Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 22. september 2025 15:00 ÍA hefur fengið sextán stig í ellefu leikjum síðan Lárus Orri Sigurðsson tók við liðinu fyrir þremur mánuðum. vísir/diego Eftir að hafa unnið þrjá leiki í röð er ÍA komið upp úr fallsæti í Bestu deild karla. Lárus Orri Sigurðsson, þjálfari Skagamanna, hefur notað sama byrjunarliðið í öllum þessum þremur leikjum. ÍA vann 0-4 útisigur á Vestra á laugardaginn í fyrsta leik sínum eftir tvískiptinguna. Með sigrinum komust Skagamenn upp úr fallsæti í fyrsta sinn síðan í 6. umferð. Skagamenn töpuðu fyrir Eyjamönnum, 2-0, 31. ágúst. Það var þriðja tap ÍA í röð og liðið var þá átta stigum frá öruggu sæti. Eftir landsleikjahléið átti ÍA frestaðan leik gegn Breiðabliki á heimavelli 11. september. Lárus Orri gerði fjórar breytingar á byrjunarliði Skagamanna og hitti á réttu blönduna því hans menn unnu Íslandsmeistarana, 3-0. Í lokaumferðinni fyrir tvískiptinguna tefldi Lárus Orri fram sama byrjunarliði og ÍA sigraði Aftureldingu, 3-1, þrátt fyrir að hafa lent undir. Skagamenn komust fyrir vikið upp úr botnsæti deildarinnar þar sem þeir höfðu verið samfleytt frá 16. umferð. Á laugardaginn fóru Skagamenn svo á Ísafjörð og tóku bikarmeistarana í karphúsið, 0-4, og lyftu sér upp úr fallsæti. KR-ingar töpuðu fyrir KA-mönnum í gær, 4-2, og mistókst að endurheimta 10. sætið. ÍA er því með örlögin í sínum höndum fyrir síðustu fjóra leikina, eitthvað sem var nánast óhugsandi fyrir rúmri viku. KR er einmitt næsti andstæðingur ÍA en liðin eigast við á Akranesi á sunnudaginn. Skagamenn sigruðu KR-inga á heimavelli 14. júlí, 1-0, en unnu síðan ekki í fimm leikjum í röð. Síðan Lárus Orri tók við ÍA 21. júní hefur hann stýrt liðinu í ellefu leikjum. Fimm þeirra hafa unnist, einn endað með jafntefli og fimm tapast. ÍA hefur aðeins fengið á sig tólf mörk í þessum ellefu leikjum (1,1 að meðaltali í leik) en fékk á sig 31 mark í fyrstu tólf leikjunum í Bestu deildinni (2,6 að meðaltali í leik). Rúnar Már Sigurjónsson hefur átt góða innkomu í vörn ÍA.vísir/diego Í síðustu þremur leikjum hefur ÍA spilað 4-3-3. Rúnar Már Sigurjónsson var færður í stöðu miðvarðar, við hlið Baldvins Þór Berndsen sem skoraði gegn Vestra. Jón Gísli Eyland Gíslason og Johannes Vall hafa verið bakverðir, Ísak Máni Guðjónsson, Marko Vardic og Haukur Andri Haraldsson á miðjunni, Gísli Laxdal Unnarsson á hægri kantinum, Ómar Björn Stefánsson á þeim vinstri og Viktor Jónsson fremstur. ÍA á eftir að mæta KR og Aftureldingu á heimavelli og ÍBV og KA á útivelli. Skagamenn eru nú með 25 stig, einu stigi meira en KR-ingar sem eru í 11. sætinu. Mosfellingar eru á botninum með 22 stig en Vestramenn í 9. sætinu með 27 stig. Þeir hafa aðeins náð í eitt stig í síðustu fjórum leikjum og fengið á sig samtals þrettán mörk í þeim. Besta deild karla ÍA Tengdar fréttir „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ ÍA sigraði Vestra 0-4 á Ísafirði í dag og heldur áfram markaveislu síðustu tveggja leikja liðsins. Þrjú mikilvæg stig fyrir ÍA í farteskið og hafa þeir náð að lyfta sér upp úr fallsæti í bili allavega. 20. september 2025 19:00 Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti ÍA tryggði sér þrjú mikilvæg stig í Bestu deild karla þegar liðið lyfti sér upp úr fallsæti með 0-4 útisigri á Vestra á Ísafirði í dag. Mistök í vörn heimamanna urðu til þess að gestirnir gátu ekki hætt að skora. 20. september 2025 15:15 Mest lesið Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Ungstirnið skallaði meistarana áfram Enski boltinn „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Körfubolti Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Körfubolti Fleiri fréttir Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Sjá meira
