„Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Hinrik Wöhler skrifar 14. september 2025 17:00 Það kemur í ljós á morgun hvort Rúnar Kristinsson og leikmenn Fram verði í efri eða neðra helming deildarinnar. Vísir/Diego Rúnar Kristinsson, þjálfari Fram, var þokkalega sáttur með eitt stig á Kaplakrikavelli í dag. Áhorfendur fengu nóg fyrir peninginn enda bauð leikurinn upp á fjögur mörk, rautt spjald og dramatík á síðustu mínútum. „Frábær leikur og flott mörk. Það var barátta, tvö lið sem vildu vinna leikinn. Breytingin hjá Heimi um miðjan síðari hálfleik sneri leiknum við. Mér fannst við hafa nokkuð góð tök á honum þangað til, í stöðunni 1-0. Hann gerir þrefalda skiptingu og úr því koma tvö frábær mörk,“ sagði Rúnar. Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, gerði þrefalda breytingu eftir rúmlega klukkutíma leik og kom meiri kraftur í Hafnfirðinga. Hins vegar fékk leikmaður FH, Jóhann Ægir Arnarsson, rautt spjald á 83. mínútu og náðu Framarar að nýta sér liðsmuninn. „Hann gerði reyndar eina í viðbót og úr henni varð rautt spjald, þannig þetta snerist aftur okkur í hag og við náðum að þrýsta inn marki inn í restina. Við náðum að jafna, sem var kærkomið, þar sem stig heldur okkur inn í möguleikanum að vera í efri hlutanum. Hjálpar okkur líka ef við lendum í neðri hlutanum, þar sem við þurfum að halda áfram að safna stigum.“ Fram var með ágætis tök á leiknum framan af en eftir þrefalda skiptingu hjá FH skoruðu Hafnfirðingar tvö mörk með skömmu millibili. Rúnar segir að það hafi tekið sína menn smá tíma að átta sig á breyttu leikskipulagi og nýjum leikmönnum. „Þeir breyttu um leikskipulag, fengu öðruvísi týpur af leikmönnum inn á og það tekur smá tíma að átta sig á því. Við vorum full værukærir en ég ætla ekki að taka frá þeim, þetta voru frábær mörk. Fyrra markið var frábært spil og seinna markið fínt skot, vel klárað hjá FH-ingum. Við náðum ekki að loka á þá.“ „Ég held að lukkan hafi snúist með okkur fyrir tveimur vikum þegar við náðum að sigra Val á síðustu mínútu og aftur í dag. Það hjálpar, öll svona lítil atriði. Þegar við erum nýbúnir að gera þetta þá hafa menn trú á því að þetta sé hægt aftur,“ sagði Rúnar. Hinn markheppni Sigurjón Sigurjón Rúnarsson var hetja Framara þegar hann náði að koma boltanum í netið í uppbótartíma. Rúnar segir að þetta hafi verið teiknað upp á æfingasvæðinu. „Við vorum búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn í restina ef við þyrftum á marki að halda. Hann er sterkur skallamaður, stór og markheppinn og náði að pota inn einu og náði að jafna. Við hefðum hæglega getað stolið þessu á síðustu sekúndum.“ Þurfa að bíða til morguns Þetta var síðasti leikur liðanna í hefðbundinni deildarkeppni áður en hún skiptist upp. Jafntefli þýðir að FH er öruggt með sæti í efri hluta Bestu deildarinnar en Fram þarf að bíða til morguns. Ef ÍBV sigrar Breiðablik þá enda Framarar í neðri hluta deildarinnar og Rúnar segir að það muni vera mikil vonbrigði. „Það verða mikil vonbrigði ef við lendum þar miðað við hvernig við erum að spila í sumar. Miðað við getu okkar en ég horfi á þetta með Fram-gleraugunum. Við höfum spilað frábæran fótbolta í sumar, bæði góðan varnarleik og höfum verið í hápressu oft á tíðum. Höfum haldið í boltann og höfum fengið fullt af færum.“ „Persónulega finnst mér að við ættum að vera með fleiri stig en flestir þjálfarar geta horft til baka og sagt að við hefðum getað fengið tvö stig þarna eða víti. Við erum búnir að sýna það í sumar að við höfum ýmislegt í það að gera að vera í efri helming,“ sagði Rúnar að lokum. Fram Besta deild karla Mest lesið Leeds - Liverpool | Starfið undir hjá Slot? Enski boltinn Hádramatík í lokin á Villa Park Enski boltinn „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Handbolti „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Handbolti Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Íslenski boltinn Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld Handbolti Albert aftur í byrjunarliðið en martröðin heldur áfram Fótbolti Þriðji í röð án sigurs hjá Chelsea Enski boltinn Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Enski boltinn Heimir bjartsýnn eftir HM-drátt: „Þetta er riðill sem við getum unnið“ Fótbolti Fleiri fréttir Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Sjá meira
