Musk í samkeppni við Wikipedia Samúel Karl Ólason skrifar 28. október 2025 11:53 Elon Musk í Hvíta húsinu, þegar allt lék í lyndi milli hans og Donalds Trump. EPA/FRANCIS CHUNG Elon Musk, auðugasti maður heims, hefur opnað nýja síðu sem ætlað er að veita Wikipedia samkeppni. Hinn hægri sinnaði tæknimógúll segir að síðan, sem kallast Grokipedia, eigi að vera slagsíðulaus valkostur gegn Wikipedia og keyrir að miklu leyti á Grok, mállíkani xAI, gervigreindarfyrirtækis Musks. Hægrisinnaðir aðilar í Bandaríkjunum hafa að undanförnu ítrekað gagnrýnt Wikipedia vegna meintrar vinstri slagsíðu á síðunni, sem stýrt er af fjölmörgum sjálfboðaliðum víðs vegar um heim. Fyrr á þessu ári kallaði Musk eftir því að enginn gæfi peninga til Wikipedia, þar til forsvarsmenn síðunnar tryggðu jafnvægi þar. We are building Grokipedia @xAI. Will be a massive improvement over Wikipedia.Frankly, it is a necessary step towards the xAI goal of understanding the Universe. https://t.co/xvSeWkpALy— Elon Musk (@elonmusk) September 30, 2025 Í frétt Washington Post segir að margar greinar á Grokipedia beri augljósa hægri slagsíðu. Margir hafi gagnrýnt síðuna vegna þessa og að margar greinar innihaldi rangfærslur og í einhverjum tilfellum séu greinarnar nákvæmlega eins og greinar Wikipedia um sama málefni. Eins og áður segir og eins og nafnið gefur til kynna byggir Grokipedia töluvert á mállíkaninu Grok. Musk hefur haldið því fram að Grok eigi að vera hlutlaus gervigreind, pólitískt séð, en þrátt fyrir það hafa Musk og starfsmenn hans hjá xAI ítrekað gert breytingar á mállíkaninu. Donald Trump og Elon Musk hittust í september.AP/Ross D. Franklin Þessum breytingum hefur verið ætlað að hafa þau markmið að gera svör Grok um ýmis málefni íhaldssamari. Í greiningu New York Times frá því í síðasta mánuði kemur til að mynda fram að í sumum tilfellum hafi breytingarnar verið gerðar í takt við pólitískar áherslur Musks, sem var dyggur stuðningsmaður Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, og varði fúlgum fjár í kosningabaráttu Trumps. Nice work by the @xAI team on https://t.co/op5s4ZiSwh!The goal here is to create an open source, comprehensive collection of all knowledge.Then place copies of that etched in a stable oxide in orbit, the Moon and Mars to preserve it for the future. Foundation.— Elon Musk (@elonmusk) October 28, 2025 Í einu tilfelli sem vísað er til í grein NYT spurði notandi X (áður Twitter) Grok að því hver helsta ógnin gegn vestrænni siðmenningu væri. Gervigreindin svaraði og sagði ógnina vera upplýsingaóreiðu. Það svar vakti athygli Musks, sem baðst afsökunar á „þessu heimskulega“ svari Grok og sagði að gerðar yrðu breytingar. Næsta dag tilkynnti hann nýja útgáfu af Grok sem svaraði á þann veg að lág fæðingartíðni væri helsta ógnin gegn vestrænni siðmenningu. Musk hefur ítrekað slegið á svipaða strengi gegnum árin og hefur sagt að það sé ein af ástæðum þess að hann á að minnsta kosti ellefu börn. Grok hefur einnig gengið í gegnum skrítin tímabil, eins og það þegar hann birti of löng svör um meint þjóðarmorð gegn hvítu fólki í Suður-Afríku við alfarið ótengdum spurningum. Þá hefur gervigreindin talað vel um Adolf Hitler og fer ítrekað með rangt mál. Elon Musk Bandaríkin Gervigreind Mest lesið Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Erlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Stormur gengur yfir sunnan- og vestanvert landið Veður Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Innlent Fleiri fréttir Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Sjá meira
Hægrisinnaðir aðilar í Bandaríkjunum hafa að undanförnu ítrekað gagnrýnt Wikipedia vegna meintrar vinstri slagsíðu á síðunni, sem stýrt er af fjölmörgum sjálfboðaliðum víðs vegar um heim. Fyrr á þessu ári kallaði Musk eftir því að enginn gæfi peninga til Wikipedia, þar til forsvarsmenn síðunnar tryggðu jafnvægi þar. We are building Grokipedia @xAI. Will be a massive improvement over Wikipedia.Frankly, it is a necessary step towards the xAI goal of understanding the Universe. https://t.co/xvSeWkpALy— Elon Musk (@elonmusk) September 30, 2025 Í frétt Washington Post segir að margar greinar á Grokipedia beri augljósa hægri slagsíðu. Margir hafi gagnrýnt síðuna vegna þessa og að margar greinar innihaldi rangfærslur og í einhverjum tilfellum séu greinarnar nákvæmlega eins og greinar Wikipedia um sama málefni. Eins og áður segir og eins og nafnið gefur til kynna byggir Grokipedia töluvert á mállíkaninu Grok. Musk hefur haldið því fram að Grok eigi að vera hlutlaus gervigreind, pólitískt séð, en þrátt fyrir það hafa Musk og starfsmenn hans hjá xAI ítrekað gert breytingar á mállíkaninu. Donald Trump og Elon Musk hittust í september.AP/Ross D. Franklin Þessum breytingum hefur verið ætlað að hafa þau markmið að gera svör Grok um ýmis málefni íhaldssamari. Í greiningu New York Times frá því í síðasta mánuði kemur til að mynda fram að í sumum tilfellum hafi breytingarnar verið gerðar í takt við pólitískar áherslur Musks, sem var dyggur stuðningsmaður Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, og varði fúlgum fjár í kosningabaráttu Trumps. Nice work by the @xAI team on https://t.co/op5s4ZiSwh!The goal here is to create an open source, comprehensive collection of all knowledge.Then place copies of that etched in a stable oxide in orbit, the Moon and Mars to preserve it for the future. Foundation.— Elon Musk (@elonmusk) October 28, 2025 Í einu tilfelli sem vísað er til í grein NYT spurði notandi X (áður Twitter) Grok að því hver helsta ógnin gegn vestrænni siðmenningu væri. Gervigreindin svaraði og sagði ógnina vera upplýsingaóreiðu. Það svar vakti athygli Musks, sem baðst afsökunar á „þessu heimskulega“ svari Grok og sagði að gerðar yrðu breytingar. Næsta dag tilkynnti hann nýja útgáfu af Grok sem svaraði á þann veg að lág fæðingartíðni væri helsta ógnin gegn vestrænni siðmenningu. Musk hefur ítrekað slegið á svipaða strengi gegnum árin og hefur sagt að það sé ein af ástæðum þess að hann á að minnsta kosti ellefu börn. Grok hefur einnig gengið í gegnum skrítin tímabil, eins og það þegar hann birti of löng svör um meint þjóðarmorð gegn hvítu fólki í Suður-Afríku við alfarið ótengdum spurningum. Þá hefur gervigreindin talað vel um Adolf Hitler og fer ítrekað með rangt mál.
Elon Musk Bandaríkin Gervigreind Mest lesið Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Erlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Stormur gengur yfir sunnan- og vestanvert landið Veður Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Innlent Fleiri fréttir Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Sjá meira