„Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ Sindri Sverrisson skrifar 22. október 2025 11:01 Þorlákur Árnason var allt annað en sáttur við vinnubrögð Arnars Þórs Stefánssonar eftir að hann lét reka Þorlák af velli. Sýn Sport Þorlákur Árnason, þjálfari ÍBV, verður í leikbanni í lokaumferð Bestu deildarinnar í fótbolta vegna rauða spjaldsins sem hann fékk á leiknum við KR á sunnudaginn. Sérfræðingar Stúkunnar heyrðu þó ekkert sem þeir töldu réttlæta brottrekstur Þorláks. Rauða spjaldið og aðdragandi þess var til umræðu í frábærum þætti af Stúkunni á mánudagskvöld og má heyra umræðuna og köll manna á vellinum hér að neðan. Klippa: Stúkan - Þorlákur hneykslaður eftir rautt spjald Þorlákur fékk munnlega viðvörun á 67. mínútu leiksins eftir köll sín þegar KR-ingurinn Guðmundur Andri Tryggvason lá á vellinum. „Í guðanna bænum stattu í fæturna,“ heyrðist kallað og í kjölfarið fór dómarinn Helgi Mikael Jónasson að Þorláki og varaði hann við: „Annað svona og þá ferðu upp í stúku. Ég ætlast til virðingar gagnvart mér og öðrum. Hættu!“ „Má ég ekki tala við þig? Af hverju má ég ekki tala við dómarann?“ spurði Þorlákur og fékk þau svör frá varadómaranum Arnari Þór Stefánssyni að hann væri löngu kominn yfir línuna. Í kjölfarið virðist Guðmundur Andri hafa látið ljót orð falla í garð Þorláks en það endaði þó með því að Arnar kallaði á Helga Mikael og lét reka Þorlák af velli. Guðmundur Andri sagði ,,þegiðu sköllótta helvítið þitt’’ við Þorlák Árnason. Ekki fallegt. pic.twitter.com/qxAlG8pcTj— Kristján Óli Sigurðsson (@kristjanoli) October 19, 2025 Þorláki sárnaði greinilega brottreksturinn og spurði hann Arnar ítrekað: „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig? Heyrðiru hvað hann sagði við mig?“ Baldur Sigurðsson sagði í Stúkunni erfitt að vita hvað valdið hefði rauða spjaldinu: „Við alla vega heyrum hann ekki segja neitt ljótt sem að verðskuldar beint rautt spjald. Það virðist bara vera að Arnar hafi bara fengið nóg af honum tala, og það hafi verðskuldað beint rautt. Hann fékk ekki einu sinni gult til viðvörunar,“ sagði Baldur en umræðuna og atburðarásina á Meistaravöllum má sjá í spilaranum hér að ofan. Besta deild karla ÍBV Stúkan Mest lesið Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Þurftu að teipa bikarinn eftir fagnaðarlætin Fótbolti Siggi Raggi fetar í fótspor Gauja Þórðar Fótbolti 38 ára gamall Vardy í markastuði í Seríu A Fótbolti Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Stuð í klefanum hjá Víkingum eftir að sætið var í höfn - myndband Íslenski boltinn Fyrsti Futsal-landsleikur Íslands í beinni á Haukar TV Íslenski boltinn Ísland vann riðilinn í Búlgaríu með yfirburðum Fótbolti Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Handbolti Fleiri fréttir Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Sjá meira
Rauða spjaldið og aðdragandi þess var til umræðu í frábærum þætti af Stúkunni á mánudagskvöld og má heyra umræðuna og köll manna á vellinum hér að neðan. Klippa: Stúkan - Þorlákur hneykslaður eftir rautt spjald Þorlákur fékk munnlega viðvörun á 67. mínútu leiksins eftir köll sín þegar KR-ingurinn Guðmundur Andri Tryggvason lá á vellinum. „Í guðanna bænum stattu í fæturna,“ heyrðist kallað og í kjölfarið fór dómarinn Helgi Mikael Jónasson að Þorláki og varaði hann við: „Annað svona og þá ferðu upp í stúku. Ég ætlast til virðingar gagnvart mér og öðrum. Hættu!“ „Má ég ekki tala við þig? Af hverju má ég ekki tala við dómarann?“ spurði Þorlákur og fékk þau svör frá varadómaranum Arnari Þór Stefánssyni að hann væri löngu kominn yfir línuna. Í kjölfarið virðist Guðmundur Andri hafa látið ljót orð falla í garð Þorláks en það endaði þó með því að Arnar kallaði á Helga Mikael og lét reka Þorlák af velli. Guðmundur Andri sagði ,,þegiðu sköllótta helvítið þitt’’ við Þorlák Árnason. Ekki fallegt. pic.twitter.com/qxAlG8pcTj— Kristján Óli Sigurðsson (@kristjanoli) October 19, 2025 Þorláki sárnaði greinilega brottreksturinn og spurði hann Arnar ítrekað: „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig? Heyrðiru hvað hann sagði við mig?“ Baldur Sigurðsson sagði í Stúkunni erfitt að vita hvað valdið hefði rauða spjaldinu: „Við alla vega heyrum hann ekki segja neitt ljótt sem að verðskuldar beint rautt spjald. Það virðist bara vera að Arnar hafi bara fengið nóg af honum tala, og það hafi verðskuldað beint rautt. Hann fékk ekki einu sinni gult til viðvörunar,“ sagði Baldur en umræðuna og atburðarásina á Meistaravöllum má sjá í spilaranum hér að ofan.
Besta deild karla ÍBV Stúkan Mest lesið Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Þurftu að teipa bikarinn eftir fagnaðarlætin Fótbolti Siggi Raggi fetar í fótspor Gauja Þórðar Fótbolti 38 ára gamall Vardy í markastuði í Seríu A Fótbolti Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Stuð í klefanum hjá Víkingum eftir að sætið var í höfn - myndband Íslenski boltinn Fyrsti Futsal-landsleikur Íslands í beinni á Haukar TV Íslenski boltinn Ísland vann riðilinn í Búlgaríu með yfirburðum Fótbolti Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Handbolti Fleiri fréttir Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Sjá meira