Leik lokið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna Ágúst Orri Arnarson skrifar 21. september 2025 18:32 Gylfi Þór reyndist bjargvættur Víkinga í kvöld. Vísir/Diego Víkingur vann 2-1 gegn Fram í fyrstu umferð efri hluta Bestu deildar karla. Víkingar komust yfir eftir vafasama vítaspyrnu, fengu svo á sig klaufalegt jöfnunarmark en Gylfi Þór Sigurðsson tryggði sigurinn með góðu skoti. Víkingur styrkir stöðu sína í efsta sæti deildarinnar með þessum sigri og þakkar FH kærlega fyrir að gera markalaust jafntefli við Stjörnuna á sama tíma. Víkingur er í efsta sæti með 45 stig, Stjarnan er þar á eftir með 41 stig og Valur í þriðja sæti með 40 stig en á leik til góða. Markalaust í hálfleik Víkingur var meira með boltann og barðist við að brjóta varnarmúr Fram á bak aftur. Gestirnir vörðust vel og voru hættulegir í sínum skyndisóknum. Staðan var markalaus í hálfleik en þá höfðu heimamenn farið illa með tvö mjög góð færi. Gylfi Sigurðsson slapp fyrst í gegn en var í ójafnvægi og skaut framhjá. Viktor Örlygur slapp svo inn fyrir en tók óþarfa snertingu og skaut í varnarmann. Vafasöm vítaspyrna Víkings í upphafi seinni hálfleiks Skammt var hins vegar liðið af seinni hálfleik þegar Víkingur tók forystuna. Karl Friðleifur fiskaði þá vítaspyrnu og gerði Frey Sigurðsson brotlegan. Líklega hefði aldrei átt að dæma víti þarna, Freyr var á undan í boltann, en brot dæmt engu að síður. Helgi Guðjónsson steig á punktinn og skoraði úr annarri tilraun. Viktor Freyr varði fyrra vítið vel en fór of snemma af línunni og Helgi fékk annan séns sem hann nýtti vel. Fram jafnaði gegn gangi leiksins Fátt gerðist næstu fimmtán mínútur en þá skoraði Fram skyndilega jöfnunarmark, eiginlega upp úr engu. Víkingar lentu í vandræðum með að hreinsa burt eftir fyrirgjöf og boltinn datt fyrir fætur varamannsins Jakobs Byström sem lagði hann í netið. Gylfi tryggði sigur Þá tóku Víkingar aftur við sér, um leið og staðan varð jöfn, og skömmu síðar tóku þeir forystuna á ný. Aftur þurftu Víkingar tvær skottilraunir til að skora. Gylfi Þór Sigurðsson skaut fyrst með vinstri, í varnarmann, en fékk boltann aftur og renndi honum í netið með hægri fæti. Rúnar fékk rautt Undir lokin færðist hiti og harka í leikinn í stóraukna magni. Fjöldi spjalda fór á loft og flestöll gul en Rúnar Kristinsson, þjálfari Fram, fékk tvö svoleiðis og þar af leiðandi rautt. Hann lét ekki segjast þegar dómarinn reyndi að þagga niður í honum. Fram reyndi síðan að sækja jöfnunarmark í uppbótartímanum en tókst ekki. Atvik leiksins Vítaspyrnan sem Víkingur fékk var sannarlega vafasöm, þó brotið virtist augljóst við fyrstu sýn hefði dómurinn líklega ekki staðið í deild með VAR-dómara. Víkingur tók vítaspyrnuna síðan tvisvar vegna þess að Viktor Freyr fór of snemma af línunni, að mati dómara. Báðir dómar voru mjög umdeildir og að mati Fram, rangir. Þetta mál dró síðan dilk á eftir sér sem endaði með rauðu spjaldi Rúnars Kristinssonar. Dómarar [6] Leiknum var leyft að fljóta vel í fyrri hálfleik en í upphafi seinni hálfleiks tók Sigurður Hjörtur Þrastarson ranga ákvörðun og dæmdi víti. Eftir það tókst dómarateyminu illa að halda stjórn, enda voru Framarar bandbrjálaðir út í þá. Leikurinn leystist síðan upp í vitleysu undir lokin, Rúnar Kristinsson fékk rautt spjald og fjölmargir fengu gult fyrir brot eða kjaft. Dómarateymið fær því ekki háa einkunn fyrir sína frammistöðu en sleppur við fall, vegna þess að við fyrstu sýn virtist vítadómurinn réttur og hér á landi hefur dómarinn auðvitað ekkert annað en fyrstu sýn. „Mér fannst hann fara af línunni“ Helgi Guðjónsson spilaði sem vinstri bakvörður og skoraði fyrsta mark kvöldsins úr vítaspyrnu. vísir/Hulda Margrét „Alltaf jafn erfitt að spila við þá og þetta fer alltaf í algjöra baráttu og klafs en ógeðslega sætt að klára þetta“ sagði markaskorarinn Helgi Guðjónsson strax eftir leik. Hans fyrrum félagar í Fram létu finna vel fyrir sér í leiknum og Helgi mætti með blóðugan sköflung í viðtal. „Já heldur betur. Sama hvort það var inni á vellinum eða Rúnar hérna á hliðarlínunni að rífa kjaft við dómara, þeir gefa allt í þetta og eru alltaf erfiðir við að eiga.“ Helgi þurfti tvær tilraunir til að skora úr vítaspyrnunni og segir augljóst hvað gekk betur í þeirri seinni. „Þá fór hann ekki af línunni. Ég held að það sé svolítið málið. Mér fannst hann fara af línunni og treysti því að þetta sé rétt.“ Í miðju viðtali lauk leik Stjörnunnar og FH, með markalausu jafntefli sem styrkir stöðu Víkings á toppnum. „Það getur verið kúnst að leiða en okkur líður vel með það og við vitum, sama hvort við erum á toppnum eða ekki, að við þurfum að vinna okkar leiki. Þá stöndum við uppi sem sigurvegarar og það ætlum við okkur að gera.“ „Skuldaði okkur mark eftir færið sem hann brenndi í fyrri hálfleik“ Sölvi Geir Ottesen, þjálfari Víkings, var léttur í lund að leik loknum. Vísir/Einar „Fram spilaði þéttan og góðan varnarleik en mér fannst við samt koma okkur í góðar stöður í fyrri hálfleik og hefðum hæglega getað skorað mark. Ég var virkilega sáttur með varnarleikinn í heild sinni, þeir sköpuðu alls ekki mikið af færum… Síðan fáum við klaufalegt mark á okkur en yfir heildina er ég hrikalega sáttur með þetta. Sérstaklega stuðningsmennina, þeir voru gargandi á okkur allan tímann“ sagði Sölvi Geir Ottesen, þjálfari Víkings, eftir leik. „Þetta var klaufalegt mark [sem Fram skoraði]. Smá misskilningur milli Ingvars og Olivers. En við brugðumst vel við, héldum áfram að sækja á þá og Gylfi skoraði glæsilegt mark, sem hann skuldaði okkur eftir færið sem hann brenndi í fyrri hálfleik.“ FH gerði Víkingi mikinn greiða með því að halda út markalaust jafntefli gegn Stjörnunni í Garðabæ. Sölvi hringir væntanlega í Hafnarfjörðinn og þakkar fyrir það? „Þeir hafa verið góðir við okkur undanfarin ár í þessum lokaleikjum, mér er minnisstætt 2021 tímabilið. En það er hellingur eftir af þessu móti, við getum verið glaðir með þessi úrslit en nú er bara fókus á næsta leik. Hörkuleikur á móti Stjörnunni.“ Stjörnur og skúrkar Heilsteypt frammistaða hjá Víkingsliðinu. Framarinn Freyr Sigurðsson frábær í kvöld. Þvílíkur orkubolti á miðjunni, Hornfirðingurinn gaf ekkert eftir á miðjunni. Magnús Ingi Þórðarson stóð sig vel í framherjastöðunni, sem hann er ekki vanur að spila. Stemning og umgjörð Tæplega tólf hundruð manns sem mættu í Víkina og létu bara nokkuð vel í sér heyra. Fínasta stemning svona á sunnudagskvöldi. Myrkur í Fossvoginum og spilað í flóðljósum, sem eykur stemninguna auðvitað alltaf. Besta deild karla Víkingur Reykjavík Fram
