Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sesselja Ósk Gunnarsdóttir skrifar 14. september 2025 15:46 Valdimar Þór Ingimundarson skoraði þrennu fyrir Víkinga. KR-ingar máttu þola niðurlægjandi 0-7 tap er liðið tók á móti Víkingi í lokaumferð Bestu-deildar karla fyrir skiptingu. Með sigrinum skjótast Víkingar á topp deildarinnar, í það minnsta í bili. Víkingur byrjuðu leikinn af krafti og skoraði Óskar Borgþórsson fyrsta mark leiksins strax á 4. mínútu. Annað mark Víkings skoraði Valdimar Þór Ingimundarson sem bætti svo stuttu síðar við þriðja marki Víkings og þar að leiðandi öðru marki sínu. KR-ingar áttu í töluverðu basli bæði varnarlega og sóknarlega. Víkingar voru þéttir á miðjunni og í vörn og það var erfitt fyrir KR-inga að koma sér í góð svæði. Á fimmtu mínútu í uppbótatíma bætti Nikolaj Hansen við fjórða marki leiksins. Víkingar fjórum mörkum yfir og þannig stóðu leikar í hálfleik. Vont varð verra fyrir KR þegar Daníel Hafsteinsson skoraði fimmta mark leiksins í upphafi síðari hálfleiks. Valdimar Þór Ingimundarson bætti við þriðja marki sínu og sjötta marki Víkings á 67. mínútu leiksins. Fyrirliði Víkinga, Oliver Ekroth bætti við sjöunda marki gestanna og niðurstaðan stærsta deildartap KR-inga. Atvik leiksins Ekkert sérstakt atvik sem stóð upp úr. Hrikaleg niðurlæging fyrir KR hérna á heimavelli. Stjörnur og skúrkar Valdimar Þór Ingimundarson átti góðan leik fyrir Víkinga og skoraði þrjú mörk. Helgi Guðjónsson var með tvær stoðsendingar og Daníel Hafsteinsson var með mark og stoðsendingu. Oliver Ekroth með mark og staðsendingu. Stemning og umgjörð Umgjörðin hjá KR er mjög góð. Fín mæting í stúkunni en einhverjir stuðningsmenn KR kusu að fara heim í niðurlægingunni í hálfleik. Dómarar Twana Khalid Ahmed var á flautunni í dag. Með honum voru Egill Guðvarður Guðlaugsson og Birkir Sigurðarson. Leikurinn fékk að flæða, og Twana var spjaldaglaður og allt hárréttar ákvarðanir. Dómarateymið stóð sig vel og fær einkunina 8. Valdimar Þór: „Förum í hvern leik til þess að vinna“ Víkingur valtaði yfir KR-inga 0-7 á Meistaravöllum í lokaumferð Bestu deildar karla. Valdimar Þór Ingimundarson, leikmaður Víkings, gerði sér lítið fyrir og skoraði þrjú mörk í leiknum. „Þetta var geggjað og gott fyrir markatöluna og þrír punktar“ sagði Valdimar Þór Ingimundarson, leikmaður Víkings, sáttur eftir sigur liðsins. „Við tökum einn leik í einu núna. Við unnum þennan leik og við sjáum hvað gerist í kvöld. Það eru svo nokkrir leikir eftir og við förum í hvern leik til þess að vinna.“ Besta deild karla KR Víkingur Reykjavík
KR-ingar máttu þola niðurlægjandi 0-7 tap er liðið tók á móti Víkingi í lokaumferð Bestu-deildar karla fyrir skiptingu. Með sigrinum skjótast Víkingar á topp deildarinnar, í það minnsta í bili. Víkingur byrjuðu leikinn af krafti og skoraði Óskar Borgþórsson fyrsta mark leiksins strax á 4. mínútu. Annað mark Víkings skoraði Valdimar Þór Ingimundarson sem bætti svo stuttu síðar við þriðja marki Víkings og þar að leiðandi öðru marki sínu. KR-ingar áttu í töluverðu basli bæði varnarlega og sóknarlega. Víkingar voru þéttir á miðjunni og í vörn og það var erfitt fyrir KR-inga að koma sér í góð svæði. Á fimmtu mínútu í uppbótatíma bætti Nikolaj Hansen við fjórða marki leiksins. Víkingar fjórum mörkum yfir og þannig stóðu leikar í hálfleik. Vont varð verra fyrir KR þegar Daníel Hafsteinsson skoraði fimmta mark leiksins í upphafi síðari hálfleiks. Valdimar Þór Ingimundarson bætti við þriðja marki sínu og sjötta marki Víkings á 67. mínútu leiksins. Fyrirliði Víkinga, Oliver Ekroth bætti við sjöunda marki gestanna og niðurstaðan stærsta deildartap KR-inga. Atvik leiksins Ekkert sérstakt atvik sem stóð upp úr. Hrikaleg niðurlæging fyrir KR hérna á heimavelli. Stjörnur og skúrkar Valdimar Þór Ingimundarson átti góðan leik fyrir Víkinga og skoraði þrjú mörk. Helgi Guðjónsson var með tvær stoðsendingar og Daníel Hafsteinsson var með mark og stoðsendingu. Oliver Ekroth með mark og staðsendingu. Stemning og umgjörð Umgjörðin hjá KR er mjög góð. Fín mæting í stúkunni en einhverjir stuðningsmenn KR kusu að fara heim í niðurlægingunni í hálfleik. Dómarar Twana Khalid Ahmed var á flautunni í dag. Með honum voru Egill Guðvarður Guðlaugsson og Birkir Sigurðarson. Leikurinn fékk að flæða, og Twana var spjaldaglaður og allt hárréttar ákvarðanir. Dómarateymið stóð sig vel og fær einkunina 8. Valdimar Þór: „Förum í hvern leik til þess að vinna“ Víkingur valtaði yfir KR-inga 0-7 á Meistaravöllum í lokaumferð Bestu deildar karla. Valdimar Þór Ingimundarson, leikmaður Víkings, gerði sér lítið fyrir og skoraði þrjú mörk í leiknum. „Þetta var geggjað og gott fyrir markatöluna og þrír punktar“ sagði Valdimar Þór Ingimundarson, leikmaður Víkings, sáttur eftir sigur liðsins. „Við tökum einn leik í einu núna. Við unnum þennan leik og við sjáum hvað gerist í kvöld. Það eru svo nokkrir leikir eftir og við förum í hvern leik til þess að vinna.“