Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 16. september 2025 09:01 Illa hefur gengið hjá KR-ingunum hans Óskars Hrafns Þorvaldssonar í sumar. vísir/anton Sérfræðingar Stúkunnar, þeir Baldur Sigurðsson og Sigurbjörn Hreiðarsson, gagnrýndu upplegg KR í leiknum gegn Víkingi sem tapaðist, 0-7. Þeir segja að leikmenn liðsins séu settir í erfiða stöðu. Tapið á sunnudaginn var jöfnun á stærsta tapi KR í deildakeppni frá því keppni á Íslandsmótinu hófst 1912. KR-ingar eru í 10. sæti Bestu deildar karla með 24 stig, aðeins tveimur stigum frá fallsæti fyrir leikina fimm í úrslitakeppninni. Í Stúkunni í gær fóru þeir Baldur og Sigurbjörn yfir upplegg KR-inga í leiknum gegn Víkingum. Baldur segir að Óskari Hrafni Þorvaldssyni, þjálfara KR, hafi orðið á messunni. „Ég heyrði Óskar líka tala um að mönnum leið kannski ekkert voðalega vel í varnarleiknum og það gerðu þeir svo sannarlega ekki því þarna voru menn, margir hverjir, nánast að spila nýjar stöður. Fyrstu þrjú mörk Víkinga er uppstillingunni að kenna vil ég meina,“ sagði Baldur. „Til að bæta ofan á það gerðist það sem við höfum séð í dálítið langan tíma; þessi svokallaða rangstöðuvörn KR, hvernig þeir stoppa og ætla alltaf að reyna að spila andstæðinginn rangstæðan. Þeir standa bara, bíða og vona að hlaupið komi ekki. Þetta er svo sérstakur varnarleikur. Við Bjössi spiluðum old boys leik við fimmtuga Skota í fyrra og þeir spiluðu svona vörn, því þeir höfðu ekki hreyfigetuna til að hlaupa til baka. Þeir standa hátt, lyfta upp höndinni og vonast eftir rangstöðu. Klók lið refsa svona,“ sagði Baldur ennfremur yfir myndefni af mislukkaðri rangstöðutaktík KR. Klippa: Stúkan - umræða um upplegg KR Baldur segir að Óskar Hrafn hafi nánast gefið frat í varnarleik KR í sumar. „Hvernig þeir eru að spila og hvernig hann hefur hundsað varnarleikinn alveg frá byrjun, talað um að þeir ætli bara að taka sóknarleikinn fyrir og varnarleikurinn kemur svo bara seinna. Það er aldeilis að koma í bakið á þeim núna og hefur versnað og versnað,“ sagði Baldur. „Þetta eru ekki slæmir leikmenn. Kannski ekki jafn góðir og við vorum með í Blikaliðinu. Þetta er kannski ekki Íslandsmeistarahópur en það hjálpar þeim ekki að vera að spila svona. Við erum að horfa á mjög fína leikmenn í efstu deild spila mjög illa út af því hvernig þeir stilla upp.“ Sigurbjörn tók svo til máls. „Leikurinn minnti mig á unga gamla á æfingu. Ungir með boltann, allir að hlaupa og flott en svo rúlla gamlir upp leiknum,“ sagði Sigurbjörn. Hann er sannfærður um að ef KR bjargar sér frá falli muni liðið koma sterkara til baka og Óskari takist að fara með það á þann stað sem hann vill. Innslagið úr Stúkunni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Besta deild karla KR Stúkan Tengdar fréttir „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ KR tapaði 0-7 fyrir Víkingum í lokaumferð Bestu deildar karla í dag. Stærsta deildartap KR-inga og það á heimavelli. 14. september 2025 19:03 Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli KR-ingar máttu þola niðurlægjandi 0-7 tap er liðið tók á móti Víkingi í lokaumferð Bestu-deildar karla fyrir skiptingu. Með sigrinum skjótast Víkingar á topp deildarinnar, í það minnsta í bili. 14. september 2025 15:46 Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Körfubolti Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Enski boltinn Aldrei meiri aldursmunur Enski boltinn Rakel Sara vann tvenn verðlaun á Norður-Evrópumótinu Sport Hágrét eftir heimsmeistaratitil Sport Fleiri fréttir Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Sjá meira
