Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Hjörvar Ólafsson skrifar 14. september 2025 21:12 Stjörnumenn fagna marki Andra Rúnars Bjarnasonar. Vísir/Anton Brink Stjarnan vann sterkan 2-1 sigur þegar liðið mætti Val í toppslag í 22. umferð Bestu-deildar karla í fótbolta á N1-vellinum að Hlíðarenda í kvöld. Þetta var síðasti leikur liðanna áður en deildinni verður skipt í efri og neðri helming. Stjarnan byrjaði leikinn betur og komust sanngjarnt yfir á 12. mínútu leiksins. Andri Rúnar Bjarnason skoraði þá með skoti beint úr aukaspyrnu. Setja má spurningamerki við staðsetninguna á varnarveggnum hjá Stefáni Þór Ágústssyni sem og hvernig Birkir Heimisson stóð í varnarveggnum eftir að skotið reið af. Valsmenn jöfnuðu metin fimm mínútum síðar en það var mark af dýrari gerðinni. Lúkas Logi Heimisson fékk þá langa sendingu frá Stefán Þór frá marki Vals. Lúkas Logi tók frábærlega á móti boltanum og kom sér framhjá Damil Serena Dankerlui í fyrstu snertingu sinni, köttaði inn á völlinn og setti boltann upp í samskeytin fjær með hnitmiðuðu skoti sínu. Lúkas Logi Heimisson skoraði stórglæsilegt mark í leiknum. Vísir/Ernir Eftir rúmlega hálftíma leik skoraði svo Örvar Eggertsson markið sem skildi liðin að. Sigurmarkið kom eftir frábæran undirbúning hjá Benedikt Warén sem spændi upp að endamörkum og sendi boltann fyrir á Örvar sem setti boltann í autt markið með skoti af stuttu færi. Örvar Eggertsson skoraði sigurmark Stjörnunnar. Vísir/Anton Liðin skiptust á að hafa yfirhöndina í seinni hálfleik en Jónatan Ingi Jónsson var hættulegastur í Valsliðinu en Benedikt Warén var næst því að skora þriðja mark Stjörnunnar. Þetta var fimmti sigurleikur Stjörnunnar í röð í deildinni en liðið hefur haft betur í fimm af síðustu sex deildarleikjum sínum. Stjarnan hefur jafnað Val, sem hefur beðið ósigur í þremur af síðustu fjórum leikjum sínum í deildinni, að stigum með þessum sigri. Stjarnan og Valur eru með 40 stig í öðru til þriðja sæti deildarinnar og eru tveimur stigum frá Víkingi sem trónir á toppnum. Jökull I. Elísabetarson segir Stjörnuna stefna á að vinna titilinn. Vísir/Ernir Jökull: Við stefnum á að vinna titilinn „Þetta var frábær leikur hjá okkur að mínu mati. Ofboðslega gott orkustig og spilamennskan á löngum köflum bara mjög góð. Mér fannst við verðskulda þennan sigur þegar litið er á frammistöðuna heilt yfir,“ sagði Jökull I. Elísabetarson, þjálfari Stjörnunnar að leik loknum. „Mér fannst við hafa öll tök á vellinum í fyrri hálfleik og vera sanngjarnt yfir. Þetta jafnaðist svo aðeins í seinni hálfleik en við sterkari ef eitthvað er. Við fengum færi til þess að skora fleiri mörk og gera út um leikinn,“ sagði Jökull enn fremur. „Nú er stefnan bara sett á titillinn, það er ekkert flókið. Við höfum verið með það markmið að koma okkur upp í toppbaráttuna og fyrst við erum komnir þangað er ekkert annað en að horfa á það að tryggja okkur titilinn,“ sagði hann um framhaldið. Túfa: Jafntefli hefðu verið sanngjörn úrslit „Niðurstaðan er súr úr þessum leik. Að mínu mati hefði jafntefli verið sanngjörn úrslit þegar litið er á leikinn í heild sinni. Við gefum þeim tvö frekar auðveld mörk og varnarleikurinn okkar í mörkunum er barnalegur. Það verður okkur að falli,“ sagði Srdjan Tufegdzic, þjálfari Vals, eftir leikinn. „Við reyndum að sækja allan leikinn og ná inn jöfnunarmarkinu eftir að við lentum undir. Það tókst því miður ekki. Við fengum færi til þess að jafna metin og leikmenn lögðu allt í verkefnið, bæði þeir sem byrjuðu og komu svo inná. Það vantaði ekkert upp á baráttuna og viljann til þess að sækja jöfnunarmarkið,“ sagði Túfa þar að auki. „Við höfum vissulega lent í skakkaföllum og ég held að ekkert annað lið í deildinni hafi misst jafn marga lykilleikmenn og við. Þrátt fyrir það erum við klárlega með lið sem getur farið alla leið og unnið titilinn. Það sást bara