Fer fram og til baka með SNAP Samúel Karl Ólason skrifar 4. nóvember 2025 17:53 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segist ekki ætla að fara eftir úrskurðum tveggja dómara varðandi umfangsmikla mataraðstoð. AP/Manuel Balce Ceneta Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segist ekki ætla að fjármagna velferðarkerfi sem kallast SNAP, fyrr en Demókratar greiði atkvæði með fjárlagafrumvarpi Repúblikana. Það ætlar hann að gera þrátt fyrir að tveir dómarar hafi skipað honum að fjármagna SNAP, með opinberum neyðarsjóðum. Það er einnig þrátt fyrir að Trump sagði á föstudaginn að það yrði hans „heiður“ að fjármagna velferðarkerfið. Fyrst vildi hann þó fá leiðsögn frá dómurum. Þá ítrekaði ríkisstjórn hans í gær, eftir úrskurði tveggja dómara um að fjármagna ætti kerfið, að það yrði fjármagnað að hluta til í nóvember. SNAP er í stuttu máli sagt mataraðstoð sem um einn af hverjum átta Bandaríkjamönnum nýtir sér, eða um 42 milljónir manna. Það er einn stærsti hluti heildar velferðarkerfis Bandaríkjanna og kostar um átta milljarða dala á ári. Nú þegar hafa orðið tafir á aðstoð til milljóna Bandaríkjamanna, samkvæmt AP fréttaveitunni. Ríkisstjórn Trumps sagði í gær að um 4,65 milljarðar væru í sjóðnum sem notaður yrði til að fjármagna SNAP. Færsla Trumps um að hann ætli ekki að fara eftir úrskurðu dómara. Skammaðist út í Biden Í færslu sem Trump skrifaði á samfélagsmiðil sinn í dag sagði hann að engum peningum yrði varið í SNAP fyrr en Demókratar, sem hann kallaði „öfgamenn“, samþykktu fjárlög Repúblikanaflokksins. Það ættu þeir auðvelt með að gera. Trump skrifaði einnig að umfang SNAP og kostnaður við mataraðstoðina hefði aukist til muna í forsetatíð Joes Biden, forvera hans. Þá hefðu allir sem báðu um aðstoð fengið hana, þó að kerfið væri hugsað fyrir fólk í neyð. Blaðamenn Wall Street Journal reyndu að fá útskýringu frá talsmönnum Trumps um það hvað ummæli forsetans fælu í sér nákvæmlega en þeim var sagt að lesa færslu hans á Truth Social. Verður lengsta stöðvunin á morgun Eins og margir vita eflaust var ríkisrekstur Bandaríkjanna stöðvaður í upphafi október, þar sem ekki tókst að samþykkja fjárlög. Á morgun verður stöðvunin sú lengsta í sögu Bandaríkjanna. Líklegt þykir að úrslit kosninga, sem fara fram í nokkrum ríkjum Bandaríkjanna í kvöld, muni hafa áhrif á framvindu stöðvunarinnar. Repúblikanar í fulltrúadeildinni hafa samþykkt bráðabirgðafjárlög en þau hafa ekki verið samþykkt í öldungadeildinni. Repúblikanar höfðu Demókrata ekki með í ráðum þegar frumvarpið var samið, þó þeir vissu að þeir þyrftu á atkvæðum þeirra að halda. Demókratar hafa ekki viljað samþykkja frumvarpið vegna þess að Repúblikanar ætla að láta ívilnanir varðandi heilbrigðistryggingar falla úr gildi og þeir vilja einnig að hætt verði við niðurskurð í tryggingakerfi sem kallast Medicaid. Þar að auki hafa Demókratar gagnrýnt harðlega að ríkisstjórn Trumps hafi neitað að fara eftir fjárlögum þingsins í þó nokkrum tilfellum, þyki fjárútlátin ekki fylgja áherslum ríkisstjórnarinnar. Sjá einnig: Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Repúblikanar hafa ekki viljað semja við Demókrata og segja að það verði hægt þegar búið verði að opna á ríkisreksturinn aftur. Demókratar segjast hafa enga ástæðu til að treysta Repúblikönum. Þeir segja einnig að þó að þeir semji við Repúblikana geti Trump gert það sem honum sýnist, burtséð frá því hvað þeir semja um. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Fleiri fréttir Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Sjá meira
