Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram Hjörvar Ólafsson skrifar 12. september 2025 19:48 Andrea Mist Pálsdóttir kom Stjörnunni á bragðið í leiknum. Vísir/Ernir Stjarnan lagði Fram að velli með þremur mörkum gegn einu í 17. umferð Bestu-deildar kvenna í fótbolta á Samsung-vellinum í Garðabænum í kvöld. Kamila Elise Pickett kom Fram yfir þegar tæplega tíu mínútur voru liðnar af leiknum. Murielle Tiernan renndi þá boltanum á Kamilu sem skoraði með föstu skoti í fjærhornið. Skömmu síðar var Kamila nálægt því að tvöfalda forystu Fram með öðru marki sínu en Bridgette Nicole Skiba sá þá við henni og varði skot hennar vel. Gyða Kristín Gunnarsdóttir fékk gott færi til þess að jafna metin fyrir Stjörnuna um miðjan fyrri hálfleikinn en Ashley Brown Orkus bjargaði þá með góðu úthlaupi. Vísir/Ernir Andrea Mist Pálsdóttir opnaði svo markareikning sinn í deildinni þegar hún jafnaði metin eftir um það bil hálftíma leik. Markið var af dýrari gerðinni en Andrea Mist skorði með frábæru skoti sem söng í samskeytunum. Murielle Tiernan skallaði svo boltann í netið á marki Stjörnunnar rétt fyrir lok fyrri hálfleiks en markið fékk ekki að standa þar sem Murielle var flögguð rangstæð. Gyða Kristín Gunnarsdóttir náði svo forytunni fyrir Stjörnuna í upphafi seinni hálfleiks. Úlfa Dís Kreye Úlfarsdóttir skar þá boltann út á Gyðu Kristínu sem skoraði með hnitmuðuð skoti. Þetta var fjórða deildarmarkið sem Gyða Krsitín skorar á þessu keppnistímabili. Gyða Kristín lagði svo upp þriðja mark Stjörnunnar í leiknum en hún sendi þá flotta fyrirgjöf á Úlfu Dís Kreye Úlfarsdóttur sem var mætt á fjærstöngina og setti boltann í netið. Stjarnan komst upp í fjórða sæti deildarinnar með þessum sigri en liðið hefur 25 stig. Fram er hins vegar í áttunda sæti með 18 stig og er einu stigi fyrir ofan Tindastól sem er í næstneðsta sæti og í fallsæti. Jóhannes Karl Sigursteinsson, þjálfari Stjörnunnar, var ánægður með stóran hluta leiksins hjá liði sínu. vísir Jóhannes Karl: Náðum að láta boltann ganga hraðar „Við byrjuðum leikinn ekki nógu vel og þær komust verðskuldað yfir og hefðu getað skorað annað mark í kjölfarið. Við náðum svo betri stjórn á leiknum eftir því sem leið á sköpuðum okkur betri stöður á vellinum,“ sagði Jóhannes Karl Sigursteinsson, þjálfari Stjörnunnar að leik loknum. „Við ræddum það í hálfleik að við þyrftum að láta boltann ganga hraðar til þess að skapa fleiri afgerandi færi. Við erum með góða leikmenn inni á miðsvæðinu sem geta láta boltann hratt á milli svæða og þær sýndu það í seinni hálfleik. Við herjuðum á þær á köntunum og skoruðum flott mörk,“ sagði Jóhannes Karl enn fremur. „Við spiluðum mun betur í seinni hálfleik, héldum betur í boltann og vorum hættulegri í sóknaraðgerðum okkar. Ég er ánægður með hvernig við brugðumst við mótlætinu í upphafi leiks og unnum okkur út úr þeim erfiðleikum sem við komum okkur í,“ sagði hann. „Þessi deild er mjög jöfn og við vorum enn í námunda við fallsvæðið þrátt fyrir að vera í fimmta sæti fyrir þennan leik. Við komum okkur lengra frá fallsvæðinu með þessum sigri og ég held að við höfum tryggt okkur í topp sex með þessum sigri,“ sagði Jóhannes um stöðu mála. Óskar Smári: Kaflaskipt frammistaða hjá okkur „Frammistaðan var kaflaskipt í þessum leik. Uppleggið okkar gekk vel upp í fyrstu 20 mínúturnar. Við náðum að setja þær undir góða pressu og skapa okkur færi í kjölfarið. Við komumst yfir og fáum færi til þess að komast í 2-0,“ sagði Óskar Smári Haraldsson, þjálfari Fram. „Eftir þann kafla þá féllum við of langt til baka og það vantaði drápseðlið til þess að halda áfram að pressa á þær. Við vorum ekki nógu góðar í seinni hálfleik og misstum þau tök við sem höfðum á leiknum framan af fyrri hálfleik,“ sagði Óskar Smári þar að auki. „Við mættum einfaldlega góðu Stjörnuliði í dag sem var