Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Eiður Þór Árnason skrifa 10. nóvember 2025 22:01 Sigríður Björk Guðjónsdóttir lauk störfum sem ríkislögreglustjóri í gær. Hún hefur ekki gefið kost á viðtali eftir það. Vísir/Egill Dómsmálaráðherra telur ákvörðun ríkislögreglustjóra um að segja af sér bæði farsæla og rétta. Hún hafi skipað hana í stöðu sérfræðings í dómsmálaráðuneytinu á fullum launum lögum samkvæmt. Settur ríkislögreglustjóri var ekki lengi að ákveða sig þegar kallið kom í gær. Sigríður Björk Guðjónsdóttir lauk störfum sem ríkislögreglustjóri í gær eftir tæplega sex ára starf. Sigríður hefur hlotið mikla gagnrýni vegna Intra-málsins svokallaða sem snýst um að hún greiddi ráðgjafa og eiganda fyrirtækisins samtals 160 milljónir króna í verktakagreiðslur á fimm ára tímabili, án útboðs. Tímakaupið var um 33 þúsund krónur, líka fyrir verslunarferðir í JYSK, val á píluspjaldi og símtöl. Tveimur dögum eftir að RÚV fór að grennslast fyrir um málið í vor var eigandi Intra ráðin í tímabundið fullt starf hjá embættinu. Á sama tíma hafa verið uppsagnir þar, nú síðast í október. Ríflega tvær vikur eru síðan málið komst í hámæli í fjölmiðlum. Fyrstu dagana var greinilegt að ríkislögreglustjóri ætlaði að reyna að standa af sér storminn. „Ég hef ekki íhugað að segja af mér,“ sagði Sigríður í samtali við fréttastofu þann 31. október. Sífellt fleiri stigu hins vegar fram og gagnrýndu hana vegna málsins. Dómsmálaráðherra átti nokkra fundi með henni og lýsti yfir alvarleika málsins eftir þá alla. Betra að hafa hana í vinnu en heima á launum Það var svo í gær sem Sigríður Björk lét dómsmálaráðherra vita af því að hún hefði ákveðið að láta af embætti. Dómsmálaráðherra segir það farsæla og rétta niðurstöðu. „Ég hef auðvitað verið býsna skýr um það að ég leit þetta mál alvarlegum augum og taldi að þetta hafði áhrif á hennar stöðu. Frumkvæðið að þessu samtali hennar um að hún myndi láta af embætti var hins vegar hennar. Hún hafði samband við mig í gær,“ sagði Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra í dag. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra segir niðurstöðuna farsæla.Vísir/Ívar Fannar Sigríður var flutt í stöðu sérfræðings í aðgerðum gegn kynbundu ofbeldi í dómsmálaráðuneytinu. „Hún heldur sínum launum út skipunartímann. Þetta er ekki atriði sem hægt er að semja um. Þannig eru okkar landslög samin og í því samhengi finnst mér jákvætt að niðurstaðan sé ekki sú að hún segi af sér embætti og sitji heima á launum að gera ekki neitt heldur verði að vinna fyrir þeim og í þágu mjög mikilvægra verkefna.“ Grímur settur ríkislögreglustjóri Dómsmálaráðherra hringdi í Grím Hergeirsson, lögreglustjórann á Suðurlandi, og bauð honum starf ríkislögreglustjóra tímabundið í gær. Hann samþykkti og verður settur inn í embættið á föstudaginn. „Ég var að setja upp eldhúsinnréttingu heima og þá hringdi hún í mig og bar þetta upp. Ég þurfti að bregðast auðvitað skjótt við og ég er auðvitað bara þakklátur fyrir það að vera treyst fyrir þessu. Þannig að svarið mitt var auðvitað bara já,“ segir Grímur. Grímur vildi lítið tjá sig um ákvörðun Sigríðar Bjarkar í dag. „Ég hef svo sem enga persónulega skoðun á því. Ég virði bara ákvörðunina.“ Staðgengill hans, Arndís Soffía Sigurðardóttir, verður settur lögreglustjóri á Suðurlandi nú þegar Grímur hefur fært sig yfir til embættis ríkislögreglustjóra. Hún segir þetta vera spennandi verkefni. Sigríður Björk Guðjónsdóttir, fráfarandi ríkislögreglustjóri, gaf ekki kost á viðtali vegna málsins í dag. Málflutningur dómsmálaráðherra sé villandi Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir málflutning dómsmálaráðherra í máli fyrrverandi ríkislögreglustjóra hafa verið mjög villandi. Skýringar dómsmálaráðherra standist ekki og ekki sé hægt að tala um afsögn. Greiðslur ríkislögreglustjóra til Intra Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Lögreglan Skipun ríkislögreglustjóra Tengdar fréttir Arndís Soffía tekur við af Grími Arndís Soffía Sigurðardóttir, fyrrverandi sýslumaður í Vestmannaeyjum, hleypur í skarðið fyrir Grím Hergeirsson, lögreglustjórann á Suðurlandi, á meðan hann gegnir embætti ríkislögreglustjóra tímabundið. 10. nóvember 2025 16:18 Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Sigríður Björk Guðjónsdóttir hefur um árabil gegnt lykilembættum innan lögreglunnar á Íslandi, en hefur nú sagt af sér embætti ríkislögreglustjóra í kjölfar umdeildra mála. Í tilkynningu á vef ríkislögreglustjóra er tíðrætt um farsælan feril hennar í starfi en þó er óhætt að segja að gustað hafi um Sigríði Björk þar sem mál sem tengjast henni fjölskylduböndum hafa vakið hvað mesta athygli. 