Víkingur vann 2-1 gegn Fram í fyrstu umferð efri hluta Bestu deildar karla. Víkingar komust yfir eftir vafasama vítaspyrnu, fengu svo á sig klaufalegt jöfnunarmark en Gylfi Þór Sigurðsson tryggði sigurinn með góðu skoti. Víkingur styrkir stöðu sína í efsta sæti deildarinnar með þessum sigri og þakkar FH kærlega fyrir að gera markalaust jafntefli við Stjörnuna á sama tíma. Víkingur er í efsta sæti með 45 stig, Stjarnan er þar á eftir með 41 stig og Valur í þriðja sæti með 40 stig en á leik til góða. Markalaust í hálfleik Víkingur var meira með boltann og barðist við að brjóta varnarmúr Fram á bak aftur. Gestirnir vörðust vel og voru hættulegir í sínum skyndisóknum. Staðan var markalaus í hálfleik en þá höfðu heimamenn farið illa með tvö mjög góð færi. Gylfi Sigurðsson slapp fyrst í gegn en var í ójafnvægi og skaut framhjá. Viktor Örlygur slapp svo inn fyrir en tók óþarfa snertingu og skaut í varnarmann. Vafasöm vítaspyrna Víkings í upphafi seinni hálfleiks Skammt var hins vegar liðið af seinni hálfleik þegar Víkingur tók forystuna. Karl Friðleifur fiskaði þá vítaspyrnu og gerði Frey Sigurðsson brotlegan. Líklega hefði aldrei átt að dæma víti þarna, Freyr var á undan í boltann, en brot dæmt engu að síður. Helgi Guðjónsson steig á punktinn og skoraði úr annarri tilraun. Viktor Freyr varði fyrra vítið vel en fór of snemma af línunni og Helgi fékk annan séns sem hann nýtti vel. Fram jafnaði gegn gangi leiksins Fátt gerðist næstu fimmtán mínútur en þá skoraði Fram skyndilega jöfnunarmark, eiginlega upp úr engu. Víkingar lentu í vandræðum með að hreinsa burt eftir fyrirgjöf og boltinn datt fyrir fætur varamannsins Jakobs Byström sem lagði hann í netið. Gylfi tryggði sigur Þá tóku Víkingar aftur við sér, um leið og staðan varð jöfn, og skömmu síðar tóku þeir forystuna á ný. Aftur þurftu Víkingar tvær skottilraunir til að skora. Gylfi Þór Sigurðsson skaut fyrst með vinstri, í varnarmann, en fékk boltann aftur og renndi honum í netið með hægri fæti. Rúnar fékk rautt Undir lokin færðist hiti og harka í leikinn í stóraukna magni. Fjöldi spjalda fór á loft og flestöll gul en Rúnar Kristinsson, þjálfari Fram, fékk tvö svoleiðis og þar af leiðandi rautt. Hann lét ekki segjast þegar dómarinn reyndi að þagga niður í honum. Fram reyndi síðan að sækja jöfnunarmark í uppbótartímanum en tókst ekki. Atvik leiksins Vítaspyrnan sem Víkingur fékk var sannarlega vafasöm, þó brotið virtist augljóst við fyrstu sýn hefði dómurinn líklega ekki staðið í deild með VAR-dómara. Víkingur tók vítaspyrnuna síðan tvisvar vegna þess að Viktor Freyr fór of snemma af línunni, að mati dómara. Báðir dómar voru mjög umdeildir og að mati Fram, rangir. Þetta mál dró síðan dilk á eftir sér sem endaði með rauðu spjaldi Rúnars Kristinssonar. Dómarar [6] Leiknum var leyft að fljóta vel í fyrri hálfleik en í upphafi seinni hálfleiks tók Sigurður Hjörtur Þrastarson ranga ákvörðun og dæmdi víti. Eftir það tókst dómarateyminu illa að halda stjórn, enda voru Framarar bandbrjálaðir út í þá. Leikurinn leystist síðan upp í vitleysu undir lokin, Rúnar Kristinsson fékk rautt spjald og fjölmargir fengu gult fyrir brot eða