sterkari aðilinn heilt yfir og því fór sem fór. Kannski vantar smá sjálfstraust í liðið til þess að sækja sigurinn og við förum að verja forskotið þess í stað,“ sagði hann. „Við erum í erfiðri stöðu en spilamennskan er samt sem áður nógu góð til þess að ná í þau stig sem þarf til þess að koma okkur frá fallsvæðinu. Við þurfum bara að halda áfram og lengja góðu kaflana í leikjunum okkar,“ sagði Óskar um framhaldið. Óskar Smári Haraldsson, þjálfari Fram, á hliðarlínunni í Garðabænum. Vísir/Ernir Atvik leiksins Andrea Mist skoraði stórglæsilegt mark sem varð til þess að Stjarnan komst á flug í þessum leik. Spilamennskan batnaði í kjölfar marksins og í seinni hálfleik var Stjarnan með öll völd á vellinum. Markið hleypti lífi í leikmenn Stjörnunnar sem höfðu verið fremur flatar fram að markinu. Stjörnur og skúrkar Gyða Kristín skoraði eitt mark og lagði upp annað í kvöld og spilaði vel á kantinum. Úlfa Dís var einnig öflug á hinum kantinum. Andrea Mist átti flottan leik inni á miðsvæðinu og kórónaði leik sinn með frábæru marki. Birna Jóhannsdóttir var svo mikið í boltanum og skapaði oft góðar stöðar fyrir samherja sína. Bridgette Nicole Skiba átti flottan leik í marki Stjörnuliðsins. Kamila var einkar spræk á hægri kantinum en hún ógnaði mikið með hraða sínum og krafti. Murielle Tiernan var góður uppspilspunktur í sóknarleik Fram og kom sér í nokkur góð færi. Skoraði mark sem var dæmt af vegna rangstöðu. Ashley Brown Orkus varði nokkrum sinnum vel í þessum leik og verður ekki sökuð um tapið. Vísir/Ernir Dómarar leiksins Dómarar leiksins, þau Stefán Ragnar Guðlaugsson, Kári Mímisson, Eydís Ragna Einarsdóttir og Breki Sigurðsson voru lítt áberandi í þessum og það er dómgæsla að mínu skapi. Þau fá þar af leiðandi átt í einkunn fyrir störf sín að þessu sinni. Stemming og umgjörð Ágætis mæting í Garðabænum í kvöld en gestirnir úr Úlfarsárdal fengu ákafari stuðning í þessum leik en heimakonur. Allt upp á tíu í umgjörð Stjörnunnar eins og vanalega. Besta deild kvenna Stjarnan Fram
Stjarnan lagði Fram að velli með þremur mörkum gegn einu í 17. umferð Bestu-deildar kvenna í fótbolta á Samsung-vellinum í Garðabænum í kvöld. Kamila Elise Pickett kom Fram yfir þegar tæplega tíu mínútur voru liðnar af leiknum. Murielle Tiernan renndi þá boltanum á Kamilu sem skoraði með föstu skoti í fjærhornið. Skömmu síðar var Kamila nálægt því að tvöfalda forystu Fram með öðru marki sínu en Bridgette Nicole Skiba sá þá við henni og varði skot hennar vel. Gyða Kristín Gunnarsdóttir fékk gott færi til þess að jafna metin fyrir Stjörnuna um miðjan fyrri hálfleikinn en Ashley Brown Orkus bjargaði þá með góðu úthlaupi. Vísir/Ernir Andrea Mist Pálsdóttir opnaði svo markareikning sinn í deildinni þegar hún jafnaði metin eftir um það bil hálftíma leik. Markið var af dýrari gerðinni en Andrea Mist skorði með frábæru skoti sem söng í samskeytunum. Murielle Tiernan skallaði svo boltann í netið á marki Stjörnunnar rétt fyrir lok fyrri hálfleiks en markið fékk ekki að standa þar sem Murielle var flögguð rangstæð. Gyða Kristín Gunnarsdóttir náði svo forytunni fyrir Stjörnuna í upphafi seinni hálfleiks. Úlfa Dís Kreye Úlfarsdóttir skar þá boltann út á Gyðu Kristínu sem skoraði með hnitmuðuð skoti. Þetta var fjórða deildarmarkið sem Gyða Krsitín skorar á þessu keppnistímabili. Gyða Kristín lagði svo upp þriðja mark Stjörnunnar í leiknum en hún sendi þá flotta fyrirgjöf á Úlfu Dís Kreye Úlfarsdóttur sem var mætt á fjærstöngina og setti boltann í netið. Stjarnan komst upp í fjórða sæti deildarinnar með þessum sigri en liðið hefur 25 stig. Fram er hins vegar í áttunda sæti með 18 stig og er einu stigi fyrir ofan Tindastól sem er í næstneðsta sæti og í fallsæti. Jóhannes Karl Sigursteinsson, þjálfari Stjörnunnar, var ánægður með stóran hluta leiksins hjá liði sínu. vísir