Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 1. október 2025 20:30 Áhöfn Sirius-Haifa bíður eftir ísraelska sjóhernum. Skjáskot Að minnsta kosti tuttugu ísraelskir hermenn hafa ruðst um borð í eitt skipa Frelsisflotans svokallaða sem var á leið til Gasasvæðisins með aðgerðasinna, blaðamenn, heilbrigðisstarfsmenn og neyðarbirgðir um borð. Um er að ræða annað skip en það sem aðgerðasinninn íslenski Margrét Kristín Blöndal siglir með. Samkvæmt umfjöllun Guardian nálguðust tuttugu herskip hið minnsta flotann þar sem hann sigldi út fyrir strönd Egyptalands. Ísraelski sjóherinn tilkynnti farþegum flotans að þeir væru að nálgast hafsvæði sem sætti herkví og að vildu þeir koma birgðum til hungursorfinnar Gasastrandarinnar yrðu þau að breyta um stefnu til hafnarborgarinnar ísraelsku Ashdod. Skipunum var skipað að slökkva á vélum bátanna, að sögn farþeganna. Beint streymi er af þilförum margra bátanna og á myndefninu þaðan má sjá farþegana alla sitja í hring í björgunarvestum. Útsending margra streymanna hefur verið rofin. Samkvæmt umfjöllun miðilsins Drop Site News sem er með blaðamann um borð í skipinu sem farið var um borð í var farþegunum skipað að fleygja farsímum sínum fyrir borð. Ritstjórnin hefur misst samband við blaðamanninn. Frelsisflotinn samanstendur af rúmlega fjörutíu bátum og fimm hundruð aðgerðasinnum, stjórnmálamönnum og lögmönnum. Á meðal þeirra er aðgerðasinninn sænski Greta Thunberg og leikkonan Susan Sarandon. Auk þeirra er um borð í einu skipanna tónlistarkonan og aðgerðasinninn íslenski Margrét Kristín Blöndal, betur þekkt sem Magga Stína, en hennar bátur lagði af stað í gær og er talsvert langt frá hættusvæðinu svokallaða. Það er svæðið sem Ísraelar leyfa sér að taka fólk fast á þrátt fyrir að það sé enn ekki innan löghelgi Ísraels. Utanríkisráðuneyti Ísraels hefur staðfest í yfirlýsingu að nokkrir báta flotans hafi verið stöðvaðir og að farþegar þeirra verði fluttir til hafnar í Ísrael. Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Fleiri fréttir Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Sjá meira
Samkvæmt umfjöllun Guardian nálguðust tuttugu herskip hið minnsta flotann þar sem hann sigldi út fyrir strönd Egyptalands. Ísraelski sjóherinn tilkynnti farþegum flotans að þeir væru að nálgast hafsvæði sem sætti herkví og að vildu þeir koma birgðum til hungursorfinnar Gasastrandarinnar yrðu þau að breyta um stefnu til hafnarborgarinnar ísraelsku Ashdod. Skipunum var skipað að slökkva á vélum bátanna, að sögn farþeganna. Beint streymi er af þilförum margra bátanna og á myndefninu þaðan má sjá farþegana alla sitja í hring í björgunarvestum. Útsending margra streymanna hefur verið rofin. Samkvæmt umfjöllun miðilsins Drop Site News sem er með blaðamann um borð í skipinu sem farið var um borð í var farþegunum skipað að fleygja farsímum sínum fyrir borð. Ritstjórnin hefur misst samband við blaðamanninn. Frelsisflotinn samanstendur af rúmlega fjörutíu bátum og fimm hundruð aðgerðasinnum, stjórnmálamönnum og lögmönnum. Á meðal þeirra er aðgerðasinninn sænski Greta Thunberg og leikkonan Susan Sarandon. Auk þeirra er um borð í einu skipanna tónlistarkonan og aðgerðasinninn íslenski Margrét Kristín Blöndal, betur þekkt sem Magga Stína, en hennar bátur lagði af stað í gær og er talsvert langt frá hættusvæðinu svokallaða. Það er svæðið sem Ísraelar leyfa sér að taka fólk fast á þrátt fyrir að það sé enn ekki innan löghelgi Ísraels. Utanríkisráðuneyti Ísraels hefur staðfest í yfirlýsingu að nokkrir báta flotans hafi verið stöðvaðir og að farþegar þeirra verði fluttir til hafnar í Ísrael.
Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Fleiri fréttir Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Sjá meira