Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Ólafur Þór Jónsson skrifar 21. september 2025 16:30 HK leikur um sæti í Bestu deild karla á næstu leiktíð. vísir/Diego Þróttur tók á móti HK í seinni leik í einvígi liðanna í úrslitakeppni Lengjudeildarinnar í dag. Fyrri leikur liðanna fór 4-3 og þurftu heimamenn því að sækja til að eiga möguleika á að snúa einvíginu. Flestir bjuggust við markaveislu í Laugardalnum í kvöld enda liðin skorað 18 mörk í þremur leikjum þeirra í deildinni til þessa. Fyrsta markið lét ekki á sér standa en eftir þrjár mínútur braut Eiríkur Blöndal á sóknarmanni HK inní vítateig og aðstoðardómarinn flaggaði, víti dæmt. Dagur Orri Garðarsson skoraði örugglega úr vítinu og HK með tveggja marka forystu í einvíginu. Þróttarar virtust slegnir eftir markið og voru lengi að finna taktinn á meðan HK hélt stjórninni enda með pálmann í höndunum. Undir lok fyrri hálfleiksins má segja að Baldur Hannes fyrirliði Þróttar hafi tekið málin í sínar hendur. Hann átti stórkostlega langa sendingu frá sínum vallarhelmingi og boltinn fer í gegnum varnarmúr HK þar sem Aron Snær er kominn einn á móti Ólafi Erni í markinu og klárar færið frábærlega. Fleiri mörk voru ekki skoruð í fyrri hálfleiknum en Þróttarar voru mun kraftmeiri í lok hálfleiksins. Þróttur kom mjög öflugir til leiks í fyrri hálfleik en HK liðið var alltaf hættulegt þegar þeir komu sér í færi. Á 64. Mínútu átti HK hornspyrnu þar sem Leifur Haukur var mættur í miðjan teiginn og stangaði boltann í markið. Á 70 mínútu kom Vilhjálmur Kaldal inn á og mínútu seinna hafði hann skorað eftir frábæra sendingu frá Eiríki Blöndal. Ótrúleg innkoma og stemmningin með Þrótturum. HK var ekki lengi að slökkva á því og skoruðu þremur mínútum seinna og aftur úr hornspyrnu en það var Tumi Þorvarðarson sem var að verki. Staðan í einvíginu 7-5 fyrir HK og einvígið í raun búið. HK er komið í úrslitaleikinn og mæta þar Keflavík eftir leiki dagsins. HK voru ólseigir að skapa sér stórhættuleg færi þrátt fyrir að stýra ekki leiknum og koma alltaf til baka þrátt fyrir að stemmningin virtist vera að fljóta með heimamönnum. HK voru agaðir og öflugir í sínum sóknaraðgerðum. Eru vel að þessu komnir og eiga góðan séns í úrslitaleiknum. Atvikið HK fékk dæmt víti mjög snemma í leiknum og komust þar tveimur mörkum yfir í einvíginu. Þetta sneru öllu leikplani á hvolf og breytti eðlilega framgangi einvígisins. Svo kemur í ljóst að dómurinn er rangur, aðaldómari leiksins Jóhann Ingi virtist ekki ætla að dæma en aðstoðardómari 1 flaggaði og dæmdi. Dómur sem hafði mikil áhrif á leikinn. Stjörnur og skúrkar Haukur Leifur skoraði frábært mark úr hornspyrnu og lagði annað upp. Hann var óþreytandi í vörn HK og átti góðan dag. Hornspyrnur og aukaspyrnur HK voru stórhættulegar og fór Ívar Örn Jónsson þar fremstur meðal jafningja. Hann leiddi liðið allt til loka og fær hrós fyrir. Hinn 18 ára Kolbeinn Nói Guðbergsson spilaði frábærlega í miðri vörninni hjá Þrótti í dag. Það var ekkert að sjá að hann væri svo ungur, lék af mikilli yfirvegun í dag. Liam Daði Jeffs átti ekki sinn besta dag í dag hjá Þrótti. Gekk illa að halda boltanum ofarlega á vellinum og kom sér í fá færi. Þá má gagnrýna Þórhall Ísak