Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 29. september 2025 07:30 Adams hefur dregið sig úr kapphlaupinu en verður engu að síður á kjörseðlunum, þar sem það er of seint að fella nafnið hans brott. Getty/Adam Gray Eric Adams, borgarstjóri New York, hefur ákveðið að sækjast ekki eftir endurkjöri. Hann var kjörinn borgarstjóri sem Demókrati en bauð sig fram til endurkjörs sem óháður, eftir að hafa sætt ákærum fyrir spillingu. Ákærurnar voru felldar niður eftir að Donald Trump Bandaríkjaforseti komst aftur til valda en Adams sagði í gær að stöðug fjölmiðlaumfjöllun um framtíð hans hefði hamlað kosningabaráttunni. Þá játaði hann að hafa glatað trausti hluta borgarbúa en sagðist engu að síður saklaus. Borgarstjórinn var meðal annars sakaður um að hafa tekið við ólöglegum fjárframlögum og þegið gjafir frá erlendum aðilum. The choice @ericadamsfornyc made today was not an easy one, but I believe he is sincere in putting the well-being of New York City ahead of personal ambition. We face destructive extremist forces that would devastate our city through incompetence or ignorance, but it is not too…— Andrew Cuomo (@andrewcuomo) September 28, 2025 Gengið verður til kosninga í nóvember en fyrir um það bil þremur vikum, þegar Adams sagðist enn hafa í hyggju að vera á kjörseðlinum, bárust frengir af því að stjórnvöld hefðu boðið honum sendiherrastöðu gegn því að draga sig úr kapphlaupinu. Trump er sagður styðja Andrew Cuomo, fyrrverandi ríkisstjóra New York, gegn borgarstjóraefni Repúblikanaflokksins og kandídat Demókrataflokksins; Zohran Mamdani. Cuomo fagnaði ákvörðun Adams í gær og hrósaði honum fyrir að setja hag borgarbúa framar sínum eigin. Þá sagði ríkisstjórinn fyrrverandi að íbúar stæðu andspænis öfgaöflum sem myndu rústa borginni af annað hvort vanhæfni eða vanþekkingu. Þarna var hann án efa að vísa til Mamdani, sem hægrimenn hafa kallað öfgasósíalista. Trump and his billionaire donors might be able to determine Adams and Cuomo’s actions. But they won't decide this election.In just over 5 weeks, we'll turn the page on the politics of big money and small ideas — and deliver a government every New Yorker can be proud of. pic.twitter.com/0UENxTENCO— Zohran Kwame Mamdani (@ZohranKMamdani) September 28, 2025 Mamdani brást við með því að segjast myndu sigra Cuomo í annað sinn, líkt og hann gerði í forkjörinu hjá Demókrataflokknum. „Andrew Cuomo: Þér varð að ósk þinni. Þú vildir fá Trump og milljarðamæringa vini þína til að hjálpa þér að hreinsa út af vellinum,“ sagði Mamdani á samfélagsmiðlum. „En ekki gleyma því að þú vildir einnig etja kappi við mig í forkosningunum. Og við unnum þig með þrettán stigum. Hlakka til að gera það aftur fjórða nóvember.“ Bandaríkin Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Fleiri fréttir Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Sjá meira
Ákærurnar voru felldar niður eftir að Donald Trump Bandaríkjaforseti komst aftur til valda en Adams sagði í gær að stöðug fjölmiðlaumfjöllun um framtíð hans hefði hamlað kosningabaráttunni. Þá játaði hann að hafa glatað trausti hluta borgarbúa en sagðist engu að síður saklaus. Borgarstjórinn var meðal annars sakaður um að hafa tekið við ólöglegum fjárframlögum og þegið gjafir frá erlendum aðilum. The choice @ericadamsfornyc made today was not an easy one, but I believe he is sincere in putting the well-being of New York City ahead of personal ambition. We face destructive extremist forces that would devastate our city through incompetence or ignorance, but it is not too…— Andrew Cuomo (@andrewcuomo) September 28, 2025 Gengið verður til kosninga í nóvember en fyrir um það bil þremur vikum, þegar Adams sagðist enn hafa í hyggju að vera á kjörseðlinum, bárust frengir af því að stjórnvöld hefðu boðið honum sendiherrastöðu gegn því að draga sig úr kapphlaupinu. Trump er sagður styðja Andrew Cuomo, fyrrverandi ríkisstjóra New York, gegn borgarstjóraefni Repúblikanaflokksins og kandídat Demókrataflokksins; Zohran Mamdani. Cuomo fagnaði ákvörðun Adams í gær og hrósaði honum fyrir að setja hag borgarbúa framar sínum eigin. Þá sagði ríkisstjórinn fyrrverandi að íbúar stæðu andspænis öfgaöflum sem myndu rústa borginni af annað hvort vanhæfni eða vanþekkingu. Þarna var hann án efa að vísa til Mamdani, sem hægrimenn hafa kallað öfgasósíalista. Trump and his billionaire donors might be able to determine Adams and Cuomo’s actions. But they won't decide this election.In just over 5 weeks, we'll turn the page on the politics of big money and small ideas — and deliver a government every New Yorker can be proud of. pic.twitter.com/0UENxTENCO— Zohran Kwame Mamdani (@ZohranKMamdani) September 28, 2025 Mamdani brást við með því að segjast myndu sigra Cuomo í annað sinn, líkt og hann gerði í forkjörinu hjá Demókrataflokknum. „Andrew Cuomo: Þér varð að ósk þinni. Þú vildir fá Trump og milljarðamæringa vini þína til að hjálpa þér að hreinsa út af vellinum,“ sagði Mamdani á samfélagsmiðlum. „En ekki gleyma því að þú vildir einnig etja kappi við mig í forkosningunum. Og við unnum þig með þrettán stigum. Hlakka til að gera það aftur fjórða nóvember.“
Bandaríkin Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Fleiri fréttir Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Sjá meira