Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 29. september 2025 07:30 Adams hefur dregið sig úr kapphlaupinu en verður engu að síður á kjörseðlunum, þar sem það er of seint að fella nafnið hans brott. Getty/Adam Gray Eric Adams, borgarstjóri New York, hefur ákveðið að sækjast ekki eftir endurkjöri. Hann var kjörinn borgarstjóri sem Demókrati en bauð sig fram til endurkjörs sem óháður, eftir að hafa sætt ákærum fyrir spillingu. Ákærurnar voru felldar niður eftir að Donald Trump Bandaríkjaforseti komst aftur til valda en Adams sagði í gær að stöðug fjölmiðlaumfjöllun um framtíð hans hefði hamlað kosningabaráttunni. Þá játaði hann að hafa glatað trausti hluta borgarbúa en sagðist engu að síður saklaus. Borgarstjórinn var meðal annars sakaður um að hafa tekið við ólöglegum fjárframlögum og þegið gjafir frá erlendum aðilum. The choice @ericadamsfornyc made today was not an easy one, but I believe he is sincere in putting the well-being of New York City ahead of personal ambition. We face destructive extremist forces that would devastate our city through incompetence or ignorance, but it is not too…— Andrew Cuomo (@andrewcuomo) September 28, 2025 Gengið verður til kosninga í nóvember en fyrir um það bil þremur vikum, þegar Adams sagðist enn hafa í hyggju að vera á kjörseðlinum, bárust frengir af því að stjórnvöld hefðu boðið honum sendiherrastöðu gegn því að draga sig úr kapphlaupinu. Trump er sagður styðja Andrew Cuomo, fyrrverandi ríkisstjóra New York, gegn borgarstjóraefni Repúblikanaflokksins og kandídat Demókrataflokksins; Zohran Mamdani. Cuomo fagnaði ákvörðun Adams í gær og hrósaði honum fyrir að setja hag borgarbúa framar sínum eigin. Þá sagði ríkisstjórinn fyrrverandi að íbúar stæðu andspænis öfgaöflum sem myndu rústa borginni af annað hvort vanhæfni eða vanþekkingu. Þarna var hann án efa að vísa til Mamdani, sem hægrimenn hafa kallað öfgasósíalista. Trump and his billionaire donors might be able to determine Adams and Cuomo’s actions. But they won't decide this election.In just over 5 weeks, we'll turn the page on the politics of big money and small ideas — and deliver a government every New Yorker can be proud of. pic.twitter.com/0UENxTENCO— Zohran Kwame Mamdani (@ZohranKMamdani) September 28, 2025 Mamdani brást við með því að segjast myndu sigra Cuomo í annað sinn, líkt og hann gerði í forkjörinu hjá Demókrataflokknum. „Andrew Cuomo: Þér varð að ósk þinni. Þú vildir fá Trump og milljarðamæringa vini þína til að hjálpa þér að hreinsa út af vellinum,“ sagði Mamdani á samfélagsmiðlum. „En ekki gleyma því að þú vildir einnig etja kappi við mig í forkosningunum. Og við unnum þig með þrettán stigum. Hlakka til að gera það aftur fjórða nóvember.“ Bandaríkin Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent „Málið er fast“ Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Fleiri fréttir Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Sjá meira
Ákærurnar voru felldar niður eftir að Donald Trump Bandaríkjaforseti komst aftur til valda en Adams sagði í gær að stöðug fjölmiðlaumfjöllun um framtíð hans hefði hamlað kosningabaráttunni. Þá játaði hann að hafa glatað trausti hluta borgarbúa en sagðist engu að síður saklaus. Borgarstjórinn var meðal annars sakaður um að hafa tekið við ólöglegum fjárframlögum og þegið gjafir frá erlendum aðilum. The choice @ericadamsfornyc made today was not an easy one, but I believe he is sincere in putting the well-being of New York City ahead of personal ambition. We face destructive extremist forces that would devastate our city through incompetence or ignorance, but it is not too…— Andrew Cuomo (@andrewcuomo) September 28, 2025 Gengið verður til kosninga í nóvember en fyrir um það bil þremur vikum, þegar Adams sagðist enn hafa í hyggju að vera á kjörseðlinum, bárust frengir af því að stjórnvöld hefðu boðið honum sendiherrastöðu gegn því að draga sig úr kapphlaupinu. Trump er sagður styðja Andrew Cuomo, fyrrverandi ríkisstjóra New York, gegn borgarstjóraefni Repúblikanaflokksins og kandídat Demókrataflokksins; Zohran Mamdani. Cuomo fagnaði ákvörðun Adams í gær og hrósaði honum fyrir að setja hag borgarbúa framar sínum eigin. Þá sagði ríkisstjórinn fyrrverandi að íbúar stæðu andspænis öfgaöflum sem myndu rústa borginni af annað hvort vanhæfni eða vanþekkingu. Þarna var hann án efa að vísa til Mamdani, sem hægrimenn hafa kallað öfgasósíalista. Trump and his billionaire donors might be able to determine Adams and Cuomo’s actions. But they won't decide this election.In just over 5 weeks, we'll turn the page on the politics of big money and small ideas — and deliver a government every New Yorker can be proud of. pic.twitter.com/0UENxTENCO— Zohran Kwame Mamdani (@ZohranKMamdani) September 28, 2025 Mamdani brást við með því að segjast myndu sigra Cuomo í annað sinn, líkt og hann gerði í forkjörinu hjá Demókrataflokknum. „Andrew Cuomo: Þér varð að ósk þinni. Þú vildir fá Trump og milljarðamæringa vini þína til að hjálpa þér að hreinsa út af vellinum,“ sagði Mamdani á samfélagsmiðlum. „En ekki gleyma því að þú vildir einnig etja kappi við mig í forkosningunum. Og við unnum þig með þrettán stigum. Hlakka til að gera það aftur fjórða nóvember.“
Bandaríkin Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent „Málið er fast“ Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Fleiri fréttir Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Sjá meira