Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Samúel Karl Ólason skrifar 19. september 2025 14:52 Fjórar MiG-31 herþotur á flugi yfir Moskvu. Myndin tengist fréttinni ekki beint. EPA/MAXIM SHIPENKOV Þremur rússneskum herþotum af gerðinni MiG-31 var í dag flogið inn í lofthelgi Eistlands. Þar mun þeim hafa verið flogið í um tólf mínútur áður en þeim var fylgt út úr lofthelginni af ítölskum flugmönnum F-35 þota á vegum Atlantshafsbandalagsins. Flugvélunum ku hafa verið flogið inn í lofthelgina yfir Finnlandsflóa og það án leyfis frá yfirvöldum í Eistlandi. Flugmenn herþotanna svöruðu ekki skilaboðum flugumferðarstjóra í Eistlandi. Þá eru þeir einnig sagðir hafa flogið í átt að Tallinn, höfuðborg Eistlands. MiG-31 herþotur geta meðal annars borið ofurhljóðfráar stýriflaugar. Ítalskir flugmenn á F-35 herþotum, sem eru í loftrýmisgæslu í Eistlandi, voru sendir af stað frá Ämari-flugstöðinni og fylgdu þeir Rússunum á brott. Samkvæmt yfirlýsingu frá utanríkisráðuneyti Eistlands er þetta í fjórða sinn sem Rússar fara inn fyrir lofthelgi ríkisins á þessu ári en yfirgangurinn í dag er sagður sá lang alvarlegasti. Sendiherra Rússlands hefur verið kallaður á teppið í Tallinn. Margus Tsahkna, utanríkisráðherra Eistlands segir Rússa leggja meira kapp á að herskáa hegðun sem þessa og mæta þurfi henni af hörku. Þotunum mun hafa verið flogið inn í lofthelgi Eistlands yfir Finnlandsflóa og í átt að Tallinn. Eistneskir miðlar segja flugvélunum hafa verið flogið að Vaindloo-eyju á Finnlandsflóa. Ekki einangrað atvik Stutt er síðan nítján rússneskum drónum var flogið inn í lofthelgi Póllands sem olli miklum taugatitringi þar í landi og víðar í Evrópu. Ráðamenn í Póllandi eru harðir á því að ekki hafi verið um mistök að ræða, eins og Rússar hafa haldið fram. Þess í stað segja þeir að Rússar vilji með þessu láta reyna að varnir og samheldni NATO. Rússneskir drónar hafa einnig farið inn í lofthelgi Rúmeníu, sem er einnig í NATO. Fyrr í vikunni sagði Dmitrí Peskóv, talsmaður Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, að Rússar ættu „augljóslega“ í stríði við ríki NATO, vegna stuðnings þeirra við Úkraínu. Ummælin lét Peskóv falla eftir að Radoslaw Sikorski, utanríkisráðherra Póllands, sem var staddur í Kænugarði í Úkraínu, sagði að NATO væri ekki í stríði við Rússa. Kaja Kallas, yfirmaður utanríkis- og öryggismála Evrópusambandsins, segir að um gífurlega alvarlega ögrun sé að ræða. Þetta sé í þriðja sinn á nokkrum dögum sambærilegt atvik eigi sér stað í lofthelgi ESB. Hún segir einnig að Pútín sé að láta reyna á seiglu Vesturlanda og ekki megi sýna veikleika gegn honum. Ursula von der Leyen, forseti Framkvæmdastjórnarinnar, opinberaði í morgun enn frekari refsiaðgerðir gegn Rússlandi. I am in close contact with the Estonian government.We will continue to support our member states in strengthening their defences with European resources.Putin is testing the West's resolve. We must not show weakness. (2/2)— Kaja Kallas (@kajakallas) September 19, 2025 Talskona NATO segir þetta enn eitt dæmið um óvarlega hegðun Rússa og einnig dæmi um viðbrögð NATO. Hún heldur því fram að sveitir NATO hafi brugðist tafarlaust við, þó rússnesku herþoturnar hafi verið í lofthelgi Eistlands í tólf mínútur. Earlier today, Russian jets violated Estonian airspace. NATO responded immediately and intercepted the Russian aircraft. This is yet another example of reckless Russian behaviour and NATO’s ability to respond.— NATO Spokesperson (@NATOpress) September 19, 2025 Árið 2015 var rússneskri herþotu flogið inn fyrir lofthelgi Tyrklands frá Sýrlandi. Hún hafði verið inn í lofthelgi Tyrklands í tæpar tuttugu sekúndur þegar Tyrkir skutu á hana og skutu hana niður. Fréttin hefur verið uppfærð. Eistland Rússland NATO Fréttir af flugi Hernaður Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Erlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Stormur gengur yfir sunnan- og vestanvert landið Veður Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Innlent Fleiri fréttir Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Sjá meira
