„Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Hinrik Wöhler skrifar 14. september 2025 17:00 Það kemur í ljós á morgun hvort Rúnar Kristinsson og leikmenn Fram verði í efri eða neðra helming deildarinnar. Vísir/Diego Rúnar Kristinsson, þjálfari Fram, var þokkalega sáttur með eitt stig á Kaplakrikavelli í dag. Áhorfendur fengu nóg fyrir peninginn enda bauð leikurinn upp á fjögur mörk, rautt spjald og dramatík á síðustu mínútum. „Frábær leikur og flott mörk. Það var barátta, tvö lið sem vildu vinna leikinn. Breytingin hjá Heimi um miðjan síðari hálfleik sneri leiknum við. Mér fannst við hafa nokkuð góð tök á honum þangað til, í stöðunni 1-0. Hann gerir þrefalda skiptingu og úr því koma tvö frábær mörk,“ sagði Rúnar. Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, gerði þrefalda breytingu eftir rúmlega klukkutíma leik og kom meiri kraftur í Hafnfirðinga. Hins vegar fékk leikmaður FH, Jóhann Ægir Arnarsson, rautt spjald á 83. mínútu og náðu Framarar að nýta sér liðsmuninn. „Hann gerði reyndar eina í viðbót og úr henni varð rautt spjald, þannig þetta snerist aftur okkur í hag og við náðum að þrýsta inn marki inn í restina. Við náðum að jafna, sem var kærkomið, þar sem stig heldur okkur inn í möguleikanum að vera í efri hlutanum. Hjálpar okkur líka ef við lendum í neðri hlutanum, þar sem við þurfum að halda áfram að safna stigum.“ Fram var með ágætis tök á leiknum framan af en eftir þrefalda skiptingu hjá FH skoruðu Hafnfirðingar tvö mörk með skömmu millibili. Rúnar segir að það hafi tekið sína menn smá tíma að átta sig á breyttu leikskipulagi og nýjum leikmönnum. „Þeir breyttu um leikskipulag, fengu öðruvísi týpur af leikmönnum inn á og það tekur smá tíma að átta sig á því. Við vorum full værukærir en ég ætla ekki að taka frá þeim, þetta voru frábær mörk. Fyrra markið var frábært spil og seinna markið fínt skot, vel klárað hjá FH-ingum. Við náðum ekki að loka á þá.“ „Ég held að lukkan hafi snúist með okkur fyrir tveimur vikum þegar við náðum að sigra Val á síðustu mínútu og aftur í dag. Það hjálpar, öll svona lítil atriði. Þegar við erum nýbúnir að gera þetta þá hafa menn trú á því að þetta sé hægt aftur,“ sagði Rúnar. Hinn markheppni Sigurjón Sigurjón Rúnarsson var hetja Framara þegar hann náði að koma boltanum í netið í uppbótartíma. Rúnar segir að þetta hafi verið teiknað upp á æfingasvæðinu. „Við vorum búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn í restina ef við þyrftum á marki að halda. Hann er sterkur skallamaður, stór og markheppinn og náði að pota inn einu og náði að jafna. Við hefðum hæglega getað stolið þessu á síðustu sekúndum.“ Þurfa að bíða til morguns Þetta var síðasti leikur liðanna í hefðbundinni deildarkeppni áður en hún skiptist upp. Jafntefli þýðir að FH er öruggt með sæti í efri hluta Bestu deildarinnar en Fram þarf að bíða til morguns. Ef ÍBV sigrar Breiðablik þá enda Framarar í neðri hluta deildarinnar og Rúnar segir að það muni vera mikil vonbrigði. „Það verða mikil vonbrigði ef við lendum þar miðað við hvernig við erum að spila í sumar. Miðað við getu okkar en ég horfi á þetta með Fram-gleraugunum. Við höfum spilað frábæran fótbolta í sumar, bæði góðan varnarleik og höfum verið í hápressu oft á tíðum. Höfum haldið í boltann og höfum fengið fullt af færum.“ „Persónulega finnst mér að við ættum að vera með fleiri stig en flestir þjálfarar geta horft til baka og sagt að við hefðum getað fengið tvö stig þarna eða víti. Við erum búnir að sýna það í sumar að við höfum ýmislegt í það að gera að vera í efri helming,“ sagði Rúnar að lokum. Fram Besta deild karla Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Íslenski boltinn Víti í blálokin dugði Liverpool Enski boltinn Tvö frá Haaland og Manchester er blá Enski boltinn Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Í beinni: Valur - Stjarnan | Toppslagur á Hlíðarenda Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Íslenski boltinn Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Valur - Stjarnan | Toppslagur á Hlíðarenda „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Sjá meira
