Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Samúel Karl Ólason skrifar 25. október 2025 09:55 Nicolas Maduro, forseti Venesúela. AP/Ariana Cubillos Nicolás Maduro, forseti Venesúela, segir ríkisstjórn Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, reyna að koma á stríði milli ríkjanna. Er það í kjölfar þess að Trump skipaði herafla sínum að flytja stærsta flugmóðurskip Bandaríkjanna og fylgiflota þess til Karíbahafsins. Með flugmóðurskipinu fylgja fimm tundurspillar en fyrir eru Bandaríkjamenn með töluverðan herafla og fjölda skipa og herþota í og við Karíbahafið, þar sem þeir hafa gert árásir á meinta fíkniefnasmyglara. Flugmóðurskipið var þó í höfn í Króatíu í gær, samkvæmt AP fréttaveitunni, og mun taka einhvern tíma að sigla því til Karíbahafsins. Sjá einnig: Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Talið er mögulegt að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ætli sér að reyna að koma Nicolás Maduro, einræðisherra landsins, frá völdum en hann hefur verið ákærður í Bandaríkjunum fyrir fíkniefnasmygl og hryðjuverkastarfsemi. Tilkynnt var í gær að tíunda slíka árásin hefði verið gerð frá því í september. AÐ minnsta kosti 43 hafa fallið í þessum árásum. Pete Hegseth, varnarmálaráðherra, heldur því fram að báturinn sem sprengdur var í gær hafi verið í eigu Tren de Aragua glæpasamtakanna. Bandaríkjamenn halda því fram að Maduro leiði glæpasamtökin en hann hefur hafnað því. Trump vilji nýtt „eilífðarstríð“ Bandaríkjamenn viðurkenna ekki ríkisstjórn Maduro en hann sór embættiseið á nýjan leik í janúar, eftir kosningar sem hafa verið fordæmdar víða um heim vegna meints svindls hans. Stjórnarandstaða Venesúela kom höndum yfir gögn úr kosningavélum landsins og sérfræðingar víða um heim hafa sannreynt gögnin en samkvæmt þeim sigraði stjórnarandstaðan kosningarnar með yfirburðum. Maduro birti þó aðrar niðurstöður og hélt völdum. Bandaríkjamenn hafa beint sjónum sínum að Maduro undir því yfirskini að hann og ríkisstjórn hans komi með beinum og umfangsmiklum hætti að smygli fíkniefna til Bandaríkjanna. Sérfræðingar hafa þó sagt, samkvæmt BBC, að umsvifin séu tiltölulega lítil. Í ávarpi sem Maduro gaf í gærkvöldi sagði hann að Bandaríkjamenn væru að reyna að skapa nýtt „eilífðarstríð“. Þeir hefðu lofað því að gera slíkt ekki aftur en væru nú markvisst að reyna að skapa það. Trump hefur gefið til kynna að hann sé opinn fyrir því að nota hermenn til árása á jörðu niðri í Venesúela. Þá sagði CNN frá því í gærkvöldi að Trump væri að íhuga áætlanir um loftárásir í Venesúela en þeir eiga víst að beinast gegn kókaínframleiðslu og smygli. Bandaríkin Donald Trump Hernaður Venesúela Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fleiri fréttir Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Sjá meira
Með flugmóðurskipinu fylgja fimm tundurspillar en fyrir eru Bandaríkjamenn með töluverðan herafla og fjölda skipa og herþota í og við Karíbahafið, þar sem þeir hafa gert árásir á meinta fíkniefnasmyglara. Flugmóðurskipið var þó í höfn í Króatíu í gær, samkvæmt AP fréttaveitunni, og mun taka einhvern tíma að sigla því til Karíbahafsins. Sjá einnig: Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Talið er mögulegt að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ætli sér að reyna að koma Nicolás Maduro, einræðisherra landsins, frá völdum en hann hefur verið ákærður í Bandaríkjunum fyrir fíkniefnasmygl og hryðjuverkastarfsemi. Tilkynnt var í gær að tíunda slíka árásin hefði verið gerð frá því í september. AÐ minnsta kosti 43 hafa fallið í þessum árásum. Pete Hegseth, varnarmálaráðherra, heldur því fram að báturinn sem sprengdur var í gær hafi verið í eigu Tren de Aragua glæpasamtakanna. Bandaríkjamenn halda því fram að Maduro leiði glæpasamtökin en hann hefur hafnað því. Trump vilji nýtt „eilífðarstríð“ Bandaríkjamenn viðurkenna ekki ríkisstjórn Maduro en hann sór embættiseið á nýjan leik í janúar, eftir kosningar sem hafa verið fordæmdar víða um heim vegna meints svindls hans. Stjórnarandstaða Venesúela kom höndum yfir gögn úr kosningavélum landsins og sérfræðingar víða um heim hafa sannreynt gögnin en samkvæmt þeim sigraði stjórnarandstaðan kosningarnar með yfirburðum. Maduro birti þó aðrar niðurstöður og hélt völdum. Bandaríkjamenn hafa beint sjónum sínum að Maduro undir því yfirskini að hann og ríkisstjórn hans komi með beinum og umfangsmiklum hætti að smygli fíkniefna til Bandaríkjanna. Sérfræðingar hafa þó sagt, samkvæmt BBC, að umsvifin séu tiltölulega lítil. Í ávarpi sem Maduro gaf í gærkvöldi sagði hann að Bandaríkjamenn væru að reyna að skapa nýtt „eilífðarstríð“. Þeir hefðu lofað því að gera slíkt ekki aftur en væru nú markvisst að reyna að skapa það. Trump hefur gefið til kynna að hann sé opinn fyrir því að nota hermenn til árása á jörðu niðri í Venesúela. Þá sagði CNN frá því í gærkvöldi að Trump væri að íhuga áætlanir um loftárásir í Venesúela en þeir eiga víst að beinast gegn kókaínframleiðslu og smygli.
Bandaríkin Donald Trump Hernaður Venesúela Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fleiri fréttir Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Sjá meira