Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Jón Ísak Ragnarsson skrifar 20. september 2025 22:00 Beate Meinl-Reisinger utanríkisráðherra Austurríkis. Getty Beate Meinl-Reisinger, utanríkisráðherra Austurríkis, hefur hvatt Evrópuríki til að draga sig ekki úr Eurovision vegna þátttöku Ísraela. Hollendingar, Spánverjar, Írar og Slóvenar hafa gefið það út að þau muni ekki taka þátt verði Ísraelar með. RÚV hefur einnig sett fyrirvara á þátttöku Íslands, og sagt hana ólíklega ef Ísrael verður með. Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva verður haldin í Vín í Austurríki næsta vor og mun það vera í sjötugasta skipti sem keppnin verður haldin. Um þessar mundir stendur yfir svokallað samráðsferli innan bandalags evrópskra sjónvarpsstöðva (EBU) vegna þeirrar stöðu sem er uppi en keppnin er sögð í sögulegri krísu vegna andstöðu sumra ríkja við þátttöku Ísraela vegna stríðrekstursins á Gasa. Í bréfi sem utanríkisráðherra Austurríkis sendi frá sér á föstudaginn og Reuters hefur undir höndum sagði hann að söngvakeppnin í Eurovision væri ekki viðeigandi vettvangur fyrir sniðgöngur og slíkt myndi aðeins dýpka gjár milli landanna. „Sem utanríkisráðherra landsins sem heldur keppnina á næsta ári hef ég gríðarlegar áhyggjur af þeirri sundrungu sem virðist ríkja í bandalagi evrópskra sjónvarpsstöðva um þetta mál.“ „Svona sundrung mun aðeins dýpka gjána milli okkar og koma í veg fyrir mikilvægt samtal milli listamanna og fólksins, og hún breytir engu um ástandið á Gasa og í Ísrael.“ „Að reka Ísraela úr keppninni eða sniðganga keppnina mun ekki leysa mannúðarkrísuna á Gasa ströndinni og mun ekki heldur stuðla að pólitískri lausn á málinu,“ sagði utanríkisráðherrann. Í gær var greint frá því að Danmörk verði með í keppninni, en þeir gerðu hins vegar þrjá fyrirvara um þátttöku sem enginn varðaði þátttöku Ísraels. Danskir Eurovision sérfræðingar segja að keppnin standi frammi fyrir einni stærstu áskorun í sögu keppninnar. „Við höfum ákveðið að segja hátt og skýrt að við verðum með í Eurovision,“ er haft eftir Gustav Lützhøft, menningarritstjóra hjá danska ríkisútvarpinu DR, í fréttum í vikunni. Hins vegar setur hann nokkra fyrirvara við fullyrðinguna. Það skuli ríkja breið evrópsk samstaða um keppnina, öryggisráðstafanir skulu vera í lagi og í þriðja lagi að keppnin verði eins laus við pólitík og kostur er. Verði þessi skilyrði uppfyllt sé ekkert því til fyrirstöðu að Danmörk verði með í keppninni. Ef ekki áskilji DR sér rétt til að endurskoða afstöðu sína til þátttöku. Spánn er eina landið af „stóru fimm“ sem hefur hótað sniðgöngu en spænska ríkisútvarpið hefur staðfest að Spánn muni ekki taka þátt verði Ísraelar meðal þátttökuþjóða. Greint var frá ákvörðuninni í vikunni sem hún hafði legið í loftinu síðustu vikurnar. Rúnar Freyr Gíslason verkefnastjóri hjá Rúv sagði fyrr í mánuðinum afar ólíklegt að Ísland verði með ef Ísraelar verði meðal þátttökuþjóða. Eurovision Eurovision 2026 Austurríki Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Spænska ríkisútvarpið hefur staðfest að Spánn muni ekki taka þátt í Eurovision í Vín á næsta ári, verði Ísraelar á meðal þátttökuþjóða. Áður hafa Hollendingar, Slóvenar, Írar og Íslendingar boðað það sama. 16. september 2025 11:24 Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Hollendingar hafa nú bæst í hóp þeirra sem segjast munu sniðganga Eurovision sem fram fer í Vín í Austurríki á næsta ári, verði Ísraelum heimilt að taka þátt. 12. september 2025 11:17 Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Fleiri fréttir Vinna með yfirvöldum í níu löndum að bera kennsl á látna Fyrsta fórnarlambið nafngreint Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Sjá meira
Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva verður haldin í Vín í Austurríki næsta vor og mun það vera í sjötugasta skipti sem keppnin verður haldin. Um þessar mundir stendur yfir svokallað samráðsferli innan bandalags evrópskra sjónvarpsstöðva (EBU) vegna þeirrar stöðu sem er uppi en keppnin er sögð í sögulegri krísu vegna andstöðu sumra ríkja við þátttöku Ísraela vegna stríðrekstursins á Gasa. Í bréfi sem utanríkisráðherra Austurríkis sendi frá sér á föstudaginn og Reuters hefur undir höndum sagði hann að söngvakeppnin í Eurovision væri ekki viðeigandi vettvangur fyrir sniðgöngur og slíkt myndi aðeins dýpka gjár milli landanna. „Sem utanríkisráðherra landsins sem heldur keppnina á næsta ári hef ég gríðarlegar áhyggjur af þeirri sundrungu sem virðist ríkja í bandalagi evrópskra sjónvarpsstöðva um þetta mál.“ „Svona sundrung mun aðeins dýpka gjána milli okkar og koma í veg fyrir mikilvægt samtal milli listamanna og fólksins, og hún breytir engu um ástandið á Gasa og í Ísrael.“ „Að reka Ísraela úr keppninni eða sniðganga keppnina mun ekki leysa mannúðarkrísuna á Gasa ströndinni og mun ekki heldur stuðla að pólitískri lausn á málinu,“ sagði utanríkisráðherrann. Í gær var greint frá því að Danmörk verði með í keppninni, en þeir gerðu hins vegar þrjá fyrirvara um þátttöku sem enginn varðaði þátttöku Ísraels. Danskir Eurovision sérfræðingar segja að keppnin standi frammi fyrir einni stærstu áskorun í sögu keppninnar. „Við höfum ákveðið að segja hátt og skýrt að við verðum með í Eurovision,“ er haft eftir Gustav Lützhøft, menningarritstjóra hjá danska ríkisútvarpinu DR, í fréttum í vikunni. Hins vegar setur hann nokkra fyrirvara við fullyrðinguna. Það skuli ríkja breið evrópsk samstaða um keppnina, öryggisráðstafanir skulu vera í lagi og í þriðja lagi að keppnin verði eins laus við pólitík og kostur er. Verði þessi skilyrði uppfyllt sé ekkert því til fyrirstöðu að Danmörk verði með í keppninni. Ef ekki áskilji DR sér rétt til að endurskoða afstöðu sína til þátttöku. Spánn er eina landið af „stóru fimm“ sem hefur hótað sniðgöngu en spænska ríkisútvarpið hefur staðfest að Spánn muni ekki taka þátt verði Ísraelar meðal þátttökuþjóða. Greint var frá ákvörðuninni í vikunni sem hún hafði legið í loftinu síðustu vikurnar. Rúnar Freyr Gíslason verkefnastjóri hjá Rúv sagði fyrr í mánuðinum afar ólíklegt að Ísland verði með ef Ísraelar verði meðal þátttökuþjóða.
Eurovision Eurovision 2026 Austurríki Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Spænska ríkisútvarpið hefur staðfest að Spánn muni ekki taka þátt í Eurovision í Vín á næsta ári, verði Ísraelar á meðal þátttökuþjóða. Áður hafa Hollendingar, Slóvenar, Írar og Íslendingar boðað það sama. 16. september 2025 11:24 Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Hollendingar hafa nú bæst í hóp þeirra sem segjast munu sniðganga Eurovision sem fram fer í Vín í Austurríki á næsta ári, verði Ísraelum heimilt að taka þátt. 12. september 2025 11:17 Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Fleiri fréttir Vinna með yfirvöldum í níu löndum að bera kennsl á látna Fyrsta fórnarlambið nafngreint Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Sjá meira
Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Spænska ríkisútvarpið hefur staðfest að Spánn muni ekki taka þátt í Eurovision í Vín á næsta ári, verði Ísraelar á meðal þátttökuþjóða. Áður hafa Hollendingar, Slóvenar, Írar og Íslendingar boðað það sama. 16. september 2025 11:24
Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Hollendingar hafa nú bæst í hóp þeirra sem segjast munu sniðganga Eurovision sem fram fer í Vín í Austurríki á næsta ári, verði Ísraelum heimilt að taka þátt. 12. september 2025 11:17