ÍA vann 0-4 útisigur á Vestra á laugardaginn í fyrsta leik sínum eftir tvískiptinguna. Með sigrinum komust Skagamenn upp úr fallsæti í fyrsta sinn síðan í 6. umferð. Skagamenn töpuðu fyrir Eyjamönnum, 2-0, 31. ágúst. Það var þriðja tap ÍA í röð og liðið var þá átta stigum frá öruggu sæti. Eftir landsleikjahléið átti ÍA frestaðan leik gegn Breiðabliki á heimavelli 11. september. Lárus Orri gerði fjórar breytingar á byrjunarliði Skagamanna og hitti á réttu blönduna því hans menn unnu Íslandsmeistarana, 3-0. Í lokaumferðinni fyrir tvískiptinguna tefldi Lárus Orri fram sama byrjunarliði og ÍA sigraði Aftureldingu, 3-1, þrátt fyrir að hafa lent undir. Skagamenn komust fyrir vikið upp úr botnsæti deildarinnar þar sem þeir höfðu verið samfleytt frá 16. umferð. Á laugardaginn fóru Skagamenn svo á Ísafjörð og tóku bikarmeistarana í karphúsið, 0-4, og lyftu sér upp úr fallsæti. KR-ingar töpuðu fyrir KA-mönnum í gær, 4-2, og mistókst að endurheimta 10. sætið. ÍA er því með örlögin í sínum höndum fyrir síðustu fjóra leikina, eitthvað sem var nánast óhugsandi fyrir rúmri viku. KR er einmitt næsti andstæðingur ÍA en liðin eigast við á Akranesi á sunnudaginn. Skagamenn sigruðu KR-inga á heimavelli 14. júlí, 1-0, en unnu síðan ekki í fimm leikjum í röð. Síðan Lárus Orri tók við ÍA 21. júní hefur hann stýrt liðinu í ellefu leikjum. Fimm þeirra hafa unnist, einn endað með jafntefli og fimm tapast. ÍA hefur aðeins fengið á sig tólf mörk í þessum ellefu leikjum (1,1 að meðaltali í leik) en fékk á sig 31 mark í fyrstu tólf leikjunum í Bestu deildinni (2,6 að meðaltali í leik). Rúnar Már Sigurjónsson hefur átt góða innkomu í vörn ÍA.vísir/diego Í síðustu þremur leikjum hefur ÍA spilað 4-3-3. Rúnar Már Sigurjónsson var færður í stöðu miðvarðar, við hlið Baldvins Þór Berndsen sem skoraði gegn Vestra. Jón Gísli Eyland Gíslason og Johannes Vall hafa verið bakverðir, Ísak Máni Guðjónsson, Marko Vardic og Haukur Andri Haraldsson á miðjunni, Gísli Laxdal Unnarsson á hægri kantinum, Ómar Björn Stefánsson á þeim vinstri og Viktor Jónsson fremstur. ÍA á eftir að mæta KR og Aftureldingu á heimavelli og ÍBV og KA á útivelli. Skagamenn eru nú með 25 stig, einu stigi meira en KR-ingar sem eru í 11. sætinu. Mosfellingar eru á botninum með 22 stig en Vestramenn í 9. sætinu með 27 stig. Þeir hafa aðeins náð í eitt stig í síðustu fjórum leikjum og fengið á sig samtals þrettán mörk í þeim.
Besta deild karla ÍA Tengdar fréttir „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ ÍA sigraði Vestra 0-4 á Ísafirði í dag og heldur áfram markaveislu síðustu tveggja leikja liðsins. Þrjú mikilvæg stig fyrir ÍA í farteskið og hafa þeir náð að lyfta sér upp úr fallsæti í bili allavega. 20. september 2025 19:00 Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti ÍA tryggði sér þrjú mikilvæg stig í Bestu deild karla þegar liðið lyfti sér upp úr fallsæti með 0-4 útisigri á Vestra á Ísafirði í dag. Mistök í vörn heimamanna urðu til þess að gestirnir gátu ekki hætt að skora. 20. september 2025 15:15 Mest lesið Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Ungstirnið skallaði meistarana áfram Enski boltinn „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Körfubolti Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Körfubolti Fleiri fréttir Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Sjá meira
„Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ ÍA sigraði Vestra 0-4 á Ísafirði í dag og heldur áfram markaveislu síðustu tveggja leikja liðsins. Þrjú mikilvæg stig fyrir ÍA í farteskið og hafa þeir náð að lyfta sér upp úr fallsæti í bili allavega. 20. september 2025 19:00
Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti ÍA tryggði sér þrjú mikilvæg stig í Bestu deild karla þegar liðið lyfti sér upp úr fallsæti með 0-4 útisigri á Vestra á Ísafirði í dag. Mistök í vörn heimamanna urðu til þess að gestirnir gátu ekki hætt að skora. 20. september 2025 15:15