Jóhannes Karl: Náðum að láta boltann ganga hraðar „Við byrjuðum leikinn ekki nógu vel og þær komust verðskuldað yfir og hefðu getað skorað annað mark í kjölfarið. Við náðum svo betri stjórn á leiknum eftir því sem leið á sköpuðum okkur betri stöður á vellinum,“ sagði Jóhannes Karl Sigursteinsson, þjálfari Stjörnunnar að leik loknum. „Við ræddum það í hálfleik að við þyrftum að láta boltann ganga hraðar til þess að skapa fleiri afgerandi færi. Við erum með góða leikmenn inni á miðsvæðinu sem geta láta boltann hratt á milli svæða og þær sýndu það í seinni hálfleik. Við herjuðum á þær á köntunum og skoruðum flott mörk,“ sagði Jóhannes Karl enn fremur. „Við spiluðum mun betur í seinni hálfleik, héldum betur í boltann og vorum hættulegri í sóknaraðgerðum okkar. Ég er ánægður með hvernig við brugðumst við mótlætinu í upphafi leiks og unnum okkur út úr þeim erfiðleikum sem við komum okkur í,“ sagði hann. „Þessi deild er mjög jöfn og við vorum enn í námunda við fallsvæðið þrátt fyrir að vera í fimmta sæti fyrir þennan leik. Við komum okkur lengra frá fallsvæðinu með þessum sigri og ég held að við höfum tryggt okkur í topp sex með þessum sigri,“ sagði Jóhannes um stöðu mála. Óskar Smári: Kaflaskipt frammistaða hjá okkur „Frammistaðan var kaflaskipt í þessum leik. Uppleggið okkar gekk vel upp í fyrstu 20 mínúturnar. Við náðum að setja þær undir góða pressu og skapa okkur færi í kjölfarið. Við komumst yfir og fáum færi til þess að komast í 2-0,“ sagði Óskar Smári Haraldsson, þjálfari Fram. „Eftir þann kafla þá féllum við of langt til baka og það vantaði drápseðlið til þess að halda áfram að pressa á þær. Við vorum ekki nógu góðar í seinni hálfleik og misstum þau tök við sem höfðum á leiknum framan af fyrri hálfleik,“ sagði Óskar Smári þar að auki. „Við mættum einfaldlega góðu Stjörnuliði í dag sem var sterkari aðilinn heilt yfir og því fór sem fór. Kannski vantar smá sjálfstraust í liðið til þess að sækja sigurinn og við förum að verja forskotið þess í stað,“ sagði hann. „Við erum í erfiðri stöðu en spilamennskan er samt sem áður nógu góð til þess að ná í þau stig sem þarf til þess að koma okkur frá fallsvæðinu. Við þurfum bara að halda áfram og lengja góðu kaflana í leikjunum okkar,“ sagði Óskar um framhaldið. Óskar Smári Haraldsson, þjálfari Fram, á hliðarlínunni í Garðabænum. Vísir/Ernir Atvik leiksins Andrea Mist skoraði stórglæsilegt mark sem varð til þess að Stjarnan komst á flug í þessum leik. Spilamennskan batnaði í kjölfar marksins og í seinni hálfleik var Stjarnan með öll völd á vellinum. Markið hleypti lífi í leikmenn Stjörnunnar sem höfðu verið fremur flatar fram að markinu. Stjörnur og skúrkar Gyða Kristín skoraði eitt mark og lagði upp annað í kvöld og spilaði vel á kantinum. Úlfa Dís var einnig öflug á hinum kantinum. Andrea Mist átti flottan leik inni á miðsvæðinu og kórónaði leik sinn með frábæru marki. Birna Jóhannsdóttir var svo mikið í boltanum og skapaði oft góðar stöðar fyrir samherja sína. Bridgette Nicole Skiba átti flottan leik í marki Stjörnuliðsins. Kamila var einkar spræk á hægri kantinum en hún ógnaði mikið með hraða sínum og krafti. Murielle Tiernan var góður uppspilspunktur í sóknarleik Fram og kom sér í nokkur góð færi. Skoraði mark sem var dæmt af vegna rangstöðu. Ashley Brown Orkus varði nokkrum sinnum vel í þessum leik og verður ekki sökuð um tapið. Vísir/Ernir Dómarar leiksins Dómarar leiksins, þau Stefán Ragnar Guðlaugsson, Kári Mímisson, Eydís Ragna Einarsdóttir og Breki Sigurðsson voru lítt áberandi í þessum og það er dómgæsla að mínu skapi. Þau fá þar af leiðandi átt í einkunn fyrir störf sín að þessu sinni. Stemming og umgjörð Ágætis mæting í Garðabænum í kvöld en gestirnir úr Úlfarsárdal fengu ákafari stuðning í þessum leik en heimakonur. Allt upp á tíu í umgjörð Stjörnunnar eins og vanalega.