Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. október 2025 06:30 Josko Gvardiol lyftir hér Englandsmeistaratitlinum en hann hefur spilað stórt hlutverk í liði Manchester City undanfarin ár. Getty/Michael Regan Jokso Gvardiol er í dag í stóru hlutverki hjá bæði enska stórliðinu Manchester City og króatíska landsliðinu en það hefði vel getað endað allt öðruvísi. Gvardiol segir frá því að hann var næstum því hættur í fótbolta sem unglingur. Hann var þá að íhuga það alvarlega að spila frekar körfubolta „til að vera hamingjusamari“ eins og hann orðaði það. Varnarmaðurinn frá Manchester City tók næstum því þessa stóru ákvörðun þegar hann spilaði fyrir Dinamo Zagreb. Gvardiol, sem þá var sextán ára, var ekki að komast í aðallið Zagreb svo hann leitaði annars staðar til að finna mögulegan ferli í atvinnuíþróttum. 🎙️ Joško Gvardiol on almost quitting football during his Dinamo days:"I was thinking about quitting because I also love basketball." [BBC]#Gvardiol #ManchesterCity pic.twitter.com/XqGi1B9mQW— Croatian Football (@CroatiaFooty) October 23, 2025 „Ég var að hugsa um að hætta því mér finnst körfubolti líka skemmtilegur,“ sagði Jokso Gvardiol við breska ríkisútvarpið. „Ég var ekki viss um það að vilja halda áfram í fótbolta lengur því þegar ég mætti á æfingasvæðið þá var ég ekki lengur hamingjusamur. Ég var bara að reyna að finna aðrar lausnir og verða hamingjusamari. Allir vinir mínir voru að spila körfubolta og það kom því til greina að fara þangað,“ sagði Gvardiol. Gvardiol komst að lokum inn í liðið hjá Dinamo Zagreb þar sem hann vann meistaratitilinn tvö ár í röð í Króatíu. Félagaskipti hans til RB Leipzig fyrir sextán milljónir punda gerðu hann síðan að dýrasta króatíska unglingnum frá upphafi. Manchester City keypti Gvardiol síðan fyrir tveimur árum fyrir 77 milljónir punda sem gerir hann að næstdýrasta varnarmanni sögunnar. Aðeins kaup á Harry Maguire til Manchester United kostuðu meira. Gvardiol hefur skorað fleiri mörk í ensku úrvalsdeildinni en nokkur annar varnarmaður síðan hann kom til City. Hann spilaði í 55 af 61 leik City á síðasta tímabili sem miðvörður og vinstri bakvörður. Króatinn hefur nýlega spilað sem vinstri miðvörður í fimm leikja ósigraða röð fyrir City. „Ég er ánægður að vera kominn aftur í mína stöðu,“ sagði hann. „Auðvitað höfum við ný markmið á þessu tímabili og við viljum stefna hátt.“ En ég vil gjarnan segja að það sé frekar snemmt að tala um markmið okkar, tímabilið er langt svo við skulum taka leik fyrir leik.“ View this post on Instagram A post shared by Match of the Day (@bbcfootball) Enski boltinn Mest lesið Aserbaísjan - Ísland | Strákarnir okkar verða að sækja sigur í Bakú Fótbolti Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Fótbolti Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Íslenski boltinn Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Fótbolti Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Fótbolti Drap Messi-drauminn í fæðingu: „Ekki raunhæft“ Fótbolti Jóhann Berg byrjar og spilar landsleik númer hundrað í kvöld Fótbolti Fleiri fréttir Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Sjá meira
Gvardiol segir frá því að hann var næstum því hættur í fótbolta sem unglingur. Hann var þá að íhuga það alvarlega að spila frekar körfubolta „til að vera hamingjusamari“ eins og hann orðaði það. Varnarmaðurinn frá Manchester City tók næstum því þessa stóru ákvörðun þegar hann spilaði fyrir Dinamo Zagreb. Gvardiol, sem þá var sextán ára, var ekki að komast í aðallið Zagreb svo hann leitaði annars staðar til að finna mögulegan ferli í atvinnuíþróttum. 🎙️ Joško Gvardiol on almost quitting football during his Dinamo days:"I was thinking about quitting because I also love basketball." [BBC]#Gvardiol #ManchesterCity pic.twitter.com/XqGi1B9mQW— Croatian Football (@CroatiaFooty) October 23, 2025 „Ég var að hugsa um að hætta því mér finnst körfubolti líka skemmtilegur,“ sagði Jokso Gvardiol við breska ríkisútvarpið. „Ég var ekki viss um það að vilja halda áfram í fótbolta lengur því þegar ég mætti á æfingasvæðið þá var ég ekki lengur hamingjusamur. Ég var bara að reyna að finna aðrar lausnir og verða hamingjusamari. Allir vinir mínir voru að spila körfubolta og það kom því til greina að fara þangað,“ sagði Gvardiol. Gvardiol komst að lokum inn í liðið hjá Dinamo Zagreb þar sem hann vann meistaratitilinn tvö ár í röð í Króatíu. Félagaskipti hans til RB Leipzig fyrir sextán milljónir punda gerðu hann síðan að dýrasta króatíska unglingnum frá upphafi. Manchester City keypti Gvardiol síðan fyrir tveimur árum fyrir 77 milljónir punda sem gerir hann að næstdýrasta varnarmanni sögunnar. Aðeins kaup á Harry Maguire til Manchester United kostuðu meira. Gvardiol hefur skorað fleiri mörk í ensku úrvalsdeildinni en nokkur annar varnarmaður síðan hann kom til City. Hann spilaði í 55 af 61 leik City á síðasta tímabili sem miðvörður og vinstri bakvörður. Króatinn hefur nýlega spilað sem vinstri miðvörður í fimm leikja ósigraða röð fyrir City. „Ég er ánægður að vera kominn aftur í mína stöðu,“ sagði hann. „Auðvitað höfum við ný markmið á þessu tímabili og við viljum stefna hátt.“ En ég vil gjarnan segja að það sé frekar snemmt að tala um markmið okkar, tímabilið er langt svo við skulum taka leik fyrir leik.“ View this post on Instagram A post shared by Match of the Day (@bbcfootball)
Enski boltinn Mest lesið Aserbaísjan - Ísland | Strákarnir okkar verða að sækja sigur í Bakú Fótbolti Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Fótbolti Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Íslenski boltinn Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Fótbolti Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Fótbolti Drap Messi-drauminn í fæðingu: „Ekki raunhæft“ Fótbolti Jóhann Berg byrjar og spilar landsleik númer hundrað í kvöld Fótbolti Fleiri fréttir Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Sjá meira