Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 24. september 2025 21:55 Frá aðgerðum dönsku lögreglunnar við Kastrup flugvöll í fyrradag. EPA/Steven Knap Flugvellinum í Álaborg á Jótlandi í Danmörku hefur verið lokað vegna drónaflugs. Einungis tveir dagar eru síðan Kastrup flugvelli og Gardenmoen flugvelli í Osló var lokað vegna slíks flugs. Danska lögreglan segist ekki telja að drónarnir séu í einkaeigu. Í umfjöllun danska ríkisútvarpsins segir að flugvellinum hafi verið lokað vegna þessa og að í hið minnsta fjórum flugvélum hafi verið stefnt annað. Lögregla er á vettvangi og er búist við því að honum verði lokað þar til í fyrramálið. Lögreglan í Álaborg hélt blaðamannafund vegna málsins klukkan 22:00 að íslenskum tíma. Þá hélt danski ríkislögreglustjórinn blaðamannafund 22:30 að íslenskum tíma vegna drónaflugsins. Dönsk yfirvöld hafa enn ekki tjáð sig um það hvern þau gruni um að bera ábyrgð. Volodómír Selenskí Úkraínuforseti hefur fullyrt að Rússar beri ábyrgð. Rigspolitiet inviterer til doorstep kl. 00.30 på Polititorvet i København foran Københavns Politigård. Her vil rigspolitichef Thorkild Fogde give en status på de seneste dages hændelser vedrørende mistænkelig droneaktivitet #politidk— Rigspolitiet (@Rigspoliti) September 24, 2025 Vita ekki hvaðan drónarnir koma Samkvæmt lögreglunni í Álaborg sást fleiri en einn dróni á sveimi yfir flugvellinum. Eigi lögregla möguleika á að skjóta þá niður þá verður það gert ef það er talið öruggt, að því er fram kom á blaðamannafundi. Fram kemur í umfjöllun TV2 að lögregla telji að nú þegar komið er á tíunda tímann á Íslandi séu enn drónar í lofti yfir flugvellinum. Jesper Bøjgaard lögreglustjóri lögreglunnar á Norður-Jótlandi segir að farþegum á flugvellinum og íbúum í Álaborg stafi ekki hætta af drónunum. Markmiðið sé að finna þá sem beri ábyrgð. Lögreglan sé með mikinn viðbúnað á vellinum. Hann vill ekki segja til um hve stórir drónarnir séu eða hvort að þeir sem fljúgi þeim séu í grennd við flugvöllinn. Lögregla viti ekki hvaðan þeir koma að svo stöddu. Ekki sé hægt að segja til um það á þessum tímapunkti hvort drónaflugið muni koma til með að hafa áhrif á flugferðir frá vellinum í fyrramálið. Gert Madsen danskur farþegi um borð í vél KLM frá Amsterdam til Álaborgar sem lent var í Billund segir við TV2 að þeim hafi verið sagt að loftrými flugvallarins í borginni verði líklega lokað þar til í fyrramálið. Madsen og aðrir farþegar munu taka rútu frá Billund til Álaborgar. Svipar til þess sem gerðist fyrir tveimur dögum Thorkild Fogde ríkislögreglustjóri Danmerkur boðaði til blaðamannafundar nú klukkan 22:30 að íslenskum tíma vegna málsins. Hann segir flug drónanna í Álaborg í kvöld líkt því sem hafi átt sér stað í Kaupmannahöfn, of snemmt sé hinsvegar að fullyrða að málin tengist. Það sé til rannsóknar. Hann segir að lögregla muni róa að því öllum árum að skjóta drónana niður sé þess kostur, í samráði við danska herinn. Lykilatriði sé að komast að því hver beri ábyrgð. Þá segir Fodge að lögreglustjórar Danmerkur muni funda saman vegna málsins á fimmtudag. Lögregla sé með aukinn viðbúnað við flugvelli landsins. Misáreiðanlegum ábendingum um dróna rigni nú yfir lögregluembætti landsins. Telja ekki að drónarnir séu í einkaeigu Lögregla segist ekki telja að drónarnir séu í einkaeigu. Auðvelt sé að rekja dróna sem seldir séu í verslunum. Ekkert bendi til þess að drónarnir yfir Kastrup og drónarnir yfir flugvellinum í kvöld komi þaðan. Of snemmt sé að segja til um það hvort um sé að ræða sömu gerð af drónum í Álaborg og í Kaupmannahöfn. Á sama tíma biðlaði lögreglustjórinn til almennings og þeirra sem eiga dróna um að fljúga ekki drónum í grennd við mikilvæg mannvirki á borð við flugvelli. Slíkt geti kostað þunga fangelsisrefsingu og/eða háar fjársektir. Fréttin hefur verið uppfærð. Danmörk Öryggis- og varnarmál Drónaumferð á dönskum flugvöllum Tengdar fréttir Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Rannsókn vegna grunsamlegrar umferðar dróna við Kastrup flugvöll í Kaupmannahöfn heldur áfram í dag og er málið enn óupplýst. Sérfræðingar hafa sagt algjöra vanþekkingu og skort á getu og fagmennsku einkenna Danmörku á þessu sviði. Danskir fjölmiðlar vekja athygli á því í dag að lagafrumvarp um drónavarnir hafi lengi verið í pípunum en hafi enn ekki orðið að veruleika eftir að hafa velskt um í kerfinu í yfir tvö ár. 24. september 2025 07:50 Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Innlent „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Innlent Fleiri fréttir Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Sjá meira
Í umfjöllun danska ríkisútvarpsins segir að flugvellinum hafi verið lokað vegna þessa og að í hið minnsta fjórum flugvélum hafi verið stefnt annað. Lögregla er á vettvangi og er búist við því að honum verði lokað þar til í fyrramálið. Lögreglan í Álaborg hélt blaðamannafund vegna málsins klukkan 22:00 að íslenskum tíma. Þá hélt danski ríkislögreglustjórinn blaðamannafund 22:30 að íslenskum tíma vegna drónaflugsins. Dönsk yfirvöld hafa enn ekki tjáð sig um það hvern þau gruni um að bera ábyrgð. Volodómír Selenskí Úkraínuforseti hefur fullyrt að Rússar beri ábyrgð. Rigspolitiet inviterer til doorstep kl. 00.30 på Polititorvet i København foran Københavns Politigård. Her vil rigspolitichef Thorkild Fogde give en status på de seneste dages hændelser vedrørende mistænkelig droneaktivitet #politidk— Rigspolitiet (@Rigspoliti) September 24, 2025 Vita ekki hvaðan drónarnir koma Samkvæmt lögreglunni í Álaborg sást fleiri en einn dróni á sveimi yfir flugvellinum. Eigi lögregla möguleika á að skjóta þá niður þá verður það gert ef það er talið öruggt, að því er fram kom á blaðamannafundi. Fram kemur í umfjöllun TV2 að lögregla telji að nú þegar komið er á tíunda tímann á Íslandi séu enn drónar í lofti yfir flugvellinum. Jesper Bøjgaard lögreglustjóri lögreglunnar á Norður-Jótlandi segir að farþegum á flugvellinum og íbúum í Álaborg stafi ekki hætta af drónunum. Markmiðið sé að finna þá sem beri ábyrgð. Lögreglan sé með mikinn viðbúnað á vellinum. Hann vill ekki segja til um hve stórir drónarnir séu eða hvort að þeir sem fljúgi þeim séu í grennd við flugvöllinn. Lögregla viti ekki hvaðan þeir koma að svo stöddu. Ekki sé hægt að segja til um það á þessum tímapunkti hvort drónaflugið muni koma til með að hafa áhrif á flugferðir frá vellinum í fyrramálið. Gert Madsen danskur farþegi um borð í vél KLM frá Amsterdam til Álaborgar sem lent var í Billund segir við TV2 að þeim hafi verið sagt að loftrými flugvallarins í borginni verði líklega lokað þar til í fyrramálið. Madsen og aðrir farþegar munu taka rútu frá Billund til Álaborgar. Svipar til þess sem gerðist fyrir tveimur dögum Thorkild Fogde ríkislögreglustjóri Danmerkur boðaði til blaðamannafundar nú klukkan 22:30 að íslenskum tíma vegna málsins. Hann segir flug drónanna í Álaborg í kvöld líkt því sem hafi átt sér stað í Kaupmannahöfn, of snemmt sé hinsvegar að fullyrða að málin tengist. Það sé til rannsóknar. Hann segir að lögregla muni róa að því öllum árum að skjóta drónana niður sé þess kostur, í samráði við danska herinn. Lykilatriði sé að komast að því hver beri ábyrgð. Þá segir Fodge að lögreglustjórar Danmerkur muni funda saman vegna málsins á fimmtudag. Lögregla sé með aukinn viðbúnað við flugvelli landsins. Misáreiðanlegum ábendingum um dróna rigni nú yfir lögregluembætti landsins. Telja ekki að drónarnir séu í einkaeigu Lögregla segist ekki telja að drónarnir séu í einkaeigu. Auðvelt sé að rekja dróna sem seldir séu í verslunum. Ekkert bendi til þess að drónarnir yfir Kastrup og drónarnir yfir flugvellinum í kvöld komi þaðan. Of snemmt sé að segja til um það hvort um sé að ræða sömu gerð af drónum í Álaborg og í Kaupmannahöfn. Á sama tíma biðlaði lögreglustjórinn til almennings og þeirra sem eiga dróna um að fljúga ekki drónum í grennd við mikilvæg mannvirki á borð við flugvelli. Slíkt geti kostað þunga fangelsisrefsingu og/eða háar fjársektir. Fréttin hefur verið uppfærð.
Danmörk Öryggis- og varnarmál Drónaumferð á dönskum flugvöllum Tengdar fréttir Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Rannsókn vegna grunsamlegrar umferðar dróna við Kastrup flugvöll í Kaupmannahöfn heldur áfram í dag og er málið enn óupplýst. Sérfræðingar hafa sagt algjöra vanþekkingu og skort á getu og fagmennsku einkenna Danmörku á þessu sviði. Danskir fjölmiðlar vekja athygli á því í dag að lagafrumvarp um drónavarnir hafi lengi verið í pípunum en hafi enn ekki orðið að veruleika eftir að hafa velskt um í kerfinu í yfir tvö ár. 24. september 2025 07:50 Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Innlent „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Innlent Fleiri fréttir Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Sjá meira
Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Rannsókn vegna grunsamlegrar umferðar dróna við Kastrup flugvöll í Kaupmannahöfn heldur áfram í dag og er málið enn óupplýst. Sérfræðingar hafa sagt algjöra vanþekkingu og skort á getu og fagmennsku einkenna Danmörku á þessu sviði. Danskir fjölmiðlar vekja athygli á því í dag að lagafrumvarp um drónavarnir hafi lengi verið í pípunum en hafi enn ekki orðið að veruleika eftir að hafa velskt um í kerfinu í yfir tvö ár. 24. september 2025 07:50