10. nóvember 2025 14:11 Heldur fullum launum Sigríður Björk Guðjónsdóttir verður á fullum launum ríkislögreglustjóra í nýju starfi sem sérfræðingur hjá dómsmálaráðuneytinu. Dómsmálaráðherra segir það betri nýtingu á opinberum fjármunum en ef Sigríður Björk sæti heima á launum. 10. nóvember 2025 12:09 Sigríður Björk segir af sér Sigríður Björk Guðjónsdóttir hefur sagt af sér embætti ríkislögreglustjóra. Öll spjót hafa staðið á henni frá því að greint var frá því að embætti hennar hefði greitt ráðgjafarfyrirtæki 160 milljónir króna, meðal annars fyrir verslunarferðir í Jysk. Hún verður flutt í stöðu sérfræðings í aðgerðum gegn kynbundnu ofbeldi í dómsmálaráðuneytinu. Grímur Hergeirsson, lögreglustjórinn á Suðurlandi, hefur verið settur ríkislögreglustjóri tímabundið. 10. nóvember 2025 11:00 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fleiri fréttir Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Sjá meira
Sigríður Björk Guðjónsdóttir lauk störfum sem ríkislögreglustjóri í gær eftir tæplega sex ára starf. Sigríður hefur hlotið mikla gagnrýni vegna Intra-málsins svokallaða sem snýst um að hún greiddi ráðgjafa og eiganda fyrirtækisins samtals 160 milljónir króna í verktakagreiðslur á fimm ára tímabili, án útboðs. Tímakaupið var um 33 þúsund krónur, líka fyrir verslunarferðir í JYSK, val á píluspjaldi og símtöl. Tveimur dögum eftir að RÚV fór að grennslast fyrir um málið í vor var eigandi Intra ráðin í tímabundið fullt starf hjá embættinu. Á sama tíma hafa verið uppsagnir þar, nú síðast í október. Ríflega tvær vikur eru síðan málið komst í hámæli í fjölmiðlum. Fyrstu dagana var greinilegt að ríkislögreglustjóri ætlaði að reyna að standa af sér storminn. „Ég hef ekki íhugað að segja af mér,“ sagði Sigríður í samtali við fréttastofu þann 31. október. Sífellt fleiri stigu hins vegar fram og gagnrýndu hana vegna málsins. Dómsmálaráðherra átti nokkra fundi með henni og lýsti yfir alvarleika málsins eftir þá alla. Betra að hafa hana í vinnu en heima á launum Það var svo í gær sem Sigríður Björk lét dómsmálaráðherra vita af því að hún hefði ákveðið að láta af embætti. Dómsmálaráðherra segir það farsæla og rétta niðurstöðu. „Ég hef auðvitað verið býsna skýr um það að ég leit þetta mál alvarlegum augum og taldi að þetta hafði áhrif á hennar stöðu. Frumkvæðið að þessu samtali hennar um að hún myndi láta af embætti var hins vegar hennar. Hún hafði samband við mig í gær,“ sagði Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra í dag. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra segir niðurstöðuna farsæla.Vísir/Ívar Fannar Sigríður var flutt í stöðu sérfræðings í aðgerðum gegn kynbundu ofbeldi í dómsmálaráðuneytinu. „Hún heldur sínum launum út skipunartímann. Þetta er ekki atriði sem hægt er að semja um. Þannig eru okkar landslög samin og í því samhengi finnst mér jákvætt að niðurstaðan sé ekki sú að hún segi af sér embætti og sitji heima á launum að gera ekki neitt heldur verði að vinna fyrir þeim og í þágu mjög mikilvægra verkefna.“ Grímur settur ríkislögreglustjóri Dómsmálaráðherra hringdi í Grím Hergeirsson, lögreglustjórann á Suðurlandi, og bauð honum starf ríkislögreglustjóra tímabundið í gær. Hann samþykkti og verður settur inn í embættið á föstudaginn. „Ég var að setja upp eldhúsinnréttingu heima og þá hringdi hún í mig og bar þetta upp. Ég þurfti að bregðast auðvitað skjótt við og ég er auðvitað bara þakklátur fyrir það að vera treyst fyrir þessu. Þannig að svarið mitt var auðvitað bara já,“ segir Grímur. Grímur vildi lítið tjá sig um ákvörðun Sigríðar Bjarkar í dag. „Ég hef svo sem enga persónulega skoðun á því. Ég virði bara ákvörðunina.“ Staðgengill hans, Arndís Soffía Sigurðardóttir, verður settur lögreglustjóri á Suðurlandi nú þegar Grímur hefur fært sig yfir til embættis ríkislögreglustjóra. Hún segir þetta vera spennandi verkefni. Sigríður Björk Guðjónsdóttir, fráfarandi ríkislögreglustjóri, gaf ekki kost á viðtali vegna málsins í dag. Málflutningur dómsmálaráðherra sé villandi Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir málflutning dómsmálaráðherra í máli fyrrverandi ríkislögreglustjóra hafa verið mjög villandi. Skýringar dómsmálaráðherra standist ekki og ekki sé hægt að tala um afsögn.
