Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 13. september 2025 21:29 Alma Möller er heilbrigðisráðherra. Vísir/Anton Brink Alma Möller heilbrigðisráðherra segir talsverðrar vanþekkingar gæta í opinberri umræðu um málefni og stöðu trans fólks á Íslandi. Sérfræðingar stígi ógjarnan fram af ótta við ónæði eða aðkast. Í tilefni af því fjallar ráðherrann almennt um heilbrigðisþjónustu við trans fólk á Íslandi í skoðanagrein á Vísi. Hún segir meðferð trans fólks í heilbrigðiskerfinu í föstum skorðum þar sem leitast sé við að veita örugga meðferð sem byggi á bestu þekkingu með stuðning og ábyrga upplýsingagjöf í öndvegi. „Umræða um hvort kynin séu aðeins tvö á ekki við í nútímasamfélagi og almennt er viðurkennt að fjölbreytileiki kyntengdra einkenna, kynvitundar og kynhneigðar sé mikill og í líkingu við róf,“ skrifar hún. Aðskild teymi með sérhæfða þjónustu Árið 2019 voru samþykkt lög um kynrænt sjálfræði sem skilgreina réttindi trans fólks, líkt og ráðherrann kemur sjálfur inn á í umfjöllun sinni. Þar segir að sérhver einstaklingur njóti, í samræmi við aldur og þroska, oskorðaðs réttar til að skilgreina kyn sitt og sjálfræðis um breytingar á kyneinkennum. „Í lögunum er kveðið á um að á stærstu og sérhæfðustu heilbrigðisstofnun okkar, Landspítala skuli starfa teymi sem skipuleggi og veiti þá heilbrigðisþjónustu sem þörf er á. Transteymi Landspítala eru tvö, fullorðinsteymi og barnateymi auk sérstakts teymis um börn sem fæðast með ódæmigerð kyneinkenni (intersex einstaklingar),“ skrifar Alma. Hún segir það hafa gengið hægt framan af að manna teymin enda um afar sérhæfða þjónustu að ræða. Þörf hafi safnast upp og fleiri beiðnir borist en unnt var að anna. Síðustu misseri hafi þó komist betra jafnvægi. Fullorðinsteymi með mikla áherslu á upplýsingagjöf Fullorðinsteyminu segir Alma að sé ætlað að veita skjólstæðingum yfir átján ára aldri upplýsingar, ráðgjöf og meðferð í samræmi við þarfir hvers og eins. Unnið sé með leiðsögn frá erlendum verklagsreglum í samræmi við bestu þekkingu og reynslu. Áhersla sé lögð á sálfræðiþjónustu, stuðningsviðtöl, aðstandendaviðtöl og ráðgjöf fyrir einstaklinga og fjölskyldur. „Fjöldi tilvísana hefur verið 120-140 á ári sl. ár og er biðtími eftir teyminu um tveir mánuðir en lengri bið er eftir sérhæfðri meðferð. Meðferðin er einstaklingsmiðuð og mikil áhersla lögð á að upplýsa um áhættu og fylgikvilla sem fylgt getur meðferð. Hormónameðferð er sinnt af sérfræðingum á því sviði og er eftirfylgd minnst árlega. Bið er enn eftir brjóstnámsaðgerðum en um flóknari aðgerðir er samstarf við sjúkrahús erlendis,“ skrifar Alma. Barnateymi með varfærni að leiðarljósi Þá snýr Alma sér að barnateyminu sem hún segir beita varfærinni nálgun. Teymið veiti börnum yngri en átján ára, sem upplifa misræmi kynvitundar og þess kyns sem þeim var úthlutað við fæðingu, meðferð í samræmi við þarfir, auk stuðnings og ráðgjafar við forsjáraðila. „Þjónustan snýst um að veita börnunum öruggt skjól til þess að kynnast kynvitund sinni. Áhersla er á að efla geðheilsu hópsins og styrkja sjálfsmyndina auk þess sem sálfélagslegri meðferð er sinnt. Að sjálfsögðu er farið að íslenskum lögum og öll þjónustan snýst um góða klíníska starfshætti. Ef þörf krefur er samstarf til staðar við erlenda sérfræðinga,“ segir Alma. Upplýsts samþykkis sé aflað hjá öllum skjólstæðingum fyrir kynstaðfestandi inngripum