Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Tómas Arnar Þorláksson skrifar 29. október 2025 20:03 Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri. vísir/vilhelm Þungt andrúmsloft er innan dómsmálaráðuneytisins og ákveðinna deilda embættis ríkislögreglustjóra vegna greiðslna embættisins til ráðgjafafyrirtækisins Intru. Þremur reynsluboltum var sagt upp hjá embættinu í gær sem skjóti skökku við að mati starfsfólks sem baðst undan því að koma fram undir nafni. Dómsmálaráðherra fundaði með ríkislögreglustjóra vegna fjárútláta embættisins til eina starfsmanns ráðgjafafyrirtækisins Intru snemma í morgun. Dómsmálaráðherra hefur sagt það ljóst að verklagi hjá embættinu hafi verið ábótavant. Engin niðurstaða eða ákvörðun var tekin á fundinum en Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra óskaði eftir skýringum og upplýsingum fyrir fjárútlátum embættisins til Þórunnar Óðinsdóttur, stjórnunarráðgjafa og eiganda Intru. Eins og greint hefur verið frá hlaut hún verktakagreiðslur í fimm ár, sem nema samtals um 130 milljónum án virðisaukaskatts, eða frá því að Sigríður Björk Guðjónsdóttir tók við embættinu. Samkvæmt heimildum fréttastofu er andrúmsloftið innan dómsmálaráðuneytisins þungt vegna málsins. Fólk sé hissa og blöskri fjárútlátin. Málið er til frekari vinnslu innan ráðuneytisins. Samkvæmt heimildum hefur dómsmálaráðuneytið verið að fylgjast með fjárútlátum ríkislögreglustjóra áður en fréttaflutningur vegna málsins hófst. Í málaskrá ráðuneytisins kemur fram að það hafi verið búið að vinna úttekt á fjármálum ríkislögreglustjóra í sumar. Fréttastofa Sýnar hefur óskað eftir umræddri úttekt. Ætla ekki að vera varðhundar kerfisins Bæði ríkislögreglustjóri og dómsmálaráðherra hafa hafnað viðtalsbeiðnum fréttastofu í dag en Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra sagði að loknum húsnæðisfundi í Úlfársárdal að málið væri litið alvarlegum augum. „Auðvitað slær þetta mig ekki vel. Þetta er til skoðunar innan dómsmálaráðuneytisins núna að ná betur utan um málið. Við leggjum auðvitað mikið á okkur að senda þau skilaboð til allrar stjórnsýslunnar að fara vel með fé. Það eru ákveðnar reglur sem snúa að útboðsmálum og það verður að virða þær. Ég treysti dómsmálaráðuneytinu vel að komast til botns í þessu máli.“ Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra.vísir/Ívar Telurðu hættu á að það séu fleiri svona mál í stjórnkerfinu? „Það er auðvitað erfitt að segja. Þetta kom mörgum að óvörum. Þegar um svona háar upphæðir er að ræða telur maður að það þurfi að fara í útboð. Þetta þarf að skoða betur. Við ætlum ekki að vera varðhundar kerfisins. Við ætlum að lyfta öllum steinum og ef það þarf að fara betur með fé einhvers staðar þá munum við auðvitað hvetja til þess.“ Uppsagnir skjóti skökku við í ljósi ráðningar ráðgjafans Starfsmannafundur fór fram í húsakynnum ríkislögreglustjóra í morgun í kjölfar fundar með dómsmálaráðherra. Eins og greint hefur verið frá voru uppsagnir tilkynntar innan embættisins í gær. Samkvæmt starfsfólki sem fréttastofa hefur rætt við skjóti það skökku við, sérstaklega í ljósi þeirra fjárútláta sem hafa verið í umfjöllun. Ráðgjafi Intru var ráðin í tímabundið starf tveimur dögum eftir að fréttastofa Ríkisútvarpsins fór að grennslast um fyrir málinu. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu var fundurinn til þess gerður að bæta móralinn á vinnustaðnum. Starfsfólk sem hefur gefið sig á tal við fréttastofu í dag segir að fólki hafi verið nokkuð brugðið vegna málsins og uppsagna. Ósætti sé innan ákveðinna deilda vegna þessa. Í gær var greint frá því að um tíu uppsagnir væri að ræða en í raun eru það fimm til sex uppsagnir. Í heildina falla um tuttugu stöður niður þar sem ekki er verið að endurráða í lausar stöður. Sumir tímabundnir samningar verða ekki endurnýjaðir. Samkvæmt heimildum fréttastofu var til dæmis þremur konum í landamæraeftirliti Ríkislögreglustjóra sagt upp. Engar