsókn þar sem kom fram að um helmingur barnaníðsefnis sem finnst hjá barnaníðingum eru myndir sem er búið að taka af samfélagsmiðlum foreldra og breyta þeim.“ Í kvöldfréttum Sýnar á sunnudag var fjallað um stafrænt kynferðisofbeldi sem eina af neikvæðum fylgikvillum gervigreindar. „Maður í Nígeríu getur afklætt konu í Bandaríkjunum með hugbúnaði sem var gerður í Taipei og netþjónninn er ef til vill í Singapúr,“ sagði Adewunmi Emoruwa, framkvæmdastjóri Gatefield. „Það er því miður til fullt af ógeðslegu fólki úti í heiminum sem vill misnota myndir af börnunum okkar og ég sá einhverja tölfræði í gær um að stór hluti, hvort það hafi verið áttatíu prósent barna undir sex mánaða aldri, það er komin mynd af þeim á samfélagsmiðla,“ segir Sigurjón Már. Þegar Sigurjón Már vísar í réttar stillingar er hann að tala um hvort að myndirnar birtist öllum notendum samfélagsmiðla eða einungis vinum þess sem birtir myndirnar. Þrátt fyrir að slíkar stillingar séu til staðar má ekki gleyma að ekkert er öruggt sem er deilt á netinu. „Það er þetta helsta, vera ekki að deila þessu opinberlega heldur bara svo að vinir manns sjái, en maður getur aldrei verið alveg öruggur.“ Vitundarvakning og lagasetning Sigurjón Már segir mikla vitundarvakningu í gangi varðandi myndefni af börnum á netinu. „Það er til dæmis umræða á Spáni þar sem þeir eru að setja lög um sharenting. Það er ákveðin vitundarvakning í heiminum og í samfélaginu okkar um að við þurfum að fara spóla til baka með þessa samfélagsmiðla,“ segir hann. Þar má nefna þingsályktunartillögu sem Framsóknarflokkurinn hyggst mæla með um hærra aldurstakmark á samfélagsmiðlum. Á flestum miðlum er þrettán ára aldurstakmark en lagt er til að það verði hækkað upp í fimmtán ár. Þá hefur frumvarp Guðmundar Inga Kristinssonar, mennta- og barnamálaráðherra, um símafrí í grunnskólum landsins komist í gegnum fyrstu umferð á Alþingi. „Mér finnst það frábært. Við erum að hleypa börnum allt of snemma inn á þessa miðla. Ef ég tek dæmi um þegar ég var unglingur þótti ekki tiltökumál ef börn væru niðri í bæ klukkan þrjú að nóttu með bakpoka fullan af landa. Sem betur fer væri það ekki í lagi í dag og ég held að eftir svona tíu ár horfum við til baka og hugsum hvað við vorum að spá, að hleypa börnum inn á samfélagsmiðla svona ungum.“ Hann segir einnig frá dóttur sinni sem á unga aldri óskaði eftir því að foreldrar hennar myndu ekki deila ljósmyndum af henni á samfélagsmiðlum. „Það er eins og hún hafi aldrei verið með okkur í fríum á sumrin, sem að mér og mömmu hennar fannst mjög leiðinlegt en ég meina við virtum hennar óskir og birtum ekki myndir af henni. Þær eru til, bara ekki á samfélagsmiðlum.“ Börn eigi ekki að vera ein í erfiðum aðstæðum Sigurjón Már telur að börn séu almennt meðvituð um hættur Internetsins en hins vegar séu börnin enn að þróa sína félagslegu hæfni. „Við foreldrar verðum að vera tilbúin til að grípa þau og börn eiga aldrei að vera ein í erfiðum aðstæðum. Það á líka við allt sem gerist á netinu því að stór hluti af lífi barna fer fram orðið í gegnum netið,“ segir hann. Sigurjón Már sér um alls konar fræðslu og meðal þeirra sem sóttu erindi hans var móðir dóttur sem lenti í 764 hópnum. Um er að ræða glæpahóp en ein íslensk stúlka lenti í hópnum og var hvött til að skaða sjálfa sig og beita aðra ofbeldi. Ekki liggur fyrir hvort að Sigurjón sé að vísa í sömu stúlku. „Þetta eru einstaklingar, kannski hundruð eða þúsundir manna í hópnum og dreifðir út um allan heim. Þessir hópar hafa verið mikið í fréttunum undanfarið og það er mjög mikilvægt að foreldrar ræði við börnin sín um þessar hættur.“ Sigurjón Már hvetur foreldra til að láta börnin sín sýna sér hvað þau eru að gera á netinu. Það geti jafnvel endað í skemmtilegri samverustund. „Ég var um daginn að skrifa Roblox-leik með dóttur minni og ég var komin í klukkutíma prógram í því og það var mjög gaman.“ Börn og uppeldi Tækni Samfélagsmiðlar Bítið Bylgjan Ofbeldi gegn börnum Ofbeldi barna Gervigreind Stafrænt ofbeldi Mest lesið Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Innlent Fleiri fréttir Fólk farið að reykja kókaínið Kókaínreykingar algengari, vonbrigði í vegagerð og háskaleg eftirför lögreglu Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki utan í sérnám Sjá meira
„Því miður eru óprúttnir aðilar úti í heimi að taka myndirnar af börnunum okkar og nota þær í slæmum tilgangi,“ segir Sigurjón Már Fox Gunnarsson, sérfræðingur hjá Heimili og skóla, í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Í Bítinu var hugtakið „sharenting“ til umræðu. Enska hugtakið er sett saman úr orðunum share, að deila, og parenting, eða uppeldi. Hugtakið var fyrst til umræðu í Síðdegisútvarpinu á RÚV og er notað þegar foreldrar deila myndum eða myndskeiðum af lífi barna þeirra á samfélagsmiðlum, oft í óhóflegu magni. „Einhverjir eru til dæmis að taka myndir af samfélagsmiðlum hjá fólki, sérstaklega ef stillingarnar eru ekki rétt stilltar, og setja þær jafnvel inn í gervigreind og breyta þeim. Það er nýleg frönsk rannsókn þar sem kom fram að um helmingur barnaníðsefnis sem finnst hjá barnaníðingum eru myndir sem er búið að taka af samfélagsmiðlum foreldra og breyta þeim.“ Í kvöldfréttum Sýnar á sunnudag var fjallað um stafrænt kynferðisofbeldi sem eina af neikvæðum fylgikvillum gervigreindar. „Maður í Nígeríu getur afklætt konu í Bandaríkjunum með hugbúnaði sem var gerður í Taipei og netþjónninn er ef til vill í Singapúr,“ sagði Adewunmi Emoruwa, framkvæmdastjóri Gatefield. „Það er því miður til fullt af ógeðslegu fólki úti í heiminum sem vill misnota myndir af börnunum okkar og ég sá einhverja tölfræði í gær um að stór hluti, hvort það hafi verið áttatíu prósent barna undir sex mánaða aldri, það er komin mynd af þeim á samfélagsmiðla,“ segir Sigurjón Már. Þegar Sigurjón Már vísar í réttar stillingar er hann að tala um hvort að myndirnar birtist öllum notendum samfélagsmiðla eða einungis vinum þess sem birtir myndirnar. Þrátt fyrir að slíkar stillingar séu til staðar má ekki gleyma að ekkert er öruggt sem er deilt á netinu. „Það er þetta helsta, vera ekki að deila þessu opinberlega heldur bara svo að vinir manns sjái, en maður getur aldrei verið alveg öruggur.“ Vitundarvakning og lagasetning Sigurjón Már segir mikla vitundarvakningu í gangi varðandi myndefni af börnum á netinu. „Það er til dæmis umræða á Spáni þar sem þeir eru að setja lög um sharenting. Það er ákveðin vitundarvakning í heiminum og í samfélaginu okkar um að við þurfum að fara spóla til baka með þessa samfélagsmiðla,“ segir hann. Þar má nefna þingsályktunartillögu sem Framsóknarflokkurinn hyggst mæla með um hærra aldurstakmark á samfélagsmiðlum. Á flestum miðlum er þrettán ára aldurstakmark en lagt er til að það verði hækkað upp í fimmtán ár. Þá hefur frumvarp Guðmundar Inga Kristinssonar, mennta- og barnamálaráðherra, um símafrí í grunnskólum landsins komist í gegnum fyrstu umferð á Alþingi. „Mér finnst það frábært. Við erum að hleypa börnum allt of snemma inn á þessa miðla. Ef ég tek dæmi um þegar ég var unglingur þótti ekki tiltökumál ef börn væru niðri í bæ klukkan þrjú að nóttu með bakpoka fullan af landa. Sem betur fer væri það ekki í lagi í dag og ég held að eftir svona tíu ár horfum við til baka og hugsum hvað við vorum að spá, að hleypa börnum inn á samfélagsmiðla svona ungum.“ Hann segir einnig frá dóttur sinni sem á unga aldri óskaði eftir því að foreldrar hennar myndu ekki deila ljósmyndum af henni á samfélagsmiðlum. „Það er eins og hún hafi aldrei verið með okkur í fríum á sumrin, sem að mér og mömmu hennar fannst mjög leiðinlegt en ég meina við virtum hennar óskir og birtum ekki myndir af henni. Þær eru til, bara ekki á samfélagsmiðlum.“ Börn eigi ekki að vera ein í erfiðum aðstæðum Sigurjón Már telur að börn séu almennt meðvituð um hættur Internetsins en hins vegar séu börnin enn að þróa sína félagslegu hæfni. „Við foreldrar verðum að vera tilbúin til að grípa þau og börn eiga aldrei að vera ein í erfiðum aðstæðum. Það á líka við allt sem gerist á netinu því að stór hluti af lífi barna fer fram orðið í gegnum netið,“ segir hann. Sigurjón Már sér um alls konar fræðslu og meðal þeirra sem sóttu erindi hans var móðir dóttur sem lenti í 764 hópnum. Um er að ræða glæpahóp en ein íslensk stúlka lenti í hópnum og var hvött til að skaða sjálfa sig og beita aðra ofbeldi. Ekki liggur fyrir hvort að Sigurjón sé að vísa í sömu stúlku. „Þetta eru einstaklingar, kannski hundruð eða þúsundir manna í hópnum og dreifðir út um allan heim. Þessir hópar hafa verið mikið í fréttunum undanfarið og það er mjög mikilvægt að foreldrar ræði við börnin sín um þessar hættur.“ Sigurjón Már hvetur foreldra til að láta börnin sín sýna sér hvað þau eru að gera á netinu. Það geti jafnvel endað í skemmtilegri samverustund. „Ég var um daginn að skrifa Roblox-leik með dóttur minni og ég var komin í klukkutíma prógram í því og það var mjög gaman.“
Börn og uppeldi Tækni Samfélagsmiðlar Bítið Bylgjan Ofbeldi gegn börnum Ofbeldi barna Gervigreind Stafrænt ofbeldi Mest lesið Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Innlent Fleiri fréttir Fólk farið að reykja kókaínið Kókaínreykingar algengari, vonbrigði í vegagerð og háskaleg eftirför lögreglu Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki utan í sérnám Sjá meira