Hermann tekinn við Val Valur Páll Eiríksson skrifar 2. nóvember 2025 18:12 Hermann Hreiðarsson er nýr þjálfari Vals. Mynd/Valur Hermann Hreiðarsson hefur verið ráðinn þjálfari karlaliðs Vals í fótbolta. Hann skrifar undir þriggja ára samning. Rætt verður við Hermann í Sportpakka kvöldsins á Sýn Hermann kemur til Vals frá HK sem lék í Lengjudeildinni í sumar. Hann tekur við starfinu af Srdjan Tufegdzic sem var sagt upp störfum í upphafi vikunnar. Sögusagnir hafa verið á kreiki um hríð varðandi brottrekstur Túfa og sömuleiðis um að Hermann taki við starfinu. Ásamt Túfa var þeim Hauki Páli Sigurðssyni, aðstoðarþjálfara, og Kjartani Sturlusyni, markmannsþjálfara, sagt upp og þurftu Valsmenn því að finna nýtt þjálfarateymi. Fjölskylda Hermanns mætti að Hlíðarenda. Á myndinni eru Jóhann Lárus, Hermann sjálfur, Alexandra Fanney eiginkona hans, Thelma Lóa, Hermann Alex og Emil Max. Á myndina vantar elstu dóttur Hermanns, Ídu Marín.Mynd/Valur Hermann mun leiða það teymi en með honum sem aðstoðarþjálfari verður Bretinn Chris Brazell. Þá er Gareth Owen nýlega tekinn við sem tæknilegur ráðgjafi knattspyrnudeildar félagsins. Enn á eftir að ráða nýjan markmannsþjálfara sem og styrktarþjálfara í teymi Vals. Hermann þarf vart að kynna fyrir fótboltaunnendum landsins en hann er leikjahæsti Íslendingurinn í ensku úrvalsdeildinni. Hann lék fyrir Crystal Palace, Brentford, Wimbledon, Ipswich, Charlton, Portsmouth og Coventry á 16 ára atvinnumannaferli frá 1997 til 2012. Hann lék 89 landsleiki fyrir Ísland á árunum 1996 til 2011 og var í þrígang valinn knattspyrnumaður ársins hér á landi. Hermann lauk leikmannaferlinum og hóf þjálfaraferil sinn sem spilandi þjálfari ÍBV sumarið 2013. Hann hefur síðan þjálfað bæði karla- og kvennalið Fylkis, verið aðstoðarþjálfari hjá Kerala Blasters á Indlandi og hjá Southend United á Englandi og þá stýrt Þrótti Vogum, ÍBV og síðast HK í Lengjudeildinni undanfarin tvö sumur. Yfirlýsing Vals: Valur Besta deild karla Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Laus við tvo endajaxla og skrúfu úr hnénu Sport Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Enski boltinn Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður Handbolti Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Enski boltinn „Fáum fullt af svörum um helgina“ Handbolti Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Körfubolti Tvenna frá Sesko dugði United skammt Enski boltinn Fleiri fréttir Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Sjá meira
Rætt verður við Hermann í Sportpakka kvöldsins á Sýn Hermann kemur til Vals frá HK sem lék í Lengjudeildinni í sumar. Hann tekur við starfinu af Srdjan Tufegdzic sem var sagt upp störfum í upphafi vikunnar. Sögusagnir hafa verið á kreiki um hríð varðandi brottrekstur Túfa og sömuleiðis um að Hermann taki við starfinu. Ásamt Túfa var þeim Hauki Páli Sigurðssyni, aðstoðarþjálfara, og Kjartani Sturlusyni, markmannsþjálfara, sagt upp og þurftu Valsmenn því að finna nýtt þjálfarateymi. Fjölskylda Hermanns mætti að Hlíðarenda. Á myndinni eru Jóhann Lárus, Hermann sjálfur, Alexandra Fanney eiginkona hans, Thelma Lóa, Hermann Alex og Emil Max. Á myndina vantar elstu dóttur Hermanns, Ídu Marín.Mynd/Valur Hermann mun leiða það teymi en með honum sem aðstoðarþjálfari verður Bretinn Chris Brazell. Þá er Gareth Owen nýlega tekinn við sem tæknilegur ráðgjafi knattspyrnudeildar félagsins. Enn á eftir að ráða nýjan markmannsþjálfara sem og styrktarþjálfara í teymi Vals. Hermann þarf vart að kynna fyrir fótboltaunnendum landsins en hann er leikjahæsti Íslendingurinn í ensku úrvalsdeildinni. Hann lék fyrir Crystal Palace, Brentford, Wimbledon, Ipswich, Charlton, Portsmouth og Coventry á 16 ára atvinnumannaferli frá 1997 til 2012. Hann lék 89 landsleiki fyrir Ísland á árunum 1996 til 2011 og var í þrígang valinn knattspyrnumaður ársins hér á landi. Hermann lauk leikmannaferlinum og hóf þjálfaraferil sinn sem spilandi þjálfari ÍBV sumarið 2013. Hann hefur síðan þjálfað bæði karla- og kvennalið Fylkis, verið aðstoðarþjálfari hjá Kerala Blasters á Indlandi og hjá Southend United á Englandi og þá stýrt Þrótti Vogum, ÍBV og síðast HK í Lengjudeildinni undanfarin tvö sumur. Yfirlýsing Vals:
Valur Besta deild karla Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Laus við tvo endajaxla og skrúfu úr hnénu Sport Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Enski boltinn Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður Handbolti Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Enski boltinn „Fáum fullt af svörum um helgina“ Handbolti Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Körfubolti Tvenna frá Sesko dugði United skammt Enski boltinn Fleiri fréttir Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Sjá meira