Tapið á sunnudaginn var jöfnun á stærsta tapi KR í deildakeppni frá því keppni á Íslandsmótinu hófst 1912. KR-ingar eru í 10. sæti Bestu deildar karla með 24 stig, aðeins tveimur stigum frá fallsæti fyrir leikina fimm í úrslitakeppninni. Í Stúkunni í gær fóru þeir Baldur og Sigurbjörn yfir upplegg KR-inga í leiknum gegn Víkingum. Baldur segir að Óskari Hrafni Þorvaldssyni, þjálfara KR, hafi orðið á messunni. „Ég heyrði Óskar líka tala um að mönnum leið kannski ekkert voðalega vel í varnarleiknum og það gerðu þeir svo sannarlega ekki því þarna voru menn, margir hverjir, nánast að spila nýjar stöður. Fyrstu þrjú mörk Víkinga er uppstillingunni að kenna vil ég meina,“ sagði Baldur. „Til að bæta ofan á það gerðist það sem við höfum séð í dálítið langan tíma; þessi svokallaða rangstöðuvörn KR, hvernig þeir stoppa og ætla alltaf að reyna að spila andstæðinginn rangstæðan. Þeir standa bara, bíða og vona að hlaupið komi ekki. Þetta er svo sérstakur varnarleikur. Við Bjössi spiluðum old boys leik við fimmtuga Skota í fyrra og þeir spiluðu svona vörn, því þeir höfðu ekki hreyfigetuna til að hlaupa til baka. Þeir standa hátt, lyfta upp höndinni og vonast eftir rangstöðu. Klók lið refsa svona,“ sagði Baldur ennfremur yfir myndefni af mislukkaðri rangstöðutaktík KR. Klippa: Stúkan - umræða um upplegg KR Baldur segir að Óskar Hrafn hafi nánast gefið frat í varnarleik KR í sumar. „Hvernig þeir eru að spila og hvernig hann hefur hundsað varnarleikinn alveg frá byrjun, talað um að þeir ætli bara að taka sóknarleikinn fyrir og varnarleikurinn kemur svo bara seinna. Það er aldeilis að koma í bakið á þeim núna og hefur versnað og versnað,“ sagði Baldur. „Þetta eru ekki slæmir leikmenn. Kannski ekki jafn góðir og við vorum með í Blikaliðinu. Þetta er kannski ekki Íslandsmeistarahópur en það hjálpar þeim ekki að vera að spila svona. Við erum að horfa á mjög fína leikmenn í efstu deild spila mjög illa út af því hvernig þeir stilla upp.“ Sigurbjörn tók svo til máls. „Leikurinn minnti mig á unga gamla á æfingu. Ungir með boltann, allir að hlaupa og flott en svo rúlla gamlir upp leiknum,“ sagði Sigurbjörn. Hann er sannfærður um að ef KR bjargar sér frá falli muni liðið koma sterkara til baka og Óskari takist að fara með það á þann stað sem hann vill. Innslagið úr Stúkunni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Besta deild karla KR Stúkan Tengdar fréttir „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ KR tapaði 0-7 fyrir Víkingum í lokaumferð Bestu deildar karla í dag. Stærsta deildartap KR-inga og það á heimavelli. 14. september 2025 19:03 Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli KR-ingar máttu þola niðurlægjandi 0-7 tap er liðið tók á móti Víkingi í lokaumferð Bestu-deildar karla fyrir skiptingu. Með sigrinum skjótast Víkingar á topp deildarinnar, í það minnsta í bili. 14. september 2025 15:46 Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Körfubolti Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Enski boltinn Aldrei meiri aldursmunur Enski boltinn Rakel Sara vann tvenn verðlaun á Norður-Evrópumótinu Sport Hágrét eftir heimsmeistaratitil Sport Fleiri fréttir Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Sjá meira
„Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ KR tapaði 0-7 fyrir Víkingum í lokaumferð Bestu deildar karla í dag. Stærsta deildartap KR-inga og það á heimavelli. 14. september 2025 19:03
Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli KR-ingar máttu þola niðurlægjandi 0-7 tap er liðið tók á móti Víkingi í lokaumferð Bestu-deildar karla fyrir skiptingu. Með sigrinum skjótast Víkingar á topp deildarinnar, í það minnsta í bili. 14. september 2025 15:46