Íslenski boltinn

„Lærðum það í fyrra hvað það er leiðin­legt að tapa“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Frans er fyrirliði Keflvíkinga.
Frans er fyrirliði Keflvíkinga.

„Ég er spenntur og það var gaman að koma hingað í fyrra og við erum bara spenntir að koma aftur,“ segir Frans Elvarsson fyrirliði Keflavíkur fyrir úrslitaleikinn gegn HK á Laugardalsvelli í dag klukkan 16:15. Sæti í Bestu-deildinni er undir.

„Við lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa og við ætlum að reyna að gera allt til að upplifa það ekki aftur.“

Hann segir að liðið sé að toppa á réttum tíma.

„Tímabilið í heild sinni er í raun bara búið að vera lélegt. En í síðustu leikjum erum við búnir að sýna mikinn andlegan styrk. Við erum búnir að lenda undir gegn Selfossi og komum þar til baka, lentum undir á móti Njarðvík og komum þar einnig til baka. Það virðist vera að hafa smá pressu á okkur hjálpi okkur.“

Hér að neðan má sjá viðtalið í heild sinni.

Klippa: „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“



Fleiri fréttir

Sjá meira


×