„Frábær leikur og flott mörk. Það var barátta, tvö lið sem vildu vinna leikinn. Breytingin hjá Heimi um miðjan síðari hálfleik sneri leiknum við. Mér fannst við hafa nokkuð góð tök á honum þangað til, í stöðunni 1-0. Hann gerir þrefalda skiptingu og úr því koma tvö frábær mörk,“ sagði Rúnar. Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, gerði þrefalda breytingu eftir rúmlega klukkutíma leik og kom meiri kraftur í Hafnfirðinga. Hins vegar fékk leikmaður FH, Jóhann Ægir Arnarsson, rautt spjald á 83. mínútu og náðu Framarar að nýta sér liðsmuninn. „Hann gerði reyndar eina í viðbót og úr henni varð rautt spjald, þannig þetta snerist aftur okkur í hag og við náðum að þrýsta inn marki inn í restina. Við náðum að jafna, sem var kærkomið, þar sem stig heldur okkur inn í möguleikanum að vera í efri hlutanum. Hjálpar okkur líka ef við lendum í neðri hlutanum, þar sem við þurfum að halda áfram að safna stigum.“ Fram var með ágætis tök á leiknum framan af en eftir þrefalda skiptingu hjá FH skoruðu Hafnfirðingar tvö mörk með skömmu millibili. Rúnar segir að það hafi tekið sína menn smá tíma að átta sig á breyttu leikskipulagi og nýjum leikmönnum. „Þeir breyttu um leikskipulag, fengu öðruvísi týpur af leikmönnum inn á og það tekur smá tíma að átta sig á því. Við vorum full værukærir en ég ætla ekki að taka frá þeim, þetta voru frábær mörk. Fyrra markið var frábært spil og seinna markið fínt skot, vel klárað hjá FH-ingum. Við náðum ekki að loka á þá.“ „Ég held að lukkan hafi snúist með okkur fyrir tveimur vikum þegar við náðum að sigra Val á síðustu mínútu og aftur í dag. Það hjálpar, öll svona lítil atriði. Þegar við erum nýbúnir að gera þetta þá hafa menn trú á því að þetta sé hægt aftur,“ sagði Rúnar. Hinn markheppni Sigurjón Sigurjón Rúnarsson var hetja Framara þegar hann náði að koma boltanum í netið í uppbótartíma. Rúnar segir að þetta hafi verið teiknað upp á æfingasvæðinu. „Við vorum búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn í restina ef við þyrftum á marki að halda. Hann er sterkur skallamaður, stór og markheppinn og náði að pota inn einu og náði að jafna. Við hefðum hæglega getað stolið þessu á síðustu sekúndum.“ Þurfa að bíða til morguns Þetta var síðasti leikur liðanna í hefðbundinni deildarkeppni áður en hún skiptist upp. Jafntefli þýðir að FH er öruggt með sæti í efri hluta Bestu deildarinnar en Fram þarf að bíða til morguns. Ef ÍBV sigrar Breiðablik þá enda Framarar í neðri hluta deildarinnar og Rúnar segir að það muni vera mikil vonbrigði. „Það verða mikil vonbrigði ef við lendum þar miðað við hvernig við erum að spila í sumar. Miðað við getu okkar en ég horfi á þetta með Fram-gleraugunum. Við höfum spilað frábæran fótbolta í sumar, bæði góðan varnarleik og höfum verið í hápressu oft á tíðum. Höfum haldið í boltann og höfum fengið fullt af færum.“ „Persónulega finnst mér að við ættum að vera með fleiri stig en flestir þjálfarar geta horft til baka og sagt að við hefðum getað fengið tvö stig þarna eða víti. Við erum búnir að sýna það í sumar að við höfum ýmislegt í það að gera að vera í efri helming,“ sagði Rúnar að lokum.
Fram Besta deild karla Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Íslenski boltinn Víti í blálokin dugði Liverpool Enski boltinn Tvö frá Haaland og Manchester er blá Enski boltinn Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Í beinni: Valur - Stjarnan | Toppslagur á Hlíðarenda Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Íslenski boltinn Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Valur - Stjarnan | Toppslagur á Hlíðarenda „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Sjá meira