Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Samúel Karl Ólason skrifar 17. október 2025 08:16 John Bolton, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Hvíta hússins. AP/Michael Dwyer John Bolton, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, sem varð svo mikill gagnrýnandi forsetans, var í gær ákærður. Hann er meðal annars sakaður um að hafa geymt leynileg skjöl heima hjá sér og að deila leynilegum upplýsingum með ættingjum sínum. Bolton var ákærður af ákærudómstól í Maryland í gær en rætur málsins má rekja til ríkisstjórnar Joes Biden, fyrrverandi forseta. Ákæran er í átján liðum og er Bolton sakaður um að hafa notað persónulegt tölvupósthólf og samskiptaforrit til að deila glósum um opinber störf sín sem þjóðaröryggisráðgjafi árin 2018 og 2019 með tveimur ættingjum sínum. Þeir ættingjar höfðu ekki heimild til að skoða ríkisleyndarmál, sem glósurnar eru sagðar hafa innihaldið. Þar að auki munu íranskir útsendarar hafa komist inn í tölvupósta hans árið 2021. Sjá einnig: Reyndi að ráða þjóðaröryggisráðgjafa Trumps af dögum Samkvæmt yfirlýsingu á vef dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna innihéldu glósurnar meðal annars leynilegar upplýsingar um mögulegar árásir Bandaríkjamanna, andstæðinga Bandaríkjanna og utanríkismál. Bolton, sem er 76 ára gamall, stendur frammi fyrir allt að tíu ára fangelsisvist fyrir hvern ákærulið, verði hann sakfelldur, eða alls 180 ár. „Vondur maður“ Bolton yfirgaf Hvíta húsið með látum á fyrsta kjörtímabili Trumps og síðan þá hafa þeir tveir eldað grátt silfur saman á opinberum vettvangi. Trump var spurður út í ákæruna í gær og tók hann fregnunum vel. „Hann er vondur maður,“ sagði Trump um Bolton. Þó Bolton sé á lista nokkurra meintra andstæðinga Trumps sem hafa verið ákærðir að undanförnu hófst rannsóknin á meintum brotum hans í tíð ríkisstjórnar Joes Biden, forvera Trumps. Samkvæmt heimildum New York Times fundu starfsmenn leyniþjónusta Bandaríkjanna vísbendingar um að Bolton hefði brotið af sér og er rannsóknin sögð hafa farið eðlilegan farveg. Búist er við því að Bolton muni gefa sig fram við lögreglu seinna í dag og verða í kjölfarið fluttur fyrir dómara. Þriðji andstæðingurinn sem er ákærður Í síðustu viku var Letitia James, ríkissaksóknari New York-ríkis, ákærð fyrir fjársvik í Virginíu. Hún stóð fyrir lögsókn gegn Trump þar sem hann var sakfelldur fyrir umfangsmikil fjársvik og skjalafals. James var þar að auki meðal þeirra sem Trump fór fyrir mistök opinberlega fram á að Pam Bondi, dómsmálaráðherra, myndi ákæra. Áður hafði James Comey, fyrrverandi yfirmaður Alríkislögreglu Bandaríkjanna, verið ákærður en hann var einnig meðal þeirra sem Trump krafðist af Bondi að yrðu ákærð. Í báðum tilfellum höfðu saksóknarar sem töldu ekki tilefni til ákæra verið reknir og fyrrverandi einkalögmaður Trumps skipaður í þeirra stað. Bandaríkin Donald Trump Erlend sakamál Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fleiri fréttir Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Sjá meira
Bolton var ákærður af ákærudómstól í Maryland í gær en rætur málsins má rekja til ríkisstjórnar Joes Biden, fyrrverandi forseta. Ákæran er í átján liðum og er Bolton sakaður um að hafa notað persónulegt tölvupósthólf og samskiptaforrit til að deila glósum um opinber störf sín sem þjóðaröryggisráðgjafi árin 2018 og 2019 með tveimur ættingjum sínum. Þeir ættingjar höfðu ekki heimild til að skoða ríkisleyndarmál, sem glósurnar eru sagðar hafa innihaldið. Þar að auki munu íranskir útsendarar hafa komist inn í tölvupósta hans árið 2021. Sjá einnig: Reyndi að ráða þjóðaröryggisráðgjafa Trumps af dögum Samkvæmt yfirlýsingu á vef dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna innihéldu glósurnar meðal annars leynilegar upplýsingar um mögulegar árásir Bandaríkjamanna, andstæðinga Bandaríkjanna og utanríkismál. Bolton, sem er 76 ára gamall, stendur frammi fyrir allt að tíu ára fangelsisvist fyrir hvern ákærulið, verði hann sakfelldur, eða alls 180 ár. „Vondur maður“ Bolton yfirgaf Hvíta húsið með látum á fyrsta kjörtímabili Trumps og síðan þá hafa þeir tveir eldað grátt silfur saman á opinberum vettvangi. Trump var spurður út í ákæruna í gær og tók hann fregnunum vel. „Hann er vondur maður,“ sagði Trump um Bolton. Þó Bolton sé á lista nokkurra meintra andstæðinga Trumps sem hafa verið ákærðir að undanförnu hófst rannsóknin á meintum brotum hans í tíð ríkisstjórnar Joes Biden, forvera Trumps. Samkvæmt heimildum New York Times fundu starfsmenn leyniþjónusta Bandaríkjanna vísbendingar um að Bolton hefði brotið af sér og er rannsóknin sögð hafa farið eðlilegan farveg. Búist er við því að Bolton muni gefa sig fram við lögreglu seinna í dag og verða í kjölfarið fluttur fyrir dómara. Þriðji andstæðingurinn sem er ákærður Í síðustu viku var Letitia James, ríkissaksóknari New York-ríkis, ákærð fyrir fjársvik í Virginíu. Hún stóð fyrir lögsókn gegn Trump þar sem hann var sakfelldur fyrir umfangsmikil fjársvik og skjalafals. James var þar að auki meðal þeirra sem Trump fór fyrir mistök opinberlega fram á að Pam Bondi, dómsmálaráðherra, myndi ákæra. Áður hafði James Comey, fyrrverandi yfirmaður Alríkislögreglu Bandaríkjanna, verið ákærður en hann var einnig meðal þeirra sem Trump krafðist af Bondi að yrðu ákærð. Í báðum tilfellum höfðu saksóknarar sem töldu ekki tilefni til ákæra verið reknir og fyrrverandi einkalögmaður Trumps skipaður í þeirra stað.
Bandaríkin Donald Trump Erlend sakamál Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fleiri fréttir Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Sjá meira