konur starfa lengur innan deildarinnar samkvæmt upplýsingum fréttastofu. Um reynslumikið og duglegt starfsfólk hafi verið að ræða. Ósætti innan ákveðinna deilda Samkvæmt þeim sem fréttastofa hefur rætt við í dag er andrúmsloftið nokkuð mismunandi eftir deildum. Sumir hafa talað um að ríkislögreglustjóri sé „búinn að missa klefann“ innan ákveðinna deilda. Aðrir eru ánægðir með hennar störf. Þá virtist vera þó nokkur hræðsla meðal starfsfólks við að tjá sig við fjölmiðla. Sumt starfsfólk lýsti ákveðinni frændhygli innan embættisins. Fólk innan ákveðinna deilda var verulega ósátt með störf ráðgjafa Intru innan embættisins. Þórunn var ráðin sem sérfræðingur í straumlínulögun og tók að sér ýmis verkefni fyrir embættið. Sumir virðast upplifa að hún hafi í rauninni gert það sem hana langaði til að hverju sinni. „Hún er á opnum tékka að gera bara eitthvað. Við vorum farin að spá í því hver þessi manneskja væri og við hvað hún væri að vinna við fyrir ári síðan,“ sagði einn starfsmaður til að mynda. Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri hefur hafnað viðtalsbeiðnum fréttastofu til að varpa ljósi á nákvæm störf ráðgjafans. Lögreglan Rekstur hins opinbera Greiðslur ríkislögreglustjóra til Intra Mest lesið „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Innlent Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Innlent Komust yfir myndband af slysinu Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Unglingur réðst ítrekað á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Erlent Fleiri fréttir Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Siðareglur lögreglumanna taki einnig til starfsnema Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Tekur við rekstri Hornbrekku á Ólafsfirði Færslur sem veki reiði séu margfalt áhrifameiri en aðrar Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Skilur vonbrigðin en hafnar því að hafa tekið óupplýsta ákvörðun Fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir fíkniefnainnflutning Vatnshæðin aðeins lækkað í Skaftá „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Borgarsögusafn gagnrýnir rangfærslur varðandi Holtsgötu 10 Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Sjá meira
Dómsmálaráðherra fundaði með ríkislögreglustjóra vegna fjárútláta embættisins til eina starfsmanns ráðgjafafyrirtækisins Intru snemma í morgun. Dómsmálaráðherra hefur sagt það ljóst að verklagi hjá embættinu hafi verið ábótavant. Engin niðurstaða eða ákvörðun var tekin á fundinum en Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra óskaði eftir skýringum og upplýsingum fyrir fjárútlátum embættisins til Þórunnar Óðinsdóttur, stjórnunarráðgjafa og eiganda Intru. Eins og greint hefur verið frá hlaut hún verktakagreiðslur í fimm ár, sem nema samtals um 130 milljónum án virðisaukaskatts, eða frá því að Sigríður Björk Guðjónsdóttir tók við embættinu. Samkvæmt heimildum fréttastofu er andrúmsloftið innan dómsmálaráðuneytisins þungt vegna málsins. Fólk sé hissa og blöskri fjárútlátin. Málið er til frekari vinnslu innan ráðuneytisins. Samkvæmt heimildum hefur dómsmálaráðuneytið verið að fylgjast með fjárútlátum ríkislögreglustjóra áður en fréttaflutningur vegna málsins hófst. Í málaskrá ráðuneytisins kemur fram að það hafi verið búið að vinna úttekt á fjármálum ríkislögreglustjóra í sumar. Fréttastofa Sýnar hefur óskað eftir umræddri úttekt. Ætla ekki að vera varðhundar kerfisins Bæði ríkislögreglustjóri og dómsmálaráðherra hafa hafnað viðtalsbeiðnum fréttastofu í dag en Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra sagði að loknum húsnæðisfundi í Úlfársárdal að málið væri litið alvarlegum augum. „Auðvitað slær þetta mig ekki vel. Þetta er til skoðunar innan dómsmálaráðuneytisins núna að ná betur utan um málið. Við leggjum auðvitað mikið á okkur að senda þau skilaboð til allrar stjórnsýslunnar að fara vel með fé. Það eru ákveðnar reglur sem snúa að útboðsmálum og það verður að virða þær. Ég treysti dómsmálaráðuneytinu vel að komast til botns í þessu máli.“ Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra.vísir/Ívar Telurðu hættu á að það séu fleiri svona mál í stjórnkerfinu? „Það er auðvitað erfitt að segja. Þetta kom mörgum að óvörum. Þegar um svona háar upphæðir er að ræða telur maður að það þurfi að fara í útboð. Þetta þarf að skoða betur. Við ætlum ekki að vera varðhundar kerfisins. Við ætlum að lyfta öllum steinum og ef það þarf að fara betur með fé einhvers staðar þá munum við auðvitað hvetja til þess.“ Uppsagnir skjóti skökku við í ljósi ráðningar ráðgjafans Starfsmannafundur fór fram í húsakynnum ríkislögreglustjóra í morgun í kjölfar fundar með dómsmálaráðherra. Eins og greint hefur verið frá voru uppsagnir tilkynntar innan embættisins í gær. Samkvæmt starfsfólki sem fréttastofa hefur rætt við skjóti það skökku við, sérstaklega í ljósi þeirra fjárútláta sem hafa verið í umfjöllun. Ráðgjafi Intru var ráðin í tímabundið starf tveimur dögum eftir að fréttastofa Ríkisútvarpsins fór að grennslast um fyrir málinu. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu var fundurinn til þess gerður að bæta móralinn á vinnustaðnum. Starfsfólk sem hefur gefið sig á tal við fréttastofu í dag segir að fólki hafi verið nokkuð brugðið vegna málsins og uppsagna. Ósætti sé innan ákveðinna deilda vegna þessa. Í gær var greint frá því að um tíu uppsagnir væri að ræða en í raun eru það fimm til sex uppsagnir. Í heildina falla um tuttugu stöður niður þar sem ekki er verið að endurráða í lausar stöður. Sumir tímabundnir samningar verða ekki endurnýjaðir. Samkvæmt heimildum fréttastofu var til dæmis þremur konum í landamæraeftirliti Ríkislögreglustjóra sagt upp. Engar konur starfa lengur innan deildarinnar samkvæmt upplýsingum fréttastofu. Um reynslumikið og duglegt starfsfólk hafi verið að ræða. Ósætti innan ákveðinna deilda Samkvæmt þeim sem fréttastofa hefur rætt við í dag er andrúmsloftið nokkuð mismunandi eftir deildum. Sumir hafa talað um að ríkislögreglustjóri sé „búinn að missa klefann“ innan ákveðinna deilda. Aðrir eru ánægðir með hennar störf. Þá virtist vera þó nokkur hræðsla meðal starfsfólks við að tjá sig við fjölmiðla. Sumt starfsfólk lýsti ákveðinni frændhygli innan embættisins. Fólk innan ákveðinna deilda var verulega ósátt með störf ráðgjafa Intru innan embættisins. Þórunn var ráðin sem sérfræðingur í straumlínulögun og tók að sér ýmis verkefni fyrir embættið. Sumir virðast upplifa að hún hafi í rauninni gert það sem hana langaði til að hverju sinni. „Hún er á opnum tékka að gera bara eitthvað. Við vorum farin að spá í því hver þessi manneskja væri og við hvað hún væri að vinna við fyrir ári síðan,“ sagði einn starfsmaður til að mynda. Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri hefur hafnað viðtalsbeiðnum fréttastofu til að varpa ljósi á nákvæm störf ráðgjafans.
Lögreglan Rekstur hins opinbera Greiðslur ríkislögreglustjóra til Intra Mest lesið „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Innlent Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Innlent Komust yfir myndband af slysinu Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Unglingur réðst ítrekað á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Erlent Fleiri fréttir Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Siðareglur lögreglumanna taki einnig til starfsnema Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Tekur við rekstri Hornbrekku á Ólafsfirði Færslur sem veki reiði séu margfalt áhrifameiri en aðrar Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Skilur vonbrigðin en hafnar því að hafa tekið óupplýsta ákvörðun Fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir fíkniefnainnflutning Vatnshæðin aðeins lækkað í Skaftá „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Borgarsögusafn gagnrýnir rangfærslur varðandi Holtsgötu 10 Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Sjá meira