„Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Ester Ósk Árnadóttir skrifar 5. október 2025 17:41 Jón Þór Hauksson, nýráðinn þjálfari Vestra. Vísir/Vilhelm „Þetta er ótrúlega svekkjandi, leiðinlegt að leiða leikinn svona lengi og ná ekki að vinna.“ sagði Jón Þór Hauksson eftir 1-1 jafntefli á móti KA á Greifavellinum í dag. Þetta var fyrsti leikur Jón Þórs með liðið eftir þjálfaraskipti. „Það er líka alltaf svekkjandi að fá á sig mark úr föstu leikatriði sem við eigum að ráða við en á móti kemur að við skorum líka úr föstu leikatriði þannig að það er bara eins og það er.“ Jón Þór var ánægður með orkustig sinna manna í leiknum og leið sjálfum vel á hliðarlínunni. „Mér leið bara býsna vel á hliðarlínunni. Leikmenn voru að leggja mikið á sig í dag og það er jákvætt. Það var samheldni og liðsheild, við vorum þéttir og gáfum ekki mörg færi á okkur ekki nema þá kannski undir lokin þar sem heimamenn voru stutt frá því að skapa sér fleiri færi en ég held við getum verið nokkuð sáttir að fara með stig héðan. Þegar allt er tekið inn í myndina að þá er þetta gott stig þó menn séu auðvitað hundfúlir akkúrat núna. Mér fannst virkilega jákvæð orka í gangi hjá okkur en kannski var orkan KA megin síðustu tíu mínúturnar en margt sem ég er rosalega ánægður með í leik liðsins í dag.“ Orkustigið færðist yfir til KA menn þegar lítið lifði leiks en Jón Þór hafði svar við því. „Við byrjuðum með þrjá leikmenn sem hafa lítið spilað í sumar þannig að við vissum að þeir myndu ekki hafa sama orkustig og við vildum halda uppi allan leikinn. Við þurftum því að gera breytingar sem riðluðu aðeins skipulaginu hjá okkur. Að auki voru nokkrir leikmenn eftir á Ísafirði vegna meiðsla. Við verðum líka að hafa í huga að KA hafði unnið síðustu fimm heimaleiki sína þannig að það að taka stig héðan er alls ekki heimsendir. Þegar við horfum á okkar gengi í síðustu leikjum þá má segja að ákveðin blæðing hafi verið stöðvuð í dag. Liðið hafði ekki skorað í síðustu tveimur leikjum og fengið á sig mörg mörk, þannig að margt jákvætt má taka úr þessum leik.“ Það eru tveir leikir eftir af mótinu, Vestri er með örlög sín í sínum höndum fyrir þessa tvo leiki. „Þessi deild hefur verið út og suður í allt sumar, allir leikir eru erfiðir. Það snýst um að vera tilbúinn og leggja hart að sér. Nú kemur smá pása og þá þurfa menn að nýta hana vel, vera tilbúnir að leggja mikið á sig og halda orkustiginu háu í 90 mínútur næst.“ KA Vestri Besta deild karla Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Åge Hareide glímir við sjúkdóm Fótbolti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Fótbolti Skrautlegur ferðadagur Fótbolti Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Fótbolti Fleiri fréttir Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Sjá meira
„Það er líka alltaf svekkjandi að fá á sig mark úr föstu leikatriði sem við eigum að ráða við en á móti kemur að við skorum líka úr föstu leikatriði þannig að það er bara eins og það er.“ Jón Þór var ánægður með orkustig sinna manna í leiknum og leið sjálfum vel á hliðarlínunni. „Mér leið bara býsna vel á hliðarlínunni. Leikmenn voru að leggja mikið á sig í dag og það er jákvætt. Það var samheldni og liðsheild, við vorum þéttir og gáfum ekki mörg færi á okkur ekki nema þá kannski undir lokin þar sem heimamenn voru stutt frá því að skapa sér fleiri færi en ég held við getum verið nokkuð sáttir að fara með stig héðan. Þegar allt er tekið inn í myndina að þá er þetta gott stig þó menn séu auðvitað hundfúlir akkúrat núna. Mér fannst virkilega jákvæð orka í gangi hjá okkur en kannski var orkan KA megin síðustu tíu mínúturnar en margt sem ég er rosalega ánægður með í leik liðsins í dag.“ Orkustigið færðist yfir til KA menn þegar lítið lifði leiks en Jón Þór hafði svar við því. „Við byrjuðum með þrjá leikmenn sem hafa lítið spilað í sumar þannig að við vissum að þeir myndu ekki hafa sama orkustig og við vildum halda uppi allan leikinn. Við þurftum því að gera breytingar sem riðluðu aðeins skipulaginu hjá okkur. Að auki voru nokkrir leikmenn eftir á Ísafirði vegna meiðsla. Við verðum líka að hafa í huga að KA hafði unnið síðustu fimm heimaleiki sína þannig að það að taka stig héðan er alls ekki heimsendir. Þegar við horfum á okkar gengi í síðustu leikjum þá má segja að ákveðin blæðing hafi verið stöðvuð í dag. Liðið hafði ekki skorað í síðustu tveimur leikjum og fengið á sig mörg mörk, þannig að margt jákvætt má taka úr þessum leik.“ Það eru tveir leikir eftir af mótinu, Vestri er með örlög sín í sínum höndum fyrir þessa tvo leiki. „Þessi deild hefur verið út og suður í allt sumar, allir leikir eru erfiðir. Það snýst um að vera tilbúinn og leggja hart að sér. Nú kemur smá pása og þá þurfa menn að nýta hana vel, vera tilbúnir að leggja mikið á sig og halda orkustiginu háu í 90 mínútur næst.“
KA Vestri Besta deild karla Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Åge Hareide glímir við sjúkdóm Fótbolti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Fótbolti Skrautlegur ferðadagur Fótbolti Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Fótbolti Fleiri fréttir Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Sjá meira