Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. október 2025 08:03 Wayne Rooney segir að þegar Mo Salah er ekki að skora eða búa til mörk fyrir Liverpool þá séu stórir gallar hans sýnilegri. EPA/ADAM VAUGHAN Manchester United-goðsögnin Wayne Rooney skrifar vandræði Liverpool í vetur meðal annars á það að Mohamed Salah leggi ekki nógu mikið á sig fyrir liðið. Hann vill að Arne Slot færi hann til inn á vellinum. Liverpool tapaði um síðustu helgi þriðja leiknum sínum í röð og í þessu 2-1 tapi á móti Chelsea átti Mohamed Salah mjög slakan leik. Salah var stórskotlegur á síðustu leiktíð en hefur verið langt frá því að fylgja þeirri frammistöðu eftir á þessu tímabili. Salah hefur aðeins skorað eitt mark úr opnum leik í efstu deild á þessu tímabili og Rooney gaf í skyn að þegar Salah er ekki að ráða úrslitum leikja með mörkum eða stoðsendingum beinist athyglin að öðrum þáttum í leik hans. Hann horfði bara á „Við vitum að hann kemur ekki alltaf til baka og verst jafn mikið, en í leiknum gegn Chelsea var bakvörðurinn hans gjörsamlega tekinn í gegn og hann horfði bara á,“ sagði fyrrverandi fyrirliði Englands í nýjasta þætti The Wayne Rooney Show. Breska ríkisútvarpið segir frá. „Hann kemur ekki til baka og hjálpar til, og leikmenn eins og [Virgil] Van Dijk og leiðtogarnir í búningsklefanum ættu að segja honum: ‚Þú þarft að hjálpa til‘. Þetta var áhyggjuefni og mér finnst hann hafa virst svolítið týndur síðustu vikuna,“ sagði Rooney. Wayne Rooney on Salah: "Over the last week, I would question his work ethic. We know he doesn't always get back and defend as much, but in the Chelsea game his full-back was getting torn apart and he was watching." pic.twitter.com/CRkj113frW— Anfield Edition | æ (@AnfieldEdition) October 6, 2025 „Þegar vel gengur og þú ert að skora mörk og vinna leiki er það frábært og liðið sættir sig við það en síðustu vikuna myndi ég efast um vinnusemi hans.“ Salah skoraði fjórða markið í 4-2 sigri Liverpool á Bournemouth í fyrstu umferðinni en eina annað mark hans í ensku úrvalsdeildinni var úr vítaspyrnu seint í leik gegn Burnley. Rooney ræddi líka aldur Salah sem er orðinn 33 ára. Færðu hann inn á miðjuna „Ég held að þegar maður eldist líka, hefði [Arne] Slot kannski getað litið á það og hugsað: ‚Chelsea er að gjörsigra okkur á kantinum‘. Færðu hann (Salah) inn á miðjuna og færðu [Florian] Wirtz út á kantinn og hefur samt þá vinnusemi þar og snilld Salah til að reyna að skora mörk. Bestu stjórarnir sjá þetta og aðlagast. Ég er ekki að segja að hann eigi að taka hann út úr liðinu,“ sagði Rooney. Lentum í þessu með Ronaldo „Við lentum í þessu með [Cristiano] Ronaldo hjá Manchester United sem sömuleiðis kom ekki til baka svo Fergie [Sir Alex Ferguson] færði hann inn á miðjuna, þannig að þú hefur enn jafnvægi í liðinu og vinnan er unnin. Hann færði hann inn á miðjuna svo hann er enn á vellinum því hann á alltaf möguleika á að skora mörk og vinna leiki,“ sagði Rooney. Enski boltinn Mest lesið Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Fótbolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Fótbolti Dagskráin í dag: Lokasóknin og Skotar og Danir slást um HM-sæti Sport Frá Klaksvík á Krókinn Íslenski boltinn Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Handbolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Fleiri fréttir Sesko úr leik fram í desember Liverpool-stjarnan grét í leikslok Lofar að fara sparlega með Isak Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Sjá meira
Liverpool tapaði um síðustu helgi þriðja leiknum sínum í röð og í þessu 2-1 tapi á móti Chelsea átti Mohamed Salah mjög slakan leik. Salah var stórskotlegur á síðustu leiktíð en hefur verið langt frá því að fylgja þeirri frammistöðu eftir á þessu tímabili. Salah hefur aðeins skorað eitt mark úr opnum leik í efstu deild á þessu tímabili og Rooney gaf í skyn að þegar Salah er ekki að ráða úrslitum leikja með mörkum eða stoðsendingum beinist athyglin að öðrum þáttum í leik hans. Hann horfði bara á „Við vitum að hann kemur ekki alltaf til baka og verst jafn mikið, en í leiknum gegn Chelsea var bakvörðurinn hans gjörsamlega tekinn í gegn og hann horfði bara á,“ sagði fyrrverandi fyrirliði Englands í nýjasta þætti The Wayne Rooney Show. Breska ríkisútvarpið segir frá. „Hann kemur ekki til baka og hjálpar til, og leikmenn eins og [Virgil] Van Dijk og leiðtogarnir í búningsklefanum ættu að segja honum: ‚Þú þarft að hjálpa til‘. Þetta var áhyggjuefni og mér finnst hann hafa virst svolítið týndur síðustu vikuna,“ sagði Rooney. Wayne Rooney on Salah: "Over the last week, I would question his work ethic. We know he doesn't always get back and defend as much, but in the Chelsea game his full-back was getting torn apart and he was watching." pic.twitter.com/CRkj113frW— Anfield Edition | æ (@AnfieldEdition) October 6, 2025 „Þegar vel gengur og þú ert að skora mörk og vinna leiki er það frábært og liðið sættir sig við það en síðustu vikuna myndi ég efast um vinnusemi hans.“ Salah skoraði fjórða markið í 4-2 sigri Liverpool á Bournemouth í fyrstu umferðinni en eina annað mark hans í ensku úrvalsdeildinni var úr vítaspyrnu seint í leik gegn Burnley. Rooney ræddi líka aldur Salah sem er orðinn 33 ára. Færðu hann inn á miðjuna „Ég held að þegar maður eldist líka, hefði [Arne] Slot kannski getað litið á það og hugsað: ‚Chelsea er að gjörsigra okkur á kantinum‘. Færðu hann (Salah) inn á miðjuna og færðu [Florian] Wirtz út á kantinn og hefur samt þá vinnusemi þar og snilld Salah til að reyna að skora mörk. Bestu stjórarnir sjá þetta og aðlagast. Ég er ekki að segja að hann eigi að taka hann út úr liðinu,“ sagði Rooney. Lentum í þessu með Ronaldo „Við lentum í þessu með [Cristiano] Ronaldo hjá Manchester United sem sömuleiðis kom ekki til baka svo Fergie [Sir Alex Ferguson] færði hann inn á miðjuna, þannig að þú hefur enn jafnvægi í liðinu og vinnan er unnin. Hann færði hann inn á miðjuna svo hann er enn á vellinum því hann á alltaf möguleika á að skora mörk og vinna leiki,“ sagði Rooney.
Enski boltinn Mest lesið Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Fótbolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Fótbolti Dagskráin í dag: Lokasóknin og Skotar og Danir slást um HM-sæti Sport Frá Klaksvík á Krókinn Íslenski boltinn Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Handbolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Fleiri fréttir Sesko úr leik fram í desember Liverpool-stjarnan grét í leikslok Lofar að fara sparlega með Isak Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Sjá meira