„Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 23. september 2025 07:34 Lögreglan hefur boðað til þriðja blaðamannafundarins vegna drónanna. Sá fyrsti var klukkan 1:30 í nótt að staðartíma, aftur klukkan 7 í morgun og sá þriðji klukkan 9:30. AP/Emil Helms Ekki liggur fyrir hver stýrði drónunum sem urðu þess valdandi að lokað var fyrir alla flugumferð á Kastrup flugvelli í Kaupmannahöfn í fleiri klukkutíma í gærkvöldi, hvaðan þeir komu eða hvert þeir fóru. Úkraínuforseti segir Rússa bera ábyrgð en danska lögreglan segist ekki vita hvort svo sé. Það sé meðal annars til rannsóknar, en ljóst sé að „gerandi með getu“ hafi verið á ferðinni. Rússar hafna hins vegar ábyrgð. Gardemoen alþjóðaflugvellinum í Osló í Noregi var einnig lokað vegna drónaumferðar í nokkra klukkutíma í nótt. Danska lögreglan hefur síðan seint í gærkvöldi haldið þrjá blaðamannafundi vegna málsins. Um er að ræða alvarlegastu árásina gegn dönskum innviðum til þessa að sögn forsætisráðherra landsins. Hægt er að fylgjast með nýjustu tíðindum af málinu í vaktinni hér neðst í fréttinni. Drónanna varð fyrst vart um klukkan 20:30 að staðartíma í Kaupmannahöfn og var þá strax lokað fyrir alla flugumferð til og frá vellinum. Flugumferð lá niðri í um fjóra klukkutíma sem hefur haft áhrif á að minnsta kosti tuttugu þúsund farþega og um hundrað flugferðum aflýst. Ríflega þrjátíu flugvélum sem áttu að lenda í Kaupmannahöfn í gærkvöldi var beint á aðra flugvelli, ýmist annars staðar í Danmörku eða í Svíþjóð. Enn gætti áhrifa og er nokkuð um seinkanir eða aflýst flug og mikið öngþveiti hefur verið í flugstöðinni í dag, en ástandið hefur jafnt og þétt batnað eftir því sem liðið hefur á daginn. Ekki liggur fyrir um hversu marga dróna var að ræða en þeir voru að minnsta kosti þrír að því er fram kom á blaðamannafundi dönsku lögreglunnar í morgun. Ekki er útilokað að drónarnir hafi verið sendir frá skipi af Eyrasundi eða Eystrasalti, en allt er það enn til rannsóknar. Það var metið of áhættusamt að skjóta drónana niður við flugvöllinn, meðal annars þar sem þar voru flugvélar fullar af farþegum, margt fólk í flugstöðinni og eldfimt eldsneyti sem gæti skapað hættu ef brak félli úr lofti. Fylgst var með umferð drónanna, sem sáust reglulega á sveimi og stundum kom frá þeim ljós sem lýsti niður á jörðina, þar til um klukkan hálf eitt í nótt að staðartíma þegar drónarnir hurfu. Auk lögreglunnar í Kaupmannahöfn og flugmálayfirvöldum tók sérsveit dönsku leynilögreglunnar PET þátt í aðgerðum með vöktun úr þyrlu auk þess sem herinn hafði aðkomu. Þá átti lögreglan í samstarfi við útlönd, en í Noregi var einnig lokað fyrir flugumferð í Osló vegna óþekktrar drónaumferðar. Ekki liggur fyrir staðfest hvort atburðirnir í Kaupmannahöfn og Osló tengjast. Volódimír Selenskí forseti Úkraínu er staddur í New York þar sem hann sækir Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna líkt og aðrir þjóðarleiðtogar í þessari viku. Í færslu á samfélagsmiðlinum X skrifar Selenskí meðal annars að hann hafi átt fund með forseta Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í New York þar sem möguleikinn á að nýta frysta fjármuni Rússa í þágu Úkraínu var meðal annars til umræðu. Sérstaklega hafi þau rætt ógnina sem stafi af Rússum sem hafi í nokkur skipti á stuttum tíma vanvirt lofthelgi bandalagsríkja NATO, þar á meðal í Kaupmannahöfn 22. september. Fleiri orð hafði forsetinn ekki um það í færslunni. Danska lögreglan var spurð um orð Selenskís en kvaðst ekki geta sagt nokkuð um fullyrðinguna, þar sem hún hafi ekki vitneskju um það hvort Rússar beri ábyrgð. Rússar hafa hafnað ábyrgð, en forsætisráðherra Danmerkur segist ekkert geta útilokað í þeim efnum. Fréttin hefur verið uppfærð.
Gardemoen alþjóðaflugvellinum í Osló í Noregi var einnig lokað vegna drónaumferðar í nokkra klukkutíma í nótt. Danska lögreglan hefur síðan seint í gærkvöldi haldið þrjá blaðamannafundi vegna málsins. Um er að ræða alvarlegastu árásina gegn dönskum innviðum til þessa að sögn forsætisráðherra landsins. Hægt er að fylgjast með nýjustu tíðindum af málinu í vaktinni hér neðst í fréttinni. Drónanna varð fyrst vart um klukkan 20:30 að staðartíma í Kaupmannahöfn og var þá strax lokað fyrir alla flugumferð til og frá vellinum. Flugumferð lá niðri í um fjóra klukkutíma sem hefur haft áhrif á að minnsta kosti tuttugu þúsund farþega og um hundrað flugferðum aflýst. Ríflega þrjátíu flugvélum sem áttu að lenda í Kaupmannahöfn í gærkvöldi var beint á aðra flugvelli, ýmist annars staðar í Danmörku eða í Svíþjóð. Enn gætti áhrifa og er nokkuð um seinkanir eða aflýst flug og mikið öngþveiti hefur verið í flugstöðinni í dag, en ástandið hefur jafnt og þétt batnað eftir því sem liðið hefur á daginn. Ekki liggur fyrir um hversu marga dróna var að ræða en þeir voru að minnsta kosti þrír að því er fram kom á blaðamannafundi dönsku lögreglunnar í morgun. Ekki er útilokað að drónarnir hafi verið sendir frá skipi af Eyrasundi eða Eystrasalti, en allt er það enn til rannsóknar. Það var metið of áhættusamt að skjóta drónana niður við flugvöllinn, meðal annars þar sem þar voru flugvélar fullar af farþegum, margt fólk í flugstöðinni og eldfimt eldsneyti sem gæti skapað hættu ef brak félli úr lofti. Fylgst var með umferð drónanna, sem sáust reglulega á sveimi og stundum kom frá þeim ljós sem lýsti niður á jörðina, þar til um klukkan hálf eitt í nótt að staðartíma þegar drónarnir hurfu. Auk lögreglunnar í Kaupmannahöfn og flugmálayfirvöldum tók sérsveit dönsku leynilögreglunnar PET þátt í aðgerðum með vöktun úr þyrlu auk þess sem herinn hafði aðkomu. Þá átti lögreglan í samstarfi við útlönd, en í Noregi var einnig lokað fyrir flugumferð í Osló vegna óþekktrar drónaumferðar. Ekki liggur fyrir staðfest hvort atburðirnir í Kaupmannahöfn og Osló tengjast. Volódimír Selenskí forseti Úkraínu er staddur í New York þar sem hann sækir Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna líkt og aðrir þjóðarleiðtogar í þessari viku. Í færslu á samfélagsmiðlinum X skrifar Selenskí meðal annars að hann hafi átt fund með forseta Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í New York þar sem möguleikinn á að nýta frysta fjármuni Rússa í þágu Úkraínu var meðal annars til umræðu. Sérstaklega hafi þau rætt ógnina sem stafi af Rússum sem hafi í nokkur skipti á stuttum tíma vanvirt lofthelgi bandalagsríkja NATO, þar á meðal í Kaupmannahöfn 22. september. Fleiri orð hafði forsetinn ekki um það í færslunni. Danska lögreglan var spurð um orð Selenskís en kvaðst ekki geta sagt nokkuð um fullyrðinguna, þar sem hún hafi ekki vitneskju um það hvort Rússar beri ábyrgð. Rússar hafa hafnað ábyrgð, en forsætisráðherra Danmerkur segist ekkert geta útilokað í þeim efnum. Fréttin hefur verið uppfærð.
Danmörk Öryggis- og varnarmál Fréttir af flugi Drónaumferð á dönskum flugvöllum Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Innlent Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Innlent Fleiri fréttir Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Sjá meira