í kvöld að við spilum hörkuleik þrátt fyrir að sakna lykilleikmanna og það vantaði herslumuninn upp á að við næðum í jafntefli eða sigur,“ sagði hann um stöðu mála. Srdjan Tufegdzic, þjálfari Vals, var upplitsdjarfur þrátt fyrir tapið. Vísir/Pawel Cieslikiewicz Atvik leiksins Lúkas Logi átti skemmtilegustu tilþrifin í leiknum en markið hans var algert augnayndi. Bæði hvernig hann kom sér í skotfærið og hvernig hann slúttað svo færinu með stórkostlegu skoti. Þetta getur Lúkas Logi svo sannarlega og mætti gjarnan gera þetta oftar. Stjörnur og skúrkar Benedikt Warén var síógnandi á vinstri kantinum hjá Stjörnunni og Jónatan Ingi Jónsson, kollegi hans á hægri kantinum hjá Val, var vanalega einhvers staðar nærri ef Valsmenn voru að banka á dyrnar hjá marki Stjörnunnar. Samúel Kári átti flottan leik inni á miðsvæðinu en var þó klaufi að fá seinna gula spjaldið sitt og þar með rautt spjald. Andri Rúnar Bjarnason hélt svo boltanum vel í framlínu Stjörnunnar og byggði með því upp ófáar sóknir. Markið hjá Andra Rúnari var svo huggulegt. Guðmundur Kristjánsson var eins og klettur í vörn Stjörnunnar og fór fyrir sínu liði. Árni Snær átti síðan flottan leik í marki Stjörnunnar. Varði nokkrum sinnum vel og greip inn í þegar á þurfti að halda. Dómarar leiksins Dómarar leiksins, þeir Sigurður Hjörtur Þrastarson, Patrik Freyr Guðmundsson, Þórður Arnar Árnason og Guðmundur Páll Friðbertsson, höfðu fín tök á þessum leik og fá sjö í einkunn fyrir sín störf í kvöld. Guðmundur Páll hafði í nógu að snúast að róa kollegana Srdjan Tufegdzic og Jökull I. Elísabetarson á hliðarlínunni. Þeir félagarnir fengu báðir gult spjald fyrir hressileg orðaskipti þeirra í fyrri hálfleik. Stemming og umgjörð Fín mæting á þennan toppslag og Silfurskeiðin var í góðu stuði. Söng og trallaði nánast allan leikinn og á hrós skilið fyrir stuðning sinn. Sigrinum var svo eðlilega fagnað vel og innilega. Jökull hefur óskað eftir aðstoð úr stúkunni í toppbaráttunni og hann var bænheyrður í kvöld. Besta deild karla Valur Stjarnan
Stjarnan vann sterkan 2-1 sigur þegar liðið mætti Val í toppslag í 22. umferð Bestu-deildar karla í fótbolta á N1-vellinum að Hlíðarenda í kvöld. Þetta var síðasti leikur liðanna áður en deildinni verður skipt í efri og neðri helming. Stjarnan byrjaði leikinn betur og komust sanngjarnt yfir á 12. mínútu leiksins. Andri Rúnar Bjarnason skoraði þá með skoti beint úr aukaspyrnu. Setja má spurningamerki við staðsetninguna á varnarveggnum hjá Stefáni Þór Ágústssyni sem og hvernig Birkir Heimisson stóð í varnarveggnum eftir að skotið reið af. Valsmenn jöfnuðu metin fimm mínútum síðar en það var mark af dýrari gerðinni. Lúkas Logi Heimisson fékk þá langa sendingu frá Stefán Þór frá marki Vals. Lúkas Logi tók frábærlega á móti boltanum og kom sér framhjá Damil Serena Dankerlui í fyrstu snertingu sinni, köttaði inn á völlinn og setti boltann upp í samskeytin fjær með hnitmiðuðu skoti sínu. Lúkas Logi Heimisson skoraði stórglæsilegt mark í leiknum. Vísir/Ernir Eftir rúmlega hálftíma leik skoraði svo Örvar Eggertsson markið sem skildi liðin að. Sigurmarkið kom eftir frábæran undirbúning hjá Benedikt Warén sem spændi upp að endamörkum og sendi boltann fyrir á Örvar sem setti boltann í autt markið með skoti af stuttu færi. Örvar Eggertsson skoraði sigurmark Stjörnunnar. Vísir/Anton Liðin skiptust á að hafa yfirhöndina í seinni hálfleik en Jónatan Ingi Jónsson var hættulegastur í Valsliðinu en Benedikt Warén var næst því að skora þriðja mark Stjörnunnar. Þetta var fimmti sigurleikur Stjörnunnar í röð í deildinni en liðið hefur haft betur í fimm af síðustu sex deildarleikjum sínum. Stjarnan hefur jafnað Val, sem hefur beðið ósigur í þremur af síðustu fjórum leikjum sínum í deildinni, að stigum með þessum sigri. Stjarnan og Valur eru með 40 stig í öðru til þriðja sæti deildarinnar og eru tveimur stigum frá Víkingi sem trónir á toppnum. Jökull I. Elísabetarson segir Stjörnuna stefna á að vinna titilinn. Vísir/Ernir Jökull: Við stefnum á að vinna titilinn „Þetta var frábær leikur hjá okkur að mínu mati. Ofboðslega gott orkustig og spilamennskan á löngum köflum bara mjög góð. Mér fannst við verðskulda þennan sigur þegar litið er á frammistöðuna heilt yfir,“ sagði Jökull I. Elísabetarson, þjálfari Stjörnunnar að leik loknum. „Mér fannst við hafa öll tök á vellinum í fyrri hálfleik og vera sanngjarnt yfir. Þetta jafnaðist svo aðeins í seinni hálfleik en við sterkari ef eitthvað er. Við fengum færi til þess að skora fleiri mörk og gera út um leikinn,“ sagði Jökull enn fremur. „Nú er stefnan bara sett á titillinn, það er ekkert flókið. Við höfum verið með það markmið að koma okkur upp í toppbaráttuna og fyrst við erum komnir þangað er ekkert annað en að horfa á það að tryggja okkur titilinn,“ sagði hann um framhaldið. Túfa: Jafntefli hefðu verið sanngjörn úrslit „Niðurstaðan er súr úr þessum leik. Að mínu mati hefði jafntefli verið sanngjörn úrslit þegar litið er á leikinn í heild sinni. Við gefum þeim tvö frekar auðveld mörk og varnarleikurinn okkar í mörkunum er barnalegur. Það verður okkur að falli,“ sagði Srdjan Tufegdzic, þjálfari Vals, eftir leikinn. „Við reyndum að sækja allan leikinn og ná inn jöfnunarmarkinu eftir að við lentum undir. Það tókst því miður ekki. Við fengum færi til þess að jafna metin og leikmenn lögðu allt í verkefnið, bæði þeir sem byrjuðu og komu svo inná. Það vantaði ekkert upp á baráttuna og viljann til þess að sækja jöfnunarmarkið,“ sagði Túfa þar að auki. „Við höfum vissulega lent í skakkaföllum og ég held að ekkert annað lið í deildinni hafi misst jafn marga lykilleikmenn og við. Þrátt fyrir það erum við klárlega með lið sem getur farið alla leið og unnið titilinn. Það sást bara í kvöld að við spilum hörkuleik þrátt fyrir að sakna lykilleikmanna og það vantaði herslumuninn upp á að við næðum í jafntefli eða sigur,“ sagði hann um stöðu mála. Srdjan Tufegdzic, þjálfari Vals, var upplitsdjarfur þrátt fyrir tapið. Vísir/Pawel Cieslikiewicz Atvik leiksins Lúkas Logi átti skemmtilegustu tilþrifin í leiknum en markið hans var algert augnayndi. Bæði hvernig hann kom sér í skotfærið og hvernig hann slúttað svo færinu með stórkostlegu skoti. Þetta getur Lúkas Logi svo sannarlega og mætti gjarnan gera þetta oftar. Stjörnur og skúrkar Benedikt Warén var síógnandi á vinstri kantinum hjá Stjörnunni og Jónatan Ingi Jónsson, kollegi hans á hægri kantinum hjá Val, var vanalega einhvers staðar nærri ef Valsmenn voru að banka á dyrnar hjá marki Stjörnunnar. Samúel Kári átti flottan leik inni á miðsvæðinu en var þó klaufi að fá seinna gula spjaldið sitt og þar með rautt spjald. Andri Rúnar Bjarnason hélt svo boltanum vel í framlínu Stjörnunnar og byggði með því upp ófáar sóknir. Markið hjá Andra Rúnari var svo huggulegt. Guðmundur Kristjánsson var eins og klettur í vörn Stjörnunnar og fór fyrir sínu liði. Árni Snær átti síðan flottan leik í marki Stjörnunnar. Varði nokkrum sinnum vel og greip inn í þegar á þurfti að halda. Dómarar leiksins Dómarar leiksins, þeir Sigurður Hjörtur Þrastarson, Patrik Freyr Guðmundsson, Þórður Arnar Árnason og Guðmundur Páll Friðbertsson, höfðu fín tök á þessum leik og fá sjö í einkunn fyrir sín störf í kvöld. Guðmundur Páll hafði í nógu að snúast að róa kollegana Srdjan Tufegdzic og Jökull I. Elísabetarson á hliðarlínunni. Þeir félagarnir fengu báðir gult spjald fyrir hressileg orðaskipti þeirra í fyrri hálfleik. Stemming og umgjörð Fín mæting á þennan toppslag og Silfurskeiðin var í góðu stuði. Söng og trallaði nánast allan leikinn og á hrós skilið fyrir stuðning sinn. Sigrinum var svo eðlilega fagnað vel og innilega. Jökull hefur óskað eftir aðstoð úr stúkunni í toppbaráttunni og hann var bænheyrður í kvöld.