Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Sunna Sæmundsdóttir skrifar 26. október 2025 20:02 Til vinstri má sjá fréttakonu N1 sem sat undir fúkyrðaflaum í útsendingu en fjölmiðilinn tók saman myndband sem sýnir árásir gegn starfsfólki miðilsins. Til vinstri er Igor Bozic, ritstjóri N1. vísir/samsett Ítrekað er ráðist að fjölmiðlafólki í Serbíu með ofbeldi. Ritstjóri á nær einu frjálsu sjónvarpsfréttastöð landsins biðlar til Evrópuríkja um að fordæma aðför ráðamanna að fjölmiðlafrelsi. Forseti Serbíu freisti þess að ná stjórn á miðlinum. Hér að neðan sjá brot því ofbeldi sem fréttafólk sem vinnur hjá miðlinum N1 í Serbíu verður fyrir í vinnunni. Í ljósi ítrekaðra árasa tóku þau saman nokkur atvik sem náðust á myndbönd og sýndu fulltrúum fréttastofu. Klippa: Árásir á fjölmiðlafólk Ritstjóri segir árásirnar að minnsta kosti fjörutíu á árinu. „Þetta eru ekki bara árásir frá mótmælendum sem eru fylgjandi stjórnvöldum, heldur einnig árásir af hálfu lögreglunnar,“ segir Igor Bozic, ritstjóri N1. Árásirnar hafi margsinnis verið tilkynntar en viðbrögðin séu engin. Reynt að láta reka ritstjórann N1 er ein fárra frjálsra sjónvarpsstöðva í landinu, sem ekki eru með tengsl við ríkið. Hún er sú langstærsta af þeirri tegund og í raun sú eina sem sinnir landinu öllu. Stöðin er í eigu móðurfélagsins United Group og á dögunum var gerð opinber upptaka af símtali þar sem forstjóri United heyrist ræða kröfu forsetans Aleksandr Vucic um að framkvæmdastjóri félagsins verði rekinn. Að sögn Igors laut krafan að því að framkvæmdastjórinn yrði fyrst látinn fara og að síðan yrði ráðist í breytingar á skipuriti fjölmiðilsins, sem myndu enda með hans eigin uppsögn. Ráðamenn vilji losna við gagnrýni fyrir kosningar. Igor segir það mikið áhyggjuefni. „Jafnvel í síðustu kosningum var mikið um svindl og meira að segja á sjálfan kjördag. Við sáum fólk frá Bosníu flutt með rútum yfir landamærin til Serbíu til þess að greiða atkvæði. Ef við hefðum ekki greint frá því hefði enginn gert það.“ Serbía er neðarlega á lista blaðamanna án landamæra yfir fjölmiðlafrelsi í 180 ríkjum, eða í nítugasta og sjötta sæti. Til samanburðar eru Íslendingar í því sautjánda, þó talsvert neðar en hin Norðurlöndin sem skipa toppsætin. Serbía er í 96. sæti á lista samtakanna Blaðamenn án landamæra yfir fjölmiðlafrelsi í heiminum. Ísland situr í 17. sæti, talsvert neðan en hin Norðurlöndin.Vísir Igor lýsir löngum aðdraganda að núverandi stöðu; grafið hafi verið undan miðlinum með ýmsum hætti. Blaðamenn sakaðir um að flytja falsfréttir og ganga erinda annarra. Hann biðlar til Evrópuríkja um að fordæma aðför ráðamanna og bendir á að Serbar séu meðal umsóknarríkja að Evrópusambandinu. „Ef þeir loka á okkur eða hafa áhrif á starfsemi okkar mun það leiða til svartnættis í fjölmiðlalandslagi Serbíu,“ segir Igor Bozic, ritstjóri N1. Fjölmiðlar Serbía Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Fleiri fréttir Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Sjá meira
Hér að neðan sjá brot því ofbeldi sem fréttafólk sem vinnur hjá miðlinum N1 í Serbíu verður fyrir í vinnunni. Í ljósi ítrekaðra árasa tóku þau saman nokkur atvik sem náðust á myndbönd og sýndu fulltrúum fréttastofu. Klippa: Árásir á fjölmiðlafólk Ritstjóri segir árásirnar að minnsta kosti fjörutíu á árinu. „Þetta eru ekki bara árásir frá mótmælendum sem eru fylgjandi stjórnvöldum, heldur einnig árásir af hálfu lögreglunnar,“ segir Igor Bozic, ritstjóri N1. Árásirnar hafi margsinnis verið tilkynntar en viðbrögðin séu engin. Reynt að láta reka ritstjórann N1 er ein fárra frjálsra sjónvarpsstöðva í landinu, sem ekki eru með tengsl við ríkið. Hún er sú langstærsta af þeirri tegund og í raun sú eina sem sinnir landinu öllu. Stöðin er í eigu móðurfélagsins United Group og á dögunum var gerð opinber upptaka af símtali þar sem forstjóri United heyrist ræða kröfu forsetans Aleksandr Vucic um að framkvæmdastjóri félagsins verði rekinn. Að sögn Igors laut krafan að því að framkvæmdastjórinn yrði fyrst látinn fara og að síðan yrði ráðist í breytingar á skipuriti fjölmiðilsins, sem myndu enda með hans eigin uppsögn. Ráðamenn vilji losna við gagnrýni fyrir kosningar. Igor segir það mikið áhyggjuefni. „Jafnvel í síðustu kosningum var mikið um svindl og meira að segja á sjálfan kjördag. Við sáum fólk frá Bosníu flutt með rútum yfir landamærin til Serbíu til þess að greiða atkvæði. Ef við hefðum ekki greint frá því hefði enginn gert það.“ Serbía er neðarlega á lista blaðamanna án landamæra yfir fjölmiðlafrelsi í 180 ríkjum, eða í nítugasta og sjötta sæti. Til samanburðar eru Íslendingar í því sautjánda, þó talsvert neðar en hin Norðurlöndin sem skipa toppsætin. Serbía er í 96. sæti á lista samtakanna Blaðamenn án landamæra yfir fjölmiðlafrelsi í heiminum. Ísland situr í 17. sæti, talsvert neðan en hin Norðurlöndin.Vísir Igor lýsir löngum aðdraganda að núverandi stöðu; grafið hafi verið undan miðlinum með ýmsum hætti. Blaðamenn sakaðir um að flytja falsfréttir og ganga erinda annarra. Hann biðlar til Evrópuríkja um að fordæma aðför ráðamanna og bendir á að Serbar séu meðal umsóknarríkja að Evrópusambandinu. „Ef þeir loka á okkur eða hafa áhrif á starfsemi okkar mun það leiða til svartnættis í fjölmiðlalandslagi Serbíu,“ segir Igor Bozic, ritstjóri N1.
Fjölmiðlar Serbía Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Fleiri fréttir Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Sjá meira
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila