Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 24. september 2025 07:50 Danska lögreglan notaðist meðal annars við sérútbúinn bíl sem býr yfir tækni sem á að geta truflað óviðkomandi dróna við rannsókn málsins. EPA/Steven Knap Rannsókn vegna grunsamlegrar umferðar dróna við Kastrup flugvöll í Kaupmannahöfn heldur áfram í dag og er málið enn óupplýst. Sérfræðingar hafa sagt algjöra vanþekkingu og skort á getu og fagmennsku einkenna Danmörku á þessu sviði. Danskir fjölmiðlar vekja athygli á því í dag að lagafrumvarp um drónavarnir hafi lengi verið í pípunum en hafi enn ekki orðið að veruleika eftir að hafa velskt um í kerfinu í yfir tvö ár. Lokað var fyrir alla flugumferð til og frá Kastrup í fjóra klukkutíma í fyrrakvöld þar sem nokkrir stórir drónar voru á sveimi við flugvöllinn. Enn liggur ekki fyrir hver var að verki, hvaðan drónarnir komu eða hvert þeir fóru. Sambærileg uppákoma átti sér stað við Gardemoen flugvell í Osló síðar sama kvöld og er það mál einnig óupplýst. Peter Ernstved Rasmussen, sérfræðingur á sviði varnarmála, segir við TV 2 að atburðurinn veki ugg. „Við erum heimskir nýgræðingar,“ segir Rasmussen inntur eftir viðbrögðum. Að hvorki herinn né Kaupmannahafnarflugvöllur búi yfir viðbragðsgetu sem feli í sér að hægt sé að fanga eða skjóta drónana niður undirstrikar að hans mati að Danir hafi aldrei tekið ógn af þessum toga alvarlega. „Hvað ætlum við að gera þann dag sem þetta verður að alvöru? Ég er í áfalli. Þetta raunverulega angrar mig,“ segir Rasmussen sem skefur ekkert utan af því. „Þetta er galið. Þeir hefðu getað skotið niður á jörðu líkt og við höfum séð í Úkraínu. Danmörk er engan veginn í stakk búin til að bregðast við nokkurri ógn af þessum toga, og ég hef áhyggjur íbúa landsins vegna.“ Löggjöf og verkaskipting þurfi að vera skýrari DR greinir einnig frá því í morgun að ný lög, sem ætlað er að skýra heimildir og gera það auðvelda að stöðva dróna í grennd við mikilvæga innviði á borð við brýr, flugvelli og borpalla, hafi verið á leiðinni í yfir tvö ár. Fleiri sérfræðingar á sviði flugmála hafi kallað eftir því í framhaldi af uppákomunni í fyrrakvöld að ríkisstjórnin grípi til aðgerða strax og afgreið nýja löggjöf sem veiti flugvöllum heimild til að skjóta niður ólöglega dróna. „Það er algjörlega skýrt að það er ólöglegt, það sem er í gangi, og þess vegna þarf að bregðast við með viðeigandi hætti. Þessum drónum á að kippa niður úr loftinu eins fljótt og auðið er,“ segir til að mynda Jeppe Rungholm, framkvæmdastjóri flugfélagsins DAT. Verði að vera hægt að taka drónana niður Þau svör fengust frá dönsku lögreglunni í gær að það hafi verið talið of áhættusamt að skjóta drónana niður þar sem það gæti skapast hætta þegar vélar fullar af farþegum, fjölmenn flugstöð, eldfimt eldsneyti og íbúðabyggð er í grenndinni. Þessi ákvörðun hefur sætt nokkurri gagnrýni frá því í gær. „Við sjáum að það eru einhver öfl sem vilja gera okkur illt. Þess vegna er þarft að kynnt verði áætlun eins fljót og auðið er,“ segir Mathias Milling, samgöngufulltrúi hjá DI, samtökum iðnaðarins í Danmörku. Hann kallar eftir skýrari reglum um það hvaða stjórnvaldsstofnanir eigi að gera hvað þegar drónum er flogið nærri mikilvægum innviðum, til að unnt sé að tryggja skjót og örugg viðbrögð. Í svörum Thomas Danielsen samgönguráðherra til DR heitir hann því að málið verði afgreitt hratt. Áætlun geri ráð fyrir að málið verði lagt fram í næsta mánuði og taki gildi 1. janúar næstkomandi. Danmörk Öryggis- og varnarmál Fréttir af flugi Drónaumferð á dönskum flugvöllum Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Fleiri fréttir Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Sjá meira
Lokað var fyrir alla flugumferð til og frá Kastrup í fjóra klukkutíma í fyrrakvöld þar sem nokkrir stórir drónar voru á sveimi við flugvöllinn. Enn liggur ekki fyrir hver var að verki, hvaðan drónarnir komu eða hvert þeir fóru. Sambærileg uppákoma átti sér stað við Gardemoen flugvell í Osló síðar sama kvöld og er það mál einnig óupplýst. Peter Ernstved Rasmussen, sérfræðingur á sviði varnarmála, segir við TV 2 að atburðurinn veki ugg. „Við erum heimskir nýgræðingar,“ segir Rasmussen inntur eftir viðbrögðum. Að hvorki herinn né Kaupmannahafnarflugvöllur búi yfir viðbragðsgetu sem feli í sér að hægt sé að fanga eða skjóta drónana niður undirstrikar að hans mati að Danir hafi aldrei tekið ógn af þessum toga alvarlega. „Hvað ætlum við að gera þann dag sem þetta verður að alvöru? Ég er í áfalli. Þetta raunverulega angrar mig,“ segir Rasmussen sem skefur ekkert utan af því. „Þetta er galið. Þeir hefðu getað skotið niður á jörðu líkt og við höfum séð í Úkraínu. Danmörk er engan veginn í stakk búin til að bregðast við nokkurri ógn af þessum toga, og ég hef áhyggjur íbúa landsins vegna.“ Löggjöf og verkaskipting þurfi að vera skýrari DR greinir einnig frá því í morgun að ný lög, sem ætlað er að skýra heimildir og gera það auðvelda að stöðva dróna í grennd við mikilvæga innviði á borð við brýr, flugvelli og borpalla, hafi verið á leiðinni í yfir tvö ár. Fleiri sérfræðingar á sviði flugmála hafi kallað eftir því í framhaldi af uppákomunni í fyrrakvöld að ríkisstjórnin grípi til aðgerða strax og afgreið nýja löggjöf sem veiti flugvöllum heimild til að skjóta niður ólöglega dróna. „Það er algjörlega skýrt að það er ólöglegt, það sem er í gangi, og þess vegna þarf að bregðast við með viðeigandi hætti. Þessum drónum á að kippa niður úr loftinu eins fljótt og auðið er,“ segir til að mynda Jeppe Rungholm, framkvæmdastjóri flugfélagsins DAT. Verði að vera hægt að taka drónana niður Þau svör fengust frá dönsku lögreglunni í gær að það hafi verið talið of áhættusamt að skjóta drónana niður þar sem það gæti skapast hætta þegar vélar fullar af farþegum, fjölmenn flugstöð, eldfimt eldsneyti og íbúðabyggð er í grenndinni. Þessi ákvörðun hefur sætt nokkurri gagnrýni frá því í gær. „Við sjáum að það eru einhver öfl sem vilja gera okkur illt. Þess vegna er þarft að kynnt verði áætlun eins fljót og auðið er,“ segir Mathias Milling, samgöngufulltrúi hjá DI, samtökum iðnaðarins í Danmörku. Hann kallar eftir skýrari reglum um það hvaða stjórnvaldsstofnanir eigi að gera hvað þegar drónum er flogið nærri mikilvægum innviðum, til að unnt sé að tryggja skjót og örugg viðbrögð. Í svörum Thomas Danielsen samgönguráðherra til DR heitir hann því að málið verði afgreitt hratt. Áætlun geri ráð fyrir að málið verði lagt fram í næsta mánuði og taki gildi 1. janúar næstkomandi.
Danmörk Öryggis- og varnarmál Fréttir af flugi Drónaumferð á dönskum flugvöllum Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Fleiri fréttir Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Sjá meira