Greiðslur ríkislögreglustjóra til Intra Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Lögreglan Skipun ríkislögreglustjóra Tengdar fréttir Arndís Soffía tekur við af Grími Arndís Soffía Sigurðardóttir, fyrrverandi sýslumaður í Vestmannaeyjum, hleypur í skarðið fyrir Grím Hergeirsson, lögreglustjórann á Suðurlandi, á meðan hann gegnir embætti ríkislögreglustjóra tímabundið. 10. nóvember 2025 16:18 Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Sigríður Björk Guðjónsdóttir hefur um árabil gegnt lykilembættum innan lögreglunnar á Íslandi, en hefur nú sagt af sér embætti ríkislögreglustjóra í kjölfar umdeildra mála. Í tilkynningu á vef ríkislögreglustjóra er tíðrætt um farsælan feril hennar í starfi en þó er óhætt að segja að gustað hafi um Sigríði Björk þar sem mál sem tengjast henni fjölskylduböndum hafa vakið hvað mesta athygli. 10. nóvember 2025 14:11 Heldur fullum launum Sigríður Björk Guðjónsdóttir verður á fullum launum ríkislögreglustjóra í nýju starfi sem sérfræðingur hjá dómsmálaráðuneytinu. Dómsmálaráðherra segir það betri nýtingu á opinberum fjármunum en ef Sigríður Björk sæti heima á launum. 10. nóvember 2025 12:09 Sigríður Björk segir af sér Sigríður Björk Guðjónsdóttir hefur sagt af sér embætti ríkislögreglustjóra. Öll spjót hafa staðið á henni frá því að greint var frá því að embætti hennar hefði greitt ráðgjafarfyrirtæki 160 milljónir króna, meðal annars fyrir verslunarferðir í Jysk. Hún verður flutt í stöðu sérfræðings í aðgerðum gegn kynbundnu ofbeldi í dómsmálaráðuneytinu. Grímur Hergeirsson, lögreglustjórinn á Suðurlandi, hefur verið settur ríkislögreglustjóri tímabundið. 10. nóvember 2025 11:00 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fleiri fréttir Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Sjá meira
Arndís Soffía tekur við af Grími Arndís Soffía Sigurðardóttir, fyrrverandi sýslumaður í Vestmannaeyjum, hleypur í skarðið fyrir Grím Hergeirsson, lögreglustjórann á Suðurlandi, á meðan hann gegnir embætti ríkislögreglustjóra tímabundið. 10. nóvember 2025 16:18
Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Sigríður Björk Guðjónsdóttir hefur um árabil gegnt lykilembættum innan lögreglunnar á Íslandi, en hefur nú sagt af sér embætti ríkislögreglustjóra í kjölfar umdeildra mála. Í tilkynningu á vef ríkislögreglustjóra er tíðrætt um farsælan feril hennar í starfi en þó er óhætt að segja að gustað hafi um Sigríði Björk þar sem mál sem tengjast henni fjölskylduböndum hafa vakið hvað mesta athygli. 10. nóvember 2025 14:11
Heldur fullum launum Sigríður Björk Guðjónsdóttir verður á fullum launum ríkislögreglustjóra í nýju starfi sem sérfræðingur hjá dómsmálaráðuneytinu. Dómsmálaráðherra segir það betri nýtingu á opinberum fjármunum en ef Sigríður Björk sæti heima á launum. 10. nóvember 2025 12:09
Sigríður Björk segir af sér Sigríður Björk Guðjónsdóttir hefur sagt af sér embætti ríkislögreglustjóra. Öll spjót hafa staðið á henni frá því að greint var frá því að embætti hennar hefði greitt ráðgjafarfyrirtæki 160 milljónir króna, meðal annars fyrir verslunarferðir í Jysk. Hún verður flutt í stöðu sérfræðings í aðgerðum gegn kynbundnu ofbeldi í dómsmálaráðuneytinu. Grímur Hergeirsson, lögreglustjórinn á Suðurlandi, hefur verið settur ríkislögreglustjóri tímabundið. 10. nóvember 2025 11:00