Hafna aftur tillögu Trumps Samúel Karl Ólason skrifar 20. október 2025 11:07 Vladimír Pútin og Dmitrí Peskóv. AP/Grigory Sysoyev, Sputnik Rússar hafa hafnað tillögu Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, um skilyrðislaust vopnahlé svo hægt sé að hefja almennilegar friðarviðræður. Trump hefur áður lagt fram sambærilegar tillgöur sem Úkraínumenn hafa samþykkt en Rússar ekki. Dmitrí Peskóv, talsmaður Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, sagði í samtali við blaðamenn í morgun að afstaða Rússa gagnvart tillögum þessum væri óbreytt. Sú afstaða er, eins og Pútín hefur ítrekað tekið fram, að leysa þurfi „grunnástæður“ stríðsins í Úkraínu. Sjá einnig: „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Á viðburði í Rússlandi í morgun sagði Pútín að Rússar væru að reyna að skapa nýjan heim sem væri alfarið án nútíma nýlendustefnu og Rússahaturs. Þessi nýi heimur ætti að einkennast af virðingu fyrir menningu annarra, höfnun á rasisma og Rússahatri og að ekki ætti að leyfa ríkjum koma vilja sínum yfir önnur sjálfstæð ríki. Þrýstir aftur á Úkraínumenn Trump sagði við blaðamenn í gærkvöldi að hann væri þeirrar skoðunar að skipta þyrfti Donbas-svæðinu svokallaða, Dónetsk og Lúhansk, upp í þau svæði sem fylkingarnar stjórna nú. Stöðva þurfi átökin á víglínunni eins og hún er og seinna meir geti Úkraínumenn og Rússar samið. Átökin þurfi að „stoppa á víglínunni. Farið heim. Hættið að berjast. Hættið að drepa fólk,“ sagði Trump. Fox sýndi viðtal við Trump í gær, sunnudag, þar sem hann sagði að Pútín myndi aldrei sætta sig við að fá ekki neitt eftir fjögurra ára stríð í Úkraínu. „Þeir börðust og hann er með mikið af landsvæði. Hann hefur unnið tiltekið landsvæði,“ sagði Trump um Pútín, í viðtali sem tekið var upp á fimmtudaginn í síðustu viku, áður en Trump ræddi við Pútín og Vólódímír Selenskí, forseta Úkraínu. Sjá einnig: Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Fyrir símtalið með Pútín gaf Trump til kynna að hann væri tilbúinn til að herða refsiaðgerðir gegn Rússlandi og jafnvel selja Úkraínumönnum bandarískar stýriflaugar. Sá tónn breyttist mjög eftir símtalið en Trump hefur ítrekað neitað að standa við stóru orðin þegar kemur að Rússlandi. Trump tilkynnti eftir símtalið að hann ætlaði að funda með Pútín í Ungverjalandi á næstunni. Peskóv sagði í morgun að Pútín vonaðist til þess að þar væri hægt að finna tækifæri til að koma á friði í Úkraínu. Það væri það mikilvægasta sem yrði rætt á fundinum en einnig yrðu samskipti Bandaríkjanna og Rússlands rædd. Financial Times segir að á fundi Trumps og Selenskís á föstudaginn hafi Trump ítrekað fyrir Úkraínumönnum að Pútín hefði sagt sér að innrásin í Úkraínu væri ekki stríð, heldur „sértæk hernaðaraðgerð“ eins og Rússar hafa oft kallað innrásina. Trump mun hafa sagt Selenskí að ef hann semdi ekki myndi Pútín heyja alvöru stríð gegn Úkraínu og rústa Úkraínu. Rússland Vladimír Pútín Bandaríkin Donald Trump Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Tengdar fréttir Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Donald Trump Bandaríkjaforseti segir að fundur hans með Selenskí í gær hafi verið áhugaverður og góður. Hann hvatti Selenskí til að stöðva blóðsúthellingarnar og ganga til friðarviðræðna. 18. október 2025 08:38 Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ræddi í dag við Vladimír Pútin, forseta Rússlands. Þetta var í fyrsta sinn sem þeir ræddu saman síðan þeir funduðu í Alaska en síðan þá er útlit fyrir að Trump hafi orðið sífellt meira ósáttur við Pútín og framgöngu rússneska forsetans. 16. október 2025 16:24 Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði í gær að Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, hefði fullvissað hann um að Indland myndi hætt að kaupa olíu frá Rússlandi. 16. október 2025 06:45 Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Innlent „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Innlent Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Innlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Erlent Fleiri fréttir Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sjá meira
Dmitrí Peskóv, talsmaður Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, sagði í samtali við blaðamenn í morgun að afstaða Rússa gagnvart tillögum þessum væri óbreytt. Sú afstaða er, eins og Pútín hefur ítrekað tekið fram, að leysa þurfi „grunnástæður“ stríðsins í Úkraínu. Sjá einnig: „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Á viðburði í Rússlandi í morgun sagði Pútín að Rússar væru að reyna að skapa nýjan heim sem væri alfarið án nútíma nýlendustefnu og Rússahaturs. Þessi nýi heimur ætti að einkennast af virðingu fyrir menningu annarra, höfnun á rasisma og Rússahatri og að ekki ætti að leyfa ríkjum koma vilja sínum yfir önnur sjálfstæð ríki. Þrýstir aftur á Úkraínumenn Trump sagði við blaðamenn í gærkvöldi að hann væri þeirrar skoðunar að skipta þyrfti Donbas-svæðinu svokallaða, Dónetsk og Lúhansk, upp í þau svæði sem fylkingarnar stjórna nú. Stöðva þurfi átökin á víglínunni eins og hún er og seinna meir geti Úkraínumenn og Rússar samið. Átökin þurfi að „stoppa á víglínunni. Farið heim. Hættið að berjast. Hættið að drepa fólk,“ sagði Trump. Fox sýndi viðtal við Trump í gær, sunnudag, þar sem hann sagði að Pútín myndi aldrei sætta sig við að fá ekki neitt eftir fjögurra ára stríð í Úkraínu. „Þeir börðust og hann er með mikið af landsvæði. Hann hefur unnið tiltekið landsvæði,“ sagði Trump um Pútín, í viðtali sem tekið var upp á fimmtudaginn í síðustu viku, áður en Trump ræddi við Pútín og Vólódímír Selenskí, forseta Úkraínu. Sjá einnig: Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Fyrir símtalið með Pútín gaf Trump til kynna að hann væri tilbúinn til að herða refsiaðgerðir gegn Rússlandi og jafnvel selja Úkraínumönnum bandarískar stýriflaugar. Sá tónn breyttist mjög eftir símtalið en Trump hefur ítrekað neitað að standa við stóru orðin þegar kemur að Rússlandi. Trump tilkynnti eftir símtalið að hann ætlaði að funda með Pútín í Ungverjalandi á næstunni. Peskóv sagði í morgun að Pútín vonaðist til þess að þar væri hægt að finna tækifæri til að koma á friði í Úkraínu. Það væri það mikilvægasta sem yrði rætt á fundinum en einnig yrðu samskipti Bandaríkjanna og Rússlands rædd. Financial Times segir að á fundi Trumps og Selenskís á föstudaginn hafi Trump ítrekað fyrir Úkraínumönnum að Pútín hefði sagt sér að innrásin í Úkraínu væri ekki stríð, heldur „sértæk hernaðaraðgerð“ eins og Rússar hafa oft kallað innrásina. Trump mun hafa sagt Selenskí að ef hann semdi ekki myndi Pútín heyja alvöru stríð gegn Úkraínu og rústa Úkraínu.
Rússland Vladimír Pútín Bandaríkin Donald Trump Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Tengdar fréttir Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Donald Trump Bandaríkjaforseti segir að fundur hans með Selenskí í gær hafi verið áhugaverður og góður. Hann hvatti Selenskí til að stöðva blóðsúthellingarnar og ganga til friðarviðræðna. 18. október 2025 08:38 Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ræddi í dag við Vladimír Pútin, forseta Rússlands. Þetta var í fyrsta sinn sem þeir ræddu saman síðan þeir funduðu í Alaska en síðan þá er útlit fyrir að Trump hafi orðið sífellt meira ósáttur við Pútín og framgöngu rússneska forsetans. 16. október 2025 16:24 Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði í gær að Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, hefði fullvissað hann um að Indland myndi hætt að kaupa olíu frá Rússlandi. 16. október 2025 06:45 Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Innlent „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Innlent Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Innlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Erlent Fleiri fréttir Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sjá meira
Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Donald Trump Bandaríkjaforseti segir að fundur hans með Selenskí í gær hafi verið áhugaverður og góður. Hann hvatti Selenskí til að stöðva blóðsúthellingarnar og ganga til friðarviðræðna. 18. október 2025 08:38
Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ræddi í dag við Vladimír Pútin, forseta Rússlands. Þetta var í fyrsta sinn sem þeir ræddu saman síðan þeir funduðu í Alaska en síðan þá er útlit fyrir að Trump hafi orðið sífellt meira ósáttur við Pútín og framgöngu rússneska forsetans. 16. október 2025 16:24
Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði í gær að Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, hefði fullvissað hann um að Indland myndi hætt að kaupa olíu frá Rússlandi. 16. október 2025 06:45