Flugvélunum ku hafa verið flogið inn í lofthelgina yfir Finnlandsflóa og það án leyfis frá yfirvöldum í Eistlandi. Flugmenn herþotanna svöruðu ekki skilaboðum flugumferðarstjóra í Eistlandi. Þá eru þeir einnig sagðir hafa flogið í átt að Tallinn, höfuðborg Eistlands. MiG-31 herþotur geta meðal annars borið ofurhljóðfráar stýriflaugar. Ítalskir flugmenn á F-35 herþotum, sem eru í loftrýmisgæslu í Eistlandi, voru sendir af stað frá Ämari-flugstöðinni og fylgdu þeir Rússunum á brott. Samkvæmt yfirlýsingu frá utanríkisráðuneyti Eistlands er þetta í fjórða sinn sem Rússar fara inn fyrir lofthelgi ríkisins á þessu ári en yfirgangurinn í dag er sagður sá lang alvarlegasti. Sendiherra Rússlands hefur verið kallaður á teppið í Tallinn. Margus Tsahkna, utanríkisráðherra Eistlands segir Rússa leggja meira kapp á að herskáa hegðun sem þessa og mæta þurfi henni af hörku. Þotunum mun hafa verið flogið inn í lofthelgi Eistlands yfir Finnlandsflóa og í átt að Tallinn. Eistneskir miðlar segja flugvélunum hafa verið flogið að Vaindloo-eyju á Finnlandsflóa. Ekki einangrað atvik Stutt er síðan nítján rússneskum drónum var flogið inn í lofthelgi Póllands sem olli miklum taugatitringi þar í landi og víðar í Evrópu. Ráðamenn í Póllandi eru harðir á því að ekki hafi verið um mistök að ræða, eins og Rússar hafa haldið fram. Þess í stað segja þeir að Rússar vilji með þessu láta reyna að varnir og samheldni NATO. Rússneskir drónar hafa einnig farið inn í lofthelgi Rúmeníu, sem er einnig í NATO. Fyrr í vikunni sagði Dmitrí Peskóv, talsmaður Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, að Rússar ættu „augljóslega“ í stríði við ríki NATO, vegna stuðnings þeirra við Úkraínu. Ummælin lét Peskóv falla eftir að Radoslaw Sikorski, utanríkisráðherra Póllands, sem var staddur í Kænugarði í Úkraínu, sagði að NATO væri ekki í stríði við Rússa. Kaja Kallas, yfirmaður utanríkis- og öryggismála Evrópusambandsins, segir að um gífurlega alvarlega ögrun sé að ræða. Þetta sé í þriðja sinn á nokkrum dögum sambærilegt atvik eigi sér stað í lofthelgi ESB. Hún segir einnig að Pútín sé að láta reyna á seiglu Vesturlanda og ekki megi sýna veikleika gegn honum. Ursula von der Leyen, forseti Framkvæmdastjórnarinnar, opinberaði í morgun enn frekari refsiaðgerðir gegn Rússlandi. I am in close contact with the Estonian government.We will continue to support our member states in strengthening their defences with European resources.Putin is testing the West's resolve. We must not show weakness. (2/2)— Kaja Kallas (@kajakallas) September 19, 2025 Talskona NATO segir þetta enn eitt dæmið um óvarlega hegðun Rússa og einnig dæmi um viðbrögð NATO. Hún heldur því fram að sveitir NATO hafi brugðist tafarlaust við, þó rússnesku herþoturnar hafi verið í lofthelgi Eistlands í tólf mínútur. Earlier today, Russian jets violated Estonian airspace. NATO responded immediately and intercepted the Russian aircraft. This is yet another example of reckless Russian behaviour and NATO’s ability to respond.— NATO Spokesperson (@NATOpress) September 19, 2025 Árið 2015 var rússneskri herþotu flogið inn fyrir lofthelgi Tyrklands frá Sýrlandi. Hún hafði verið inn í lofthelgi Tyrklands í tæpar tuttugu sekúndur þegar Tyrkir skutu á hana og skutu hana niður. Fréttin hefur verið uppfærð.
Eistland Rússland NATO Fréttir af flugi Hernaður Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Erlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Stormur gengur yfir sunnan- og vestanvert landið Veður Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Innlent Fleiri fréttir Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Sjá meira