NATO eflir varnir í austri Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 12. september 2025 18:08 Mark Rutte tilkynnti verkefnið fyrir blaðamönnum í Brussel. AP Atlantshafsbandalagið hyggst efla varnir sínar í austurhluta Evrópu eftir að 21 rússnesku flygildi var flogið inn í lofthelgi Póllands. Mark Rutte framkvæmdastjóri bandalagsins tilkynnti á blaðamannafundi að Frakkland, Þýskaland og Danmörk myndu leggja orrustuþotur og annan búnað í púkk til að verja Pólland frá frekari rússneskum ögrunum. Verkefnið ber yfirskriftina Austurvörður (e. Eastern Sentry) og mun samkvæmt umfjöllun Guardian vaxa í umfangi til að spanna öll austanverð bandalagsmærin, frá heimskautinu til Miðjarðarhafsins. Með þessu á að tryggja að engin ógn stafi af rússneskum flygildaárásum. „Auk hefðbundnari hernaðaraðferðum mun þetta framtak miða sérstaklega að því að mæta þeim sértæku áskorunum sem stafa af flygildum,“ sagði Mark Rutte framkvæmdastjóri bandalagsins. Fyrr í vikunni rauf 21 rússnesk flygildi pólska lofthelgi. Fjögur þeirra voru skotin niður af herþotum Póllands og annarra bandalagsríkja. Rússar halda því fram að um tæknivillu hafi verið að ræða en aðildarþjóðir Atlantshafsbandalagsins hafa ekki lagt mikinn trúnað á það. Viðbrögð Pólverja voru umfangsmikil. Herþotur tóku á loft ásamt þyrlum og Pólverjar boðuðu til neyðarfundar í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna auk þess að óska eftir því að fjórða grein stofnsáttmála Atlantshafsbandalagsins verði virkjuð, sem kveður á um skyldu bandalagsríkja til að veita ráðgjöf sé öðru ríki ógnað og þess óskað. NATO Pólland Úkraína Rússland Öryggis- og varnarmál Tengdar fréttir Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Forsætisráðherra Póllands segir að landið hafi ekki verið nær því að lenda í opnum stríðsátökum frá því í síðari heimsstyrjöldinni eftir að rússneskir drónar voru skotnir niður þar í nótt. Rússar hafi farið yfir strikið. 10. september 2025 11:24 Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Utanríkisráðuneytið fylgist náið með stöðunni í Póllandi í kjölfar atburða næturinnar og hvetur Íslendinga í Póllandi sem kunni að þurfa á aðstoð að halda að samband við borgaraþjónustuna. Formaður utanríkismálanefndar Alþingis segir gott að brugðist hafi verið við með valdi þegar rússneskir drónar voru skotnir niður í pólskri lofthelgi í nótt. 10. september 2025 12:25 Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Boðað verður til neyðarfundar í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna, að beiðni Pólverja, aðgerða Rússa innan pólskar lofthelgi. Enn stendur yfir rannsókn vegna rússnesku drónanna sem sendir voru inn fyrir pólska lofthelgi í fyrrinótt, en nokkrir þeirra voru skotnir niður. 11. september 2025 09:42 Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Fleiri fréttir Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Sjá meira
Mark Rutte framkvæmdastjóri bandalagsins tilkynnti á blaðamannafundi að Frakkland, Þýskaland og Danmörk myndu leggja orrustuþotur og annan búnað í púkk til að verja Pólland frá frekari rússneskum ögrunum. Verkefnið ber yfirskriftina Austurvörður (e. Eastern Sentry) og mun samkvæmt umfjöllun Guardian vaxa í umfangi til að spanna öll austanverð bandalagsmærin, frá heimskautinu til Miðjarðarhafsins. Með þessu á að tryggja að engin ógn stafi af rússneskum flygildaárásum. „Auk hefðbundnari hernaðaraðferðum mun þetta framtak miða sérstaklega að því að mæta þeim sértæku áskorunum sem stafa af flygildum,“ sagði Mark Rutte framkvæmdastjóri bandalagsins. Fyrr í vikunni rauf 21 rússnesk flygildi pólska lofthelgi. Fjögur þeirra voru skotin niður af herþotum Póllands og annarra bandalagsríkja. Rússar halda því fram að um tæknivillu hafi verið að ræða en aðildarþjóðir Atlantshafsbandalagsins hafa ekki lagt mikinn trúnað á það. Viðbrögð Pólverja voru umfangsmikil. Herþotur tóku á loft ásamt þyrlum og Pólverjar boðuðu til neyðarfundar í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna auk þess að óska eftir því að fjórða grein stofnsáttmála Atlantshafsbandalagsins verði virkjuð, sem kveður á um skyldu bandalagsríkja til að veita ráðgjöf sé öðru ríki ógnað og þess óskað.
NATO Pólland Úkraína Rússland Öryggis- og varnarmál Tengdar fréttir Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Forsætisráðherra Póllands segir að landið hafi ekki verið nær því að lenda í opnum stríðsátökum frá því í síðari heimsstyrjöldinni eftir að rússneskir drónar voru skotnir niður þar í nótt. Rússar hafi farið yfir strikið. 10. september 2025 11:24 Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Utanríkisráðuneytið fylgist náið með stöðunni í Póllandi í kjölfar atburða næturinnar og hvetur Íslendinga í Póllandi sem kunni að þurfa á aðstoð að halda að samband við borgaraþjónustuna. Formaður utanríkismálanefndar Alþingis segir gott að brugðist hafi verið við með valdi þegar rússneskir drónar voru skotnir niður í pólskri lofthelgi í nótt. 10. september 2025 12:25 Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Boðað verður til neyðarfundar í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna, að beiðni Pólverja, aðgerða Rússa innan pólskar lofthelgi. Enn stendur yfir rannsókn vegna rússnesku drónanna sem sendir voru inn fyrir pólska lofthelgi í fyrrinótt, en nokkrir þeirra voru skotnir niður. 11. september 2025 09:42 Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Fleiri fréttir Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Sjá meira
Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Forsætisráðherra Póllands segir að landið hafi ekki verið nær því að lenda í opnum stríðsátökum frá því í síðari heimsstyrjöldinni eftir að rússneskir drónar voru skotnir niður þar í nótt. Rússar hafi farið yfir strikið. 10. september 2025 11:24
Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Utanríkisráðuneytið fylgist náið með stöðunni í Póllandi í kjölfar atburða næturinnar og hvetur Íslendinga í Póllandi sem kunni að þurfa á aðstoð að halda að samband við borgaraþjónustuna. Formaður utanríkismálanefndar Alþingis segir gott að brugðist hafi verið við með valdi þegar rússneskir drónar voru skotnir niður í pólskri lofthelgi í nótt. 10. september 2025 12:25
Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Boðað verður til neyðarfundar í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna, að beiðni Pólverja, aðgerða Rússa innan pólskar lofthelgi. Enn stendur yfir rannsókn vegna rússnesku drónanna sem sendir voru inn fyrir pólska lofthelgi í fyrrinótt, en nokkrir þeirra voru skotnir niður. 11. september 2025 09:42