Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Atli Ísleifsson skrifar 26. september 2025 13:48 Fjölmargir fulltrúar á allsherjarþinginu fóru úr salnum þegar forsætisráðherra Ísraels hóf ræðuna sína. AP Fulltrúar fjölda ríkja á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna stóðu upp og yfirgáfu sal allsherjarþingsins í New York þegar Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, hóf ræðu sína um klukkan 13 að íslenskum tíma í dag. Samkvæmt svörum frá utanríkisráðuneytinu hafi fulltrúi Íslands verið áfram í salnum, enda hafi það verið stefna íslenskra stjórnvalda að manna ávallt sæti Íslands meðan á umræðum í ráðherraviku allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna standi. „Hvorki utanríkisráðherra né fastafulltrúi Íslands voru hins vegar í salnum meðan forsætisráðherra Ísraels flutti ræðu sína,“ segir í svarinu. Segjast þurfa að „klára verkið“ Netanjahú hóf ræðu sína á því að segja frá öllum þeim óvinum sem Ísraelar hafi barist gegn. „Við höfum barið niður meirihluta hryðjuverkasamtakanna Hamas,“ sagði forsætisráðherrann. Sagði hann jafnframt að Ísraelar þurfi að „klára verkið á Gasa eins fljótt og auðið er.“ Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, í pontu. AP Netanjahú minnti á að gíslar væru enn í haldi liðsmanna Hamas og að hann muni ávarpa þá í gegnum hátalara sem hafi verið komið fyrir víðs vegar á Gasasvæðinu. „Við erum ekki búin að gleyma ykkur,“ sagði forsætisráðherrann svo á herbresku. Forsætisráðherrann sagði ennfremur að Ísraelar hafi „tekið stjórn“ á farsímum fólks á Gasa til að varpa orðum forsætisráðherrans áfram til fólks á Gasa. Hann hélt svo áfram og gagnrýndi alla þá sem hafi viðurkennt sjálfstætt ríki Palestínu, meðal annars Bretland, Frakkland, Kanada og Ástralíu. AP Samkvæmt upplýsingum frá Sameinuðu þjóðanna hafa um 65 þúsund manns látið lífið í stríðsrekstri Ísraela á Gasa og þar af 20 þúsund börn frá hryðjuverkaárás Hamas 7. október 2023. Sameinuðu þjóðirnar Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Fleiri fréttir Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Sjá meira
Samkvæmt svörum frá utanríkisráðuneytinu hafi fulltrúi Íslands verið áfram í salnum, enda hafi það verið stefna íslenskra stjórnvalda að manna ávallt sæti Íslands meðan á umræðum í ráðherraviku allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna standi. „Hvorki utanríkisráðherra né fastafulltrúi Íslands voru hins vegar í salnum meðan forsætisráðherra Ísraels flutti ræðu sína,“ segir í svarinu. Segjast þurfa að „klára verkið“ Netanjahú hóf ræðu sína á því að segja frá öllum þeim óvinum sem Ísraelar hafi barist gegn. „Við höfum barið niður meirihluta hryðjuverkasamtakanna Hamas,“ sagði forsætisráðherrann. Sagði hann jafnframt að Ísraelar þurfi að „klára verkið á Gasa eins fljótt og auðið er.“ Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, í pontu. AP Netanjahú minnti á að gíslar væru enn í haldi liðsmanna Hamas og að hann muni ávarpa þá í gegnum hátalara sem hafi verið komið fyrir víðs vegar á Gasasvæðinu. „Við erum ekki búin að gleyma ykkur,“ sagði forsætisráðherrann svo á herbresku. Forsætisráðherrann sagði ennfremur að Ísraelar hafi „tekið stjórn“ á farsímum fólks á Gasa til að varpa orðum forsætisráðherrans áfram til fólks á Gasa. Hann hélt svo áfram og gagnrýndi alla þá sem hafi viðurkennt sjálfstætt ríki Palestínu, meðal annars Bretland, Frakkland, Kanada og Ástralíu. AP Samkvæmt upplýsingum frá Sameinuðu þjóðanna hafa um 65 þúsund manns látið lífið í stríðsrekstri Ísraela á Gasa og þar af 20 þúsund börn frá hryðjuverkaárás Hamas 7. október 2023.
Sameinuðu þjóðirnar Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Fleiri fréttir Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Sjá meira