og gæði þess metin með sérstakri aðferðafræði. Lyfjameðferð sé ekki notuð nema að vandlega yfirlögðu ráði. „Greining sýndi að miðgildi við upphaf hormónablokkmeðferðar var 16,2 ár og við upphaf krosshormónameðferðar 17,1 ár. Fram til þessa hafa engar kynstaðfestandi skurðaðgerðir farið fram hjá skjólstæðingum barna- og unglingageðdeildar undir 18 ára aldri en skv. lögunum koma þær þó til greina hjá 16 ára og eldri,“ segir hún. Fjöldi tilvísana náði hámarki árið 2022 og var þá 60 talsins sem endurspeglaði uppsafnaða þjónustuþörf, að sögn ráðherrans. Talið er að trans einstaklingar séu um 0,3 prósent íbúa sem kemur vel heim og saman við fjölda skjólstæðinga barnateymisins. Þá segir Alma að tilvísunum fari fækkandi og hafi verið á síðastliðnu ári 46 talsins. Umræðan lituð af umræðunni úti Alma segir umræðuna um heilbrigðisþjónustu við trans fólk hér á landi hafa litast af umræðu um málefni trans fólks í Bretlandi. Hún tekur fyrir skýrslu sem barnalæknirinn Hilary Cass vann fyrir bresk heilbrigðisyfirvöld um heilbrigðisþjónustu trans barna og ungmenna. „Gagnrýni Cass beinist helst að skorti á langtímarannsóknum á áhrifum hormónameðferðar en skýrslan er ekki síður gagnrýni á nálgun breskra heilbrigðisyfirvalda og ákall um að teymi heilbrigðisstétta bjóði fjölbreytta og einstaklingssniðna meðferð. Þá hvetur Cass til gagnasöfnunar, rannsókna og gæðastarfs. Skipulag og nálgun íslenska heilbrigðiskerfisins og þess breska er ólík og sú gagnrýni sem fram kemur í skýrslu Cass á að litlu leyti við um þá meðferð sem veitt er hér á landi,“ segir Alma. Árið 2023 hélt Alma fund um málefni trans fólks sem landlæknir með norrænum starfssystkinum sínum. Þar segir hún hafa komið fram að Norðurlöndin glími öll við sömu áskoranirnar og að þær beiti svipaðri nálgun. Í öllum löndunum hafi verið aukin þörf fyrir þjónustu og sama mynd á þeim stíganda. „Finnar birtu leiðbeiningar um meðferð þar sem beitt er varfærinni nálgun og mikil áhersla lögð á sálrænan og sálfélagslegan stuðning. Svíar benda réttilega á í sínum leiðbeiningum að það vanti þekkingu á langtímaáhrifum hormónameðferðar, að áhættan sé mikil og því æskilegt að meðferð fari fram á grundvelli rannsókna. Leiðbeiningarnar eru þó ekki bindandi og ætíð fagfólks að meta þarfir einstaklingsins,“ skrifar Alma. „Að mati undirritaðrar er, í ljósi þessa, afar mikilvægt að trans fólk fái vandaðar upplýsingar og veiti upplýst samþykki fyrir meðferð. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) hefur hafið gerð stefnu og faglegra leiðbeininga í tengslum við heilsu trans einstaklinga, þar með talið kynstaðfestandi meðferðar og meðferðar þeirra sem orðið hafa fyrir ofbeldi.“ Hvetur til stillingar Alma segir meðferð trans fólks erfiða og bið eftir henni umtalsverða. Það flæki einnig myndina að margir trans einstaklingar séu einnig með raskanir á borð við einhverfu, kvíða- og lyndisraskanir sem megi oft rekja til samfélagslegrar stöðu trans fólks sem upplifi fordóma og skömm. „Barnateymið hefur bent á að umræða síðustu mánaða um tilvist, réttindi og velferð trans fólks hafi haft neikvæð áhrif á öryggi og líðan skjólstæðinga og fjölskyldna þeirra. Það er afleitt og því mikilvægt að allir sýni nú stillingu í umræðunni,“ skrifar Alma Möller heilbrigðisráðherra. Málefni trans fólks Hinsegin Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mannréttindi Heilbrigðismál Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent Fleiri fréttir „Hef hvergi hallað réttu máli“ Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Sjá meira
Í tilefni af því fjallar ráðherrann almennt um heilbrigðisþjónustu við trans fólk á Íslandi í skoðanagrein á Vísi. Hún segir meðferð trans fólks í heilbrigðiskerfinu í föstum skorðum þar sem leitast sé við að veita örugga meðferð sem byggi á bestu þekkingu með stuðning og ábyrga upplýsingagjöf í öndvegi. „Umræða um hvort kynin séu aðeins tvö á ekki við í nútímasamfélagi og almennt er viðurkennt að fjölbreytileiki kyntengdra einkenna, kynvitundar og kynhneigðar sé mikill og í líkingu við róf,“ skrifar hún. Aðskild teymi með sérhæfða þjónustu Árið 2019 voru samþykkt lög um kynrænt sjálfræði sem skilgreina réttindi trans fólks, líkt og ráðherrann kemur sjálfur inn á í umfjöllun sinni. Þar segir að sérhver einstaklingur njóti, í samræmi við aldur og þroska, oskorðaðs réttar til að skilgreina kyn sitt og sjálfræðis um breytingar á kyneinkennum. „Í lögunum er kveðið á um að á stærstu og sérhæfðustu heilbrigðisstofnun okkar, Landspítala skuli starfa teymi sem skipuleggi og veiti þá heilbrigðisþjónustu sem þörf er á. Transteymi Landspítala eru tvö, fullorðinsteymi og barnateymi auk sérstakts teymis um börn sem fæðast með ódæmigerð kyneinkenni (intersex einstaklingar),“ skrifar Alma. Hún segir það hafa gengið hægt framan af að manna teymin enda um afar sérhæfða þjónustu að ræða. Þörf hafi safnast upp og fleiri beiðnir borist en unnt var að anna. Síðustu misseri hafi þó komist betra jafnvægi. Fullorðinsteymi með mikla áherslu á upplýsingagjöf Fullorðinsteyminu segir Alma að sé ætlað að veita skjólstæðingum yfir átján ára aldri upplýsingar, ráðgjöf og meðferð í samræmi við þarfir hvers og eins. Unnið sé með leiðsögn frá erlendum verklagsreglum í samræmi við bestu þekkingu og reynslu. Áhersla sé lögð á sálfræðiþjónustu, stuðningsviðtöl, aðstandendaviðtöl og ráðgjöf fyrir einstaklinga og fjölskyldur. „Fjöldi tilvísana hefur verið 120-140 á ári sl. ár og er biðtími eftir teyminu um tveir mánuðir en lengri bið er eftir sérhæfðri meðferð. Meðferðin er einstaklingsmiðuð og mikil áhersla lögð á að upplýsa um áhættu og fylgikvilla sem fylgt getur meðferð. Hormónameðferð er sinnt af sérfræðingum á því sviði og er eftirfylgd minnst árlega. Bið er enn eftir brjóstnámsaðgerðum en um flóknari aðgerðir er samstarf við sjúkrahús erlendis,“ skrifar Alma. Barnateymi með varfærni að leiðarljósi Þá snýr Alma sér að barnateyminu sem hún segir beita varfærinni nálgun. Teymið veiti börnum yngri en átján ára, sem upplifa misræmi kynvitundar og þess kyns sem þeim var úthlutað við fæðingu, meðferð í samræmi við þarfir, auk stuðnings og ráðgjafar við forsjáraðila. „Þjónustan snýst um að veita börnunum öruggt skjól til þess að kynnast kynvitund sinni. Áhersla er á að efla geðheilsu hópsins og styrkja sjálfsmyndina auk þess sem sálfélagslegri meðferð er sinnt. Að sjálfsögðu er farið að íslenskum lögum og öll þjónustan snýst um góða klíníska starfshætti. Ef þörf krefur er samstarf til staðar við erlenda sérfræðinga,“ segir Alma. Upplýsts samþykkis sé aflað hjá öllum skjólstæðingum fyrir kynstaðfestandi inngripum og gæði þess metin með sérstakri aðferðafræði. Lyfjameðferð sé ekki notuð nema að vandlega yfirlögðu ráði. „Greining sýndi að miðgildi við upphaf hormónablokkmeðferðar var 16,2 ár og við upphaf krosshormónameðferðar 17,1 ár. Fram til þessa hafa engar kynstaðfestandi skurðaðgerðir farið fram hjá skjólstæðingum barna- og unglingageðdeildar undir 18 ára aldri en skv. lögunum koma þær þó til greina hjá 16 ára og eldri,“ segir hún. Fjöldi tilvísana náði hámarki árið 2022 og var þá 60 talsins sem endurspeglaði uppsafnaða þjónustuþörf, að sögn ráðherrans. Talið er að trans einstaklingar séu um 0,3 prósent íbúa sem kemur vel heim og saman við fjölda skjólstæðinga barnateymisins. Þá segir Alma að tilvísunum fari fækkandi og hafi verið á síðastliðnu ári 46 talsins. Umræðan lituð af umræðunni úti Alma segir umræðuna um heilbrigðisþjónustu við trans fólk hér á landi hafa litast af umræðu um málefni trans fólks í Bretlandi. Hún tekur fyrir skýrslu sem barnalæknirinn Hilary Cass vann fyrir bresk heilbrigðisyfirvöld um heilbrigðisþjónustu trans barna og ungmenna. „Gagnrýni Cass beinist helst að skorti á langtímarannsóknum á áhrifum hormónameðferðar en skýrslan er ekki síður gagnrýni á nálgun breskra heilbrigðisyfirvalda og ákall um að teymi heilbrigðisstétta bjóði fjölbreytta og einstaklingssniðna meðferð. Þá hvetur Cass til gagnasöfnunar, rannsókna og gæðastarfs. Skipulag og nálgun íslenska heilbrigðiskerfisins og þess breska er ólík og sú gagnrýni sem fram kemur í skýrslu Cass á að litlu leyti við um þá meðferð sem veitt er hér á landi,“ segir Alma. Árið 2023 hélt Alma fund um málefni trans fólks sem landlæknir með norrænum starfssystkinum sínum. Þar segir hún hafa komið fram að Norðurlöndin glími öll við sömu áskoranirnar og að þær beiti svipaðri nálgun. Í öllum löndunum hafi verið aukin þörf fyrir þjónustu og sama mynd á þeim stíganda. „Finnar birtu leiðbeiningar um meðferð þar sem beitt er varfærinni nálgun og mikil áhersla lögð á sálrænan og sálfélagslegan stuðning. Svíar benda réttilega á í sínum leiðbeiningum að það vanti þekkingu á langtímaáhrifum hormónameðferðar, að áhættan sé mikil og því æskilegt að meðferð fari fram á grundvelli rannsókna. Leiðbeiningarnar eru þó ekki bindandi og ætíð fagfólks að meta þarfir einstaklingsins,“ skrifar Alma. „Að mati undirritaðrar er, í ljósi þessa, afar mikilvægt að trans fólk fái vandaðar upplýsingar og veiti upplýst samþykki fyrir meðferð. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) hefur hafið gerð stefnu og faglegra leiðbeininga í tengslum við heilsu trans einstaklinga, þar með talið kynstaðfestandi meðferðar og meðferðar þeirra sem orðið hafa fyrir ofbeldi.“ Hvetur til stillingar Alma segir meðferð trans fólks erfiða og bið eftir henni umtalsverða. Það flæki einnig myndina að margir trans einstaklingar séu einnig með raskanir á borð við einhverfu, kvíða- og lyndisraskanir sem megi oft rekja til samfélagslegrar stöðu trans fólks sem upplifi fordóma og skömm. „Barnateymið hefur bent á að umræða síðustu mánaða um tilvist, réttindi og velferð trans fólks hafi haft neikvæð áhrif á öryggi og líðan skjólstæðinga og fjölskyldna þeirra. Það er afleitt og því mikilvægt að allir sýni nú stillingu í umræðunni,“ skrifar Alma Möller heilbrigðisráðherra.
Málefni trans fólks Hinsegin Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mannréttindi Heilbrigðismál Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent Fleiri fréttir „Hef hvergi hallað réttu máli“ Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Sjá meira