en í öðru marki HK var hann límdur á marklínunni, skelfilegt einvígi fyrir markmanninn. Umgjörð og stemmning Algjörlega frábær mæting á AVIS völlinn í dag þrátt fyrir kaldan og haustlegan sunnudag. Stemmningin var frábær, ungt stuðningslið HK lét vel í sér heyra og fjölmenni úr laugardalnum studdu lið sitt vel. Laugardalurinn var fagur að vanda og umgjörð Þróttara til hreinnar fyrirmyndar. Dómararnir Það blés ekki byrlega fyrir teymi dagsins. Eftir einungis þriggja mínútna leik voru þeir búnir að dæma víti sem samkvæmt endursýningum var rangur dómur. Aðrir stórir dómar voru réttir en þeir stoppuðu leikinn fullmikið fyrir litlar sakir. Slök frammistaða í heildina. Besta deild karla Þróttur Reykjavík HK Tengdar fréttir „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ Hermann Hreiðarsson þjálfari HK var að vonum ánægður eftir 2-3 sigur á Þrótti í seinni leik liðanna í úrslitakeppni Lengjudeildar sem fór fram í dag. HK vann fyrri leikinn 4-3 og því um algjöra markaveislu að ræða. Hermann viðurkenndi að hann væri í skýjunum með sigurinn. 21. september 2025 17:56 „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ Þróttur tapaði gegn HK í seinni leik einvígis liðanna í Lengjudeild karla. Fyrri leikurinn fór 4-3 fyrir HK og höfðu gestirnir einnig betur í dag 3-2. Tímabili Þróttara því lokið 21. september 2025 17:24
Þróttur tók á móti HK í seinni leik í einvígi liðanna í úrslitakeppni Lengjudeildarinnar í dag. Fyrri leikur liðanna fór 4-3 og þurftu heimamenn því að sækja til að eiga möguleika á að snúa einvíginu. Flestir bjuggust við markaveislu í Laugardalnum í kvöld enda liðin skorað 18 mörk í þremur leikjum þeirra í deildinni til þessa. Fyrsta markið lét ekki á sér standa en eftir þrjár mínútur braut Eiríkur Blöndal á sóknarmanni HK inní vítateig og aðstoðardómarinn flaggaði, víti dæmt. Dagur Orri Garðarsson skoraði örugglega úr vítinu og HK með tveggja marka forystu í einvíginu. Þróttarar virtust slegnir eftir markið og voru lengi að finna taktinn á meðan HK hélt stjórninni enda með pálmann í höndunum. Undir lok fyrri hálfleiksins má segja að Baldur Hannes fyrirliði Þróttar hafi tekið málin í sínar hendur. Hann átti stórkostlega langa sendingu frá sínum vallarhelmingi og boltinn fer í gegnum varnarmúr HK þar sem Aron Snær er kominn einn á móti Ólafi Erni í markinu og klárar færið frábærlega. Fleiri mörk voru ekki skoruð í fyrri hálfleiknum en Þróttarar voru mun kraftmeiri í lok hálfleiksins. Þróttur kom mjög öflugir til leiks í fyrri hálfleik en HK liðið var alltaf hættulegt þegar þeir komu sér í færi. Á 64. Mínútu átti HK hornspyrnu þar sem Leifur Haukur var mættur í miðjan teiginn og stangaði boltann í markið. Á 70 mínútu kom Vilhjálmur Kaldal inn á og mínútu seinna hafði hann skorað eftir frábæra sendingu frá Eiríki Blöndal. Ótrúleg innkoma og stemmningin með Þrótturum. HK var ekki lengi að slökkva á því og skoruðu þremur mínútum seinna og aftur úr hornspyrnu en það var Tumi Þorvarðarson sem var að verki. Staðan í einvíginu 7-5 fyrir HK og einvígið í raun búið. HK er komið í úrslitaleikinn og mæta þar Keflavík eftir leiki dagsins. HK voru ólseigir að skapa sér stórhættuleg færi þrátt fyrir að stýra ekki leiknum