Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Hinrik Wöhler skrifar 27. september 2025 17:51 Óskar Hrafn Þorvaldsson hefur þrjá leiki til að snúa gengi KR við. Vísir/Anton Brink Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari KR, á stórt verkefni fyrir höndum eftir tap á móti ÍA á Akranesi í dag. KR-ingar eru nú þremur stigum frá öruggu sæti þegar þrjár umferðir eru eftir af Bestu deild karla. „Mér líður ekki sérstaklega vel. Mér fannst við ekki eiga skilið að tapa þessum leik en það er bara niðurstaðan. Nú stöndum við frammi fyrir þremur úrslitaleikjum, það eru níu stig í pottinum. Við ætlum að ná í þau,“ sagði Óskar eftir tapið í dag. Skagamenn skoruðu mörk eftir föst leikatriði og klaufagang í vörn KR og segir Óskar það vera sögu sumarsins. „Við slökkvum á okkur á lykilaugnablikum, það er alveg ljóst. Tvö mörk eftir föst leikatriði og eitt klaufamark. Það er það sem að færir þeim þessi mörk. Svolítið búið að vera saga sumarsins.“ „Núna þurfum að gera okkur grein fyrir því að við þurfum að vinna síðustu þrjá leikina. Ef við gerum það þá verður að koma í ljós hver staðan verður í lokin en það er það eina sem við getum hugsað um í dag,“ sagði Óskar Hrafn. Óskar Hrafn og hans lærisveinar náðu ekki að stöðva spræka Skagamenn í dag.Vísir/Anton Brink Óskar Hrafn hefur ekki nákvæma skýringu á því hvers vegna KR-ingum gengur svona illa að verjast föstum leikatriðum eins og raun ber vitni. „Ef ég væri með nákvæmlega með svarið við því værum við sennilega búnir að laga það. Það er eins og það er, stundum er þetta tómatsósuáhrifin og menn verða litlir í sér.“ KR í Lengjudeild? Meðan á viðtali við Óskar Hrafn stóð heyrðist í stuðningsmönnum ÍA syngja „KR í Lengjudeild“. Hann var í kjölfarið spurður hvort hann teldi hættu á að það gæti orðið að veruleika. „Ef við föllum þá er það út af félagið er á þeim stað sem það á skilið. Ég segi samt, ekki fagna of mikið. Það eru níu stig eftir í pottinum. Ef það er einhver sem þekkir Lengjudeildina vel þá er það Skaginn. Þeir hafa verið þar í mörg ár og vita það að vera þar er enginn dauðadómur yfir félagi.“ KR-ingar eiga þrjá leiki eftir á móti Aftureldingu, ÍBV og Vestra. Ljóst er að Vesturbæingar þurfa að leggja allt í sölurnar til að halda liðinu uppi í deild þeirra bestu. „Auðvitað ætlum við að vinna síðustu þrjá leiki og sjá hvort við verðum áfram meðal þeirra bestu,“ sagði Óskar Hrafn að lokum en viðtalið má sjá hér fyrir neðan. Hér fyrir neðan má svo sjá viðtal við Lárus Orra Sigurðsson, þjálfara ÍA, sem var að vonum sáttur eftir leik. KR ÍA Besta deild karla Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Íslenski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Fótbolti Fleiri fréttir Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ Sjá meira
„Mér líður ekki sérstaklega vel. Mér fannst við ekki eiga skilið að tapa þessum leik en það er bara niðurstaðan. Nú stöndum við frammi fyrir þremur úrslitaleikjum, það eru níu stig í pottinum. Við ætlum að ná í þau,“ sagði Óskar eftir tapið í dag. Skagamenn skoruðu mörk eftir föst leikatriði og klaufagang í vörn KR og segir Óskar það vera sögu sumarsins. „Við slökkvum á okkur á lykilaugnablikum, það er alveg ljóst. Tvö mörk eftir föst leikatriði og eitt klaufamark. Það er það sem að færir þeim þessi mörk. Svolítið búið að vera saga sumarsins.“ „Núna þurfum að gera okkur grein fyrir því að við þurfum að vinna síðustu þrjá leikina. Ef við gerum það þá verður að koma í ljós hver staðan verður í lokin en það er það eina sem við getum hugsað um í dag,“ sagði Óskar Hrafn. Óskar Hrafn og hans lærisveinar náðu ekki að stöðva spræka Skagamenn í dag.Vísir/Anton Brink Óskar Hrafn hefur ekki nákvæma skýringu á því hvers vegna KR-ingum gengur svona illa að verjast föstum leikatriðum eins og raun ber vitni. „Ef ég væri með nákvæmlega með svarið við því værum við sennilega búnir að laga það. Það er eins og það er, stundum er þetta tómatsósuáhrifin og menn verða litlir í sér.“ KR í Lengjudeild? Meðan á viðtali við Óskar Hrafn stóð heyrðist í stuðningsmönnum ÍA syngja „KR í Lengjudeild“. Hann var í kjölfarið spurður hvort hann teldi hættu á að það gæti orðið að veruleika. „Ef við föllum þá er það út af félagið er á þeim stað sem það á skilið. Ég segi samt, ekki fagna of mikið. Það eru níu stig eftir í pottinum. Ef það er einhver sem þekkir Lengjudeildina vel þá er það Skaginn. Þeir hafa verið þar í mörg ár og vita það að vera þar er enginn dauðadómur yfir félagi.“ KR-ingar eiga þrjá leiki eftir á móti Aftureldingu, ÍBV og Vestra. Ljóst er að Vesturbæingar þurfa að leggja allt í sölurnar til að halda liðinu uppi í deild þeirra bestu. „Auðvitað ætlum við að vinna síðustu þrjá leiki og sjá hvort við verðum áfram meðal þeirra bestu,“ sagði Óskar Hrafn að lokum en viðtalið má sjá hér fyrir neðan. Hér fyrir neðan má svo sjá viðtal við Lárus Orra Sigurðsson, þjálfara ÍA, sem var að vonum sáttur eftir leik.
KR ÍA Besta deild karla Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Íslenski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Fótbolti Fleiri fréttir Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ Sjá meira