kjaft. Dómarateymið fær því ekki háa einkunn fyrir sína frammistöðu en sleppur við fall, vegna þess að við fyrstu sýn virtist vítadómurinn réttur og hér á landi hefur dómarinn auðvitað ekkert annað en fyrstu sýn. „Mér fannst hann fara af línunni“ Helgi Guðjónsson spilaði sem vinstri bakvörður og skoraði fyrsta mark kvöldsins úr vítaspyrnu. vísir/Hulda Margrét „Alltaf jafn erfitt að spila við þá og þetta fer alltaf í algjöra baráttu og klafs en ógeðslega sætt að klára þetta“ sagði markaskorarinn Helgi Guðjónsson strax eftir leik. Hans fyrrum félagar í Fram létu finna vel fyrir sér í leiknum og Helgi mætti með blóðugan sköflung í viðtal. „Já heldur betur. Sama hvort það var inni á vellinum eða Rúnar hérna á hliðarlínunni að rífa kjaft við dómara, þeir gefa allt í þetta og eru alltaf erfiðir við að eiga.“ Helgi þurfti tvær tilraunir til að skora úr vítaspyrnunni og segir augljóst hvað gekk betur í þeirri seinni. „Þá fór hann ekki af línunni. Ég held að það sé svolítið málið. Mér fannst hann fara af línunni og treysti því að þetta sé rétt.“ Í miðju viðtali lauk leik Stjörnunnar og FH, með markalausu jafntefli sem styrkir stöðu Víkings á toppnum. „Það getur verið kúnst að leiða en okkur líður vel með það og við vitum, sama hvort við erum á toppnum eða ekki, að við þurfum að vinna okkar leiki. Þá stöndum við uppi sem sigurvegarar og það ætlum við okkur að gera.“ „Skuldaði okkur mark eftir færið sem hann brenndi í fyrri hálfleik“ Sölvi Geir Ottesen, þjálfari Víkings, var léttur í lund að leik loknum. Vísir/Einar „Fram spilaði þéttan og góðan varnarleik en mér fannst við samt koma okkur í góðar stöður í fyrri hálfleik og hefðum hæglega getað skorað mark. Ég var virkilega sáttur með varnarleikinn í heild sinni, þeir sköpuðu alls ekki mikið af færum… Síðan fáum við klaufalegt mark á okkur en yfir heildina er ég hrikalega sáttur með þetta. Sérstaklega stuðningsmennina, þeir voru gargandi á okkur allan tímann“ sagði Sölvi Geir Ottesen, þjálfari Víkings, eftir leik. „Þetta var klaufalegt mark [sem Fram skoraði]. Smá misskilningur milli Ingvars og Olivers. En við brugðumst vel við, héldum áfram að sækja á þá og Gylfi skoraði glæsilegt mark, sem hann skuldaði okkur eftir færið sem hann brenndi í fyrri hálfleik.“ FH gerði Víkingi mikinn greiða með því að halda út markalaust jafntefli gegn Stjörnunni í Garðabæ. Sölvi hringir væntanlega í Hafnarfjörðinn og þakkar fyrir það? „Þeir hafa verið góðir við okkur undanfarin ár í þessum lokaleikjum, mér er minnisstætt 2021 tímabilið. En það er hellingur eftir af þessu móti, við getum verið glaðir með þessi úrslit en nú er bara fókus á næsta leik. Hörkuleikur á móti Stjörnunni.“ Stjörnur og skúrkar Heilsteypt frammistaða hjá Víkingsliðinu. Framarinn Freyr Sigurðsson frábær í kvöld. Þvílíkur orkubolti á miðjunni, Hornfirðingurinn gaf ekkert eftir á miðjunni. Magnús Ingi Þórðarson stóð sig vel í framherjastöðunni, sem hann er ekki vanur að spila. Stemning og umgjörð Tæplega tólf hundruð manns sem mættu í Víkina og létu bara nokkuð vel í sér heyra. Fínasta stemning svona á sunnudagskvöldi. Myrkur í Fossvoginum og spilað í flóðljósum, sem eykur stemninguna auðvitað alltaf.
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann