Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 27. október 2025 20:26 Sigríður Björk Guðjónsdóttir, ríkislögreglustjóri. Vísir/Vilhelm Ríkislögreglustjóri hefur greitt ráðgjafafyrirtækinu Intra ráðgjöf 160 milljónir króna fyrir þjónustu þess. Meðal þess sem fyrirtækið rukkaði tugi þúsunda fyrir var að skreppa í verslanir Jysk og íhuga uppsetningu á píluspjaldi. RÚV greindi frá málinu en þar segir að tvö lögregluembætti, lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu og ríkislögreglustjóri, hafi greitt ráðgjafarfyrirtækinu alls 190 milljónir króna. Um er að ræða 120 reikninga sem gefnir hafa verið út á átta ára tímabili á meðan Sigríður Björk Guðjónsdóttir, ríkislögreglustjóri og fyrrverandi lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, sinnti embættunum. Þórunn Óðinsdóttir, stjórnunarráðgjafi og fyrrverandi formaður Stjórnvísis, stofnaði fyrirtækið Intra ráðgjöf til að sjá um og reka störf hennar sem ráðgjafi. Starf Þórunnar var fyrst smávægilegt en umfangið jókst til muna með árunum. 160 milljónir af upphæðinni eru vegna vinnu fyrir ríkislögreglustjóra en Sigríður Björk hefur gegnt embættinu frá árinu 2020. Einungis níu dagar voru liðnir frá því að Sigríður var skipuð ríkislögreglustjóri þar til hún átti í rúmlega klukkustundarlöngu símtali við Þórunni sem kostaði á þeim tíma 33 þúsund krónur með virðisaukaskatti. Fyrsti reikningur Intru til ríkislögreglustjóra var upp á þrjú hundruð þúsund krónur og var að mestu leyti vegna samtala Sigríðar við Þórunni í gegnum síma og fjarfundarbúnað. Rukkaði tæpar 36 þúsund krónur á tímann til að versla í Jysk Intra ráðgjöf fékk ellefu milljónir króna í laun í vor vegna flutninga embættis Ríkislögreglustjóra frá Skúlagötu á Rauðarárstíg vegna myglu. Í þessum ellefu milljónum króna fólust líka greiðslur, stundum upp á hundruð þúsunda, fyrir skoðunar- og innkaupaferðir, sérstaklega í verslanir Jysk. Í reikningum Intra kemur fram að til dæmis var rukkað fyrir „pælingar um uppsetningu á píluspjöldum“, „fá tilboð í gardínur fyrir Skógarhlíðina“, „panta gardínur“, „fara í salinn og skipuleggja veitingar“ og „panta húsgögn og skreytingar.“ Hver unnin klukkustund hjá Intra kostaði 36 þúsund krónur með virðisaukaskatti. Frá október 2023 til ágúst 2025 átti ríkislögreglustjóri í viðskiptum við Jysk upp á tæpar sjö milljónir króna. Sömuleiðis fékk Intra greiddar vinnustundir fyrir að sjá um til dæmis að skoða, velja, eiga samskipti við, panta og sækja vörur í Jysk. Tekið er fram í umfjöllun RÚV að Þórunn er eiginkona Þórarins Inga Ólafssonar, forstjóra móðurfélags og stjórnarformanns JYSK á Íslandi. Í svari ríkislögreglustjóra við fyrirspurn blaðamanns RÚV kom fram að þau hafi vitað um tengsl Þórunnar og Jysk en tekin var sú ákvörðun að þar væri hagstæðasta verðið og innkaupin þar af leiðandi undir útboðsskyldu. Í svari fjársýslustjóra við fyrirspurn RÚV segir að opinberum stofnunum beri að bjóða út ráðgjafakaup þegar viðmiðunarfjárhæð nær tuttugu milljónum króna. Ef upphæðin er lægri þarf að gæta hagkvæmni og gera samanburð. Ekki sé heimilt að versla við fyrirtæki utan rammasamnings þrátt fyrir að viðskiptin séu undir ákveðnum fjárhæðum. Verkefni Intru fóru aldrei í útboð að sögn ríkislögreglustjóra. Lögreglan Stjórnsýsla Greiðslur ríkislögreglustjóra til Intra Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Erlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira
RÚV greindi frá málinu en þar segir að tvö lögregluembætti, lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu og ríkislögreglustjóri, hafi greitt ráðgjafarfyrirtækinu alls 190 milljónir króna. Um er að ræða 120 reikninga sem gefnir hafa verið út á átta ára tímabili á meðan Sigríður Björk Guðjónsdóttir, ríkislögreglustjóri og fyrrverandi lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, sinnti embættunum. Þórunn Óðinsdóttir, stjórnunarráðgjafi og fyrrverandi formaður Stjórnvísis, stofnaði fyrirtækið Intra ráðgjöf til að sjá um og reka störf hennar sem ráðgjafi. Starf Þórunnar var fyrst smávægilegt en umfangið jókst til muna með árunum. 160 milljónir af upphæðinni eru vegna vinnu fyrir ríkislögreglustjóra en Sigríður Björk hefur gegnt embættinu frá árinu 2020. Einungis níu dagar voru liðnir frá því að Sigríður var skipuð ríkislögreglustjóri þar til hún átti í rúmlega klukkustundarlöngu símtali við Þórunni sem kostaði á þeim tíma 33 þúsund krónur með virðisaukaskatti. Fyrsti reikningur Intru til ríkislögreglustjóra var upp á þrjú hundruð þúsund krónur og var að mestu leyti vegna samtala Sigríðar við Þórunni í gegnum síma og fjarfundarbúnað. Rukkaði tæpar 36 þúsund krónur á tímann til að versla í Jysk Intra ráðgjöf fékk ellefu milljónir króna í laun í vor vegna flutninga embættis Ríkislögreglustjóra frá Skúlagötu á Rauðarárstíg vegna myglu. Í þessum ellefu milljónum króna fólust líka greiðslur, stundum upp á hundruð þúsunda, fyrir skoðunar- og innkaupaferðir, sérstaklega í verslanir Jysk. Í reikningum Intra kemur fram að til dæmis var rukkað fyrir „pælingar um uppsetningu á píluspjöldum“, „fá tilboð í gardínur fyrir Skógarhlíðina“, „panta gardínur“, „fara í salinn og skipuleggja veitingar“ og „panta húsgögn og skreytingar.“ Hver unnin klukkustund hjá Intra kostaði 36 þúsund krónur með virðisaukaskatti. Frá október 2023 til ágúst 2025 átti ríkislögreglustjóri í viðskiptum við Jysk upp á tæpar sjö milljónir króna. Sömuleiðis fékk Intra greiddar vinnustundir fyrir að sjá um til dæmis að skoða, velja, eiga samskipti við, panta og sækja vörur í Jysk. Tekið er fram í umfjöllun RÚV að Þórunn er eiginkona Þórarins Inga Ólafssonar, forstjóra móðurfélags og stjórnarformanns JYSK á Íslandi. Í svari ríkislögreglustjóra við fyrirspurn blaðamanns RÚV kom fram að þau hafi vitað um tengsl Þórunnar og Jysk en tekin var sú ákvörðun að þar væri hagstæðasta verðið og innkaupin þar af leiðandi undir útboðsskyldu. Í svari fjársýslustjóra við fyrirspurn RÚV segir að opinberum stofnunum beri að bjóða út ráðgjafakaup þegar viðmiðunarfjárhæð nær tuttugu milljónum króna. Ef upphæðin er lægri þarf að gæta hagkvæmni og gera samanburð. Ekki sé heimilt að versla við fyrirtæki utan rammasamnings þrátt fyrir að viðskiptin séu undir ákveðnum fjárhæðum. Verkefni Intru fóru aldrei í útboð að sögn ríkislögreglustjóra.
Lögreglan Stjórnsýsla Greiðslur ríkislögreglustjóra til Intra Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Erlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira