Íslenski boltinn

Gull­boltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið um­deildur“

Sindri Sverrisson skrifar
Hver er sá besti? Það er hann Patrick Pedersen, að mati Stúkunnar.
Hver er sá besti? Það er hann Patrick Pedersen, að mati Stúkunnar. vísir/Diego

Í anda Ballon d'Or verðlaunahátíðarinnar á mánudag völdu sérfræðingar Stúkunnar bestu leikmenn Bestu deildar karla í ár. Þeir voru sammála um hver verðskuldaði „Gullboltann“ hér á landi.

Gummi Ben gaf þeim Baldri Sigurðssyni og Alberti Brynjari Ingasyni það verkefni að velja þrjá bestu leikmenn ársins í Bestu deildinni, eins og sjá má í spilaranum hér að neðan.

Klippa: Stúkan: Gullboltinn í Bestu deildinni

„Þristurinn minn gæti orðið umdeildur,“ sagði Albert áður en hann tilkynnti að KR-ingurinn Aron Sigurðarson hefði náð 3. sæti. Aron skoraði bæði mörk KR í tapinu gegn KA um síðustu helgi og níu mörk í 16 leikjum áður en deildinni var skipt upp.

„Hann er búinn að eiga frábærar frammistöður en hann er í liði sem er að falla,“ sagði Baldur og furðaði sig á vali Alberts.

Þó að ljóst sé að Patrick Pedersen komi ekki meira við sögu á leiktíðinni, eftir að hafa slitið hásin í bikarúrslitaleiknum fyrir mánuði síðan, voru sérfræðingarnir sammála um að hann hefði verið bestur í ár. Daninn bætti markamet Tryggva Guðmundssonar í sumar og náði að skora 18 mörk í 19 deildarleikjum áður en hann meiddist.

„Þetta er svo mikill fjöldi af mörkum og svo erum við að sjá áhrifin á Valsliðið,“ sagði Baldur.

Listi Baldurs:

  1. Patrick Pedersen
  2. Daníel Hafsteinsson
  3. Valdimar Þór Ingimundarason

Listi Alberts:

  1. Patrick Pedersen
  2. Valdimar Þór Ingimundarason
  3. Aron Sigurðarson



Fleiri fréttir

Sjá meira


×