„Frábær leikur og flott mörk. Það var barátta, tvö lið sem vildu vinna leikinn. Breytingin hjá Heimi um miðjan síðari hálfleik sneri leiknum við. Mér fannst við hafa nokkuð góð tök á honum þangað til, í stöðunni 1-0. Hann gerir þrefalda skiptingu og úr því koma tvö frábær mörk,“ sagði Rúnar. Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, gerði þrefalda breytingu eftir rúmlega klukkutíma leik og kom meiri kraftur í Hafnfirðinga. Hins vegar fékk leikmaður FH, Jóhann Ægir Arnarsson, rautt spjald á 83. mínútu og náðu Framarar að nýta sér liðsmuninn. „Hann gerði reyndar eina í viðbót og úr henni varð rautt spjald, þannig þetta snerist aftur okkur í hag og við náðum að þrýsta inn marki inn í restina. Við náðum að jafna, sem var kærkomið, þar sem stig heldur okkur inn í möguleikanum að vera í efri hlutanum. Hjálpar okkur líka ef við lendum í neðri hlutanum, þar sem við þurfum að halda áfram að safna stigum.“ Fram var með ágætis tök á leiknum framan af en eftir þrefalda skiptingu hjá FH skoruðu Hafnfirðingar tvö mörk með skömmu millibili. Rúnar segir að það hafi tekið sína menn smá tíma að átta sig á breyttu leikskipulagi og nýjum leikmönnum. „Þeir breyttu um leikskipulag, fengu öðruvísi týpur af leikmönnum inn á og það tekur smá tíma að átta sig á því. Við vorum full værukærir en ég ætla ekki að taka frá þeim, þetta voru frábær mörk. Fyrra markið var frábært spil og seinna markið fínt skot, vel klárað hjá FH-ingum. Við náðum ekki að loka á þá.“ „Ég held að lukkan hafi snúist með okkur fyrir tveimur vikum þegar við náðum að sigra Val á síðustu mínútu og aftur í dag. Það hjálpar, öll svona lítil atriði. Þegar við erum nýbúnir að gera þetta þá hafa menn trú á því að þetta sé hægt aftur,“ sagði Rúnar. Hinn markheppni Sigurjón Sigurjón Rúnarsson var hetja Framara þegar hann náði að koma boltanum í netið í uppbótartíma. Rúnar segir að þetta hafi verið teiknað upp á æfingasvæðinu. „Við vorum búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn í restina ef við þyrftum á marki að halda. Hann er sterkur skallamaður, stór og markheppinn og náði að pota inn einu og náði að jafna. Við hefðum hæglega getað stolið þessu á síðustu sekúndum.“ Þurfa að bíða til morguns Þetta var síðasti leikur liðanna í hefðbundinni deildarkeppni áður en hún skiptist upp. Jafntefli þýðir að FH er öruggt með sæti í efri hluta Bestu deildarinnar en Fram þarf að bíða til morguns. Ef ÍBV sigrar Breiðablik þá enda Framarar í neðri hluta deildarinnar og Rúnar segir að það muni vera mikil vonbrigði. „Það verða mikil vonbrigði ef við lendum þar miðað við hvernig við erum að spila í sumar. Miðað við getu okkar en ég horfi á þetta með Fram-gleraugunum. Við höfum spilað frábæran fótbolta í sumar, bæði góðan varnarleik og höfum verið í hápressu oft á tíðum. Höfum haldið í boltann og höfum fengið fullt af færum.“ „Persónulega finnst mér að við ættum að vera með fleiri stig en flestir þjálfarar geta horft til baka og sagt að við hefðum getað fengið tvö stig þarna eða víti. Við erum búnir að sýna það í sumar að við höfum ýmislegt í það að gera að vera í efri helming,“ sagði Rúnar að lokum.
Fram Besta deild karla Mest lesið Leeds - Liverpool | Starfið undir hjá Slot? Enski boltinn Hádramatík í lokin á Villa Park Enski boltinn „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Handbolti „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Handbolti Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Íslenski boltinn Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld Handbolti Albert aftur í byrjunarliðið en martröðin heldur áfram Fótbolti Þriðji í röð án sigurs hjá Chelsea Enski boltinn Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Enski boltinn Heimir bjartsýnn eftir HM-drátt: „Þetta er riðill sem við getum unnið“ Fótbolti Fleiri fréttir Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Sjá meira