Það er einnig þrátt fyrir að Trump sagði á föstudaginn að það yrði hans „heiður“ að fjármagna velferðarkerfið. Fyrst vildi hann þó fá leiðsögn frá dómurum. Þá ítrekaði ríkisstjórn hans í gær, eftir úrskurði tveggja dómara um að fjármagna ætti kerfið, að það yrði fjármagnað að hluta til í nóvember. SNAP er í stuttu máli sagt mataraðstoð sem um einn af hverjum átta Bandaríkjamönnum nýtir sér, eða um 42 milljónir manna. Það er einn stærsti hluti heildar velferðarkerfis Bandaríkjanna og kostar um átta milljarða dala á ári. Nú þegar hafa orðið tafir á aðstoð til milljóna Bandaríkjamanna, samkvæmt AP fréttaveitunni. Ríkisstjórn Trumps sagði í gær að um 4,65 milljarðar væru í sjóðnum sem notaður yrði til að fjármagna SNAP. Færsla Trumps um að hann ætli ekki að fara eftir úrskurðu dómara. Skammaðist út í Biden Í færslu sem Trump skrifaði á samfélagsmiðil sinn í dag sagði hann að engum peningum yrði varið í SNAP fyrr en Demókratar, sem hann kallaði „öfgamenn“, samþykktu fjárlög Repúblikanaflokksins. Það ættu þeir auðvelt með að gera. Trump skrifaði einnig að umfang SNAP og kostnaður við mataraðstoðina hefði aukist til muna í forsetatíð Joes Biden, forvera hans. Þá hefðu allir sem báðu um aðstoð fengið hana, þó að kerfið væri hugsað fyrir fólk í neyð. Blaðamenn Wall Street Journal reyndu að fá útskýringu frá talsmönnum Trumps um það hvað ummæli forsetans fælu í sér nákvæmlega en þeim var sagt að lesa færslu hans á Truth Social. Verður lengsta stöðvunin á morgun Eins og margir vita eflaust var ríkisrekstur Bandaríkjanna stöðvaður í upphafi október, þar sem ekki tókst að samþykkja fjárlög. Á morgun verður stöðvunin sú lengsta í sögu Bandaríkjanna. Líklegt þykir að úrslit kosninga, sem fara fram í nokkrum ríkjum Bandaríkjanna í kvöld, muni hafa áhrif á framvindu stöðvunarinnar. Repúblikanar í fulltrúadeildinni hafa samþykkt bráðabirgðafjárlög en þau hafa ekki verið samþykkt í öldungadeildinni. Repúblikanar höfðu Demókrata ekki með í ráðum þegar frumvarpið var samið, þó þeir vissu að þeir þyrftu á atkvæðum þeirra að halda. Demókratar hafa ekki viljað samþykkja frumvarpið vegna þess að Repúblikanar ætla að láta ívilnanir varðandi heilbrigðistryggingar falla úr gildi og þeir vilja einnig að hætt verði við niðurskurð í tryggingakerfi sem kallast Medicaid. Þar að auki hafa Demókratar gagnrýnt harðlega að ríkisstjórn Trumps hafi neitað að fara eftir fjárlögum þingsins í þó nokkrum tilfellum, þyki fjárútlátin ekki fylgja áherslum ríkisstjórnarinnar. Sjá einnig: Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Repúblikanar hafa ekki viljað semja við Demókrata og segja að það verði hægt þegar búið verði að opna á ríkisreksturinn aftur. Demókratar segjast hafa enga ástæðu til að treysta Repúblikönum. Þeir segja einnig að þó að þeir semji við Repúblikana geti Trump gert það sem honum sýnist, burtséð frá því hvað þeir semja um.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Fleiri fréttir Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Sjá meira