og koma alltaf til baka þrátt fyrir að stemmningin virtist vera að fljóta með heimamönnum. HK voru agaðir og öflugir í sínum sóknaraðgerðum. Eru vel að þessu komnir og eiga góðan séns í úrslitaleiknum. Atvikið HK fékk dæmt víti mjög snemma í leiknum og komust þar tveimur mörkum yfir í einvíginu. Þetta sneru öllu leikplani á hvolf og breytti eðlilega framgangi einvígisins. Svo kemur í ljóst að dómurinn er rangur, aðaldómari leiksins Jóhann Ingi virtist ekki ætla að dæma en aðstoðardómari 1 flaggaði og dæmdi. Dómur sem hafði mikil áhrif á leikinn. Stjörnur og skúrkar Haukur Leifur skoraði frábært mark úr hornspyrnu og lagði annað upp. Hann var óþreytandi í vörn HK og átti góðan dag. Hornspyrnur og aukaspyrnur HK voru stórhættulegar og fór Ívar Örn Jónsson þar fremstur meðal jafningja. Hann leiddi liðið allt til loka og fær hrós fyrir. Hinn 18 ára Kolbeinn Nói Guðbergsson spilaði frábærlega í miðri vörninni hjá Þrótti í dag. Það var ekkert að sjá að hann væri svo ungur, lék af mikilli yfirvegun í dag. Liam Daði Jeffs átti ekki sinn besta dag í dag hjá Þrótti. Gekk illa að halda boltanum ofarlega á vellinum og kom sér í fá færi. Þá má gagnrýna Þórhall Ísak en í öðru marki HK var hann límdur á marklínunni, skelfilegt einvígi fyrir markmanninn. Umgjörð og stemmning Algjörlega frábær mæting á AVIS völlinn í dag þrátt fyrir kaldan og haustlegan sunnudag. Stemmningin var frábær, ungt stuðningslið HK lét vel í sér heyra og fjölmenni úr laugardalnum studdu lið sitt vel. Laugardalurinn var fagur að vanda og umgjörð Þróttara til hreinnar fyrirmyndar. Dómararnir Það blés ekki byrlega fyrir teymi dagsins. Eftir einungis þriggja mínútna leik voru þeir búnir að dæma víti sem samkvæmt endursýningum var rangur dómur. Aðrir stórir dómar voru réttir en þeir stoppuðu leikinn fullmikið fyrir litlar sakir. Slök frammistaða í heildina.
Besta deild karla Þróttur Reykjavík HK Tengdar fréttir „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ Hermann Hreiðarsson þjálfari HK var að vonum ánægður eftir 2-3 sigur á Þrótti í seinni leik liðanna í úrslitakeppni Lengjudeildar sem fór fram í dag. HK vann fyrri leikinn 4-3 og því um algjöra markaveislu að ræða. Hermann viðurkenndi að hann væri í skýjunum með sigurinn. 21. september 2025 17:56 „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ Þróttur tapaði gegn HK í seinni leik einvígis liðanna í Lengjudeild karla. Fyrri leikurinn fór 4-3 fyrir HK og höfðu gestirnir einnig betur í dag 3-2. Tímabili Þróttara því lokið 21. september 2025 17:24
„Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ Hermann Hreiðarsson þjálfari HK var að vonum ánægður eftir 2-3 sigur á Þrótti í seinni leik liðanna í úrslitakeppni Lengjudeildar sem fór fram í dag. HK vann fyrri leikinn 4-3 og því um algjöra markaveislu að ræða. Hermann viðurkenndi að hann væri í skýjunum með sigurinn. 21. september 2025 17:56
„Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ Þróttur tapaði gegn HK í seinni leik einvígis liðanna í Lengjudeild karla. Fyrri leikurinn fór 4-3 fyrir HK og höfðu gestirnir einnig betur í dag 3-2. Tímabili Þróttara því lokið 21. september 2025 17:24
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann