„Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Valur Páll Eiríksson skrifar 12. september 2025 09:00 Lára Kristín Pedersen hefur lokið leik í fótboltanum en hefur þó í nægu að snúast. Hún skilur sátt við þrátt fyrir að ákvörðunin um að ferlinum sé lokið hafi að vissu leyti verið tekin fyrir hana. Vísir/Ívar Lára Kristín Pedersen lagði á dögunum fótboltaskóna upp í hillu vegna bakmeiðsla. Hún skilur sátt við en hefði þó viljað beita rödd sinni betur á meðan ferlinum stóð og átti þá til að ganga fram af sér er hún glímdi við fíknisjúkdóm. Önnur verkefni taka nú við, þar á meðal að aðstoða aðra í fíknivanda. Lára er 31 árs og á sigursælan feril að baki. Hún varð fimm sinnum Íslandsmeistari á sínum ferli, síðast með Val 2023. Hún lék með Fortuna Sittard í Hollandi síðasta vetur en fékk sérlega slæmt brjósklos í apríl sem hún er enn að glíma við. „Það var bara mjög dramatískt að öllu leyti. Ég hef mjög verkjuð síðan þá og er það ennþá. En ég er hvergi bangin – ég mun ná mér,“ segir Lára í Sportpakkanum á Sýn. Hún skilur þó sátt við ferilinn. „Ég fann að það var engin eftirsjá og ég fann að þetta var farið að taka svolítið mikið af mér. Ég gekk oft svolítið fram af mér og svo fannst mér ákvörðunin tekin svolítið fyrir mig,“ segir Lára. Oft gengið fram af líkama og sál Lára glímdi við matarfíkn á meðan ferli hennar stóð sem tók sinn toll. Þegar hún segist hafa gengið fram af sér, var það bæði líkamlega og andlega. „Bæði núna í þessum meiðslum fann ég hvað ég hef gengið fram af líkama mínum lengur en kannski heilbrigt getur talist. Það sem situr meira eftir er hvað ég setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu og sinna mínum bata við mínum fíknisjúkdómi,“ „Ég fann um leið og ég hætti að spila fótbolta og var meidd hvað það varð allt auðveldara. Ég fann þá hvað það skipti mig meira máli, að halda heilbrigði frekar en að eltast við bolta, þó hann geti verið fallegur og skemmtilegur að elta,“ segir Lára og hlær. Einblínt á ranga hluti Lára birti pistil þegar hún tilkynnti um lokin á hennar ferli og sagði ákveðna eftirsjá að hafa ekki nýtt rödd sína betur á meðan ferlinum stóð. Bæði hvað varðar aðstöðu kvenna og jafnrétti innan íþrótta, en einnig hvað almennari nálgun varðar. „Ég hef bara mikla skoðun á því hvernig við nálgumst þessa íþrótt og hvað hún getur verið árangursdrifin á röngum forsendum. Mér finnst við komin út í meiri einstaklingshyggju en ég myndi kjósa. Alveg frá yngri flokkum og alveg upp í meistaraflokk finnst mér við leggja áherslu á rangan hlut,“ Hjálpar öðrum að sigrast á fíkn Hafandi sjálf reynslu af því að takast á við fíkn er það málefni sem stendur Láru nærri. Hún flutti heim frá Hollandi í sumar eftir að bakmeiðslin léku hana grátt í Hollandi og tók upp fyrri vinnu hjá Reykjavíkurborg auk þess sem hún stundar nám í fíknifræðum. „Ég er að koma aftur inn í vinnu síðast þegar ég bjó síðast á Íslandi, áður en ég fór út til Hollands. Það er málaflokki heimilislausra í Reykjavík, svo er ég í meistaranámi í fíknifræðum. Það má alveg gera ráð fyrir því að ég tjái mig eitthvað meira um þau málefni,“ „En svo er bara að njóta lífsins með mínum maka og mínu fólki. Ég mun ekki sitja auðum höndum heima hjá mér,“ segir Lára. Viðtalið má sjá í spilaranum. Fótbolti Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Handbolti Fleiri fréttir Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Sjá meira
Lára er 31 árs og á sigursælan feril að baki. Hún varð fimm sinnum Íslandsmeistari á sínum ferli, síðast með Val 2023. Hún lék með Fortuna Sittard í Hollandi síðasta vetur en fékk sérlega slæmt brjósklos í apríl sem hún er enn að glíma við. „Það var bara mjög dramatískt að öllu leyti. Ég hef mjög verkjuð síðan þá og er það ennþá. En ég er hvergi bangin – ég mun ná mér,“ segir Lára í Sportpakkanum á Sýn. Hún skilur þó sátt við ferilinn. „Ég fann að það var engin eftirsjá og ég fann að þetta var farið að taka svolítið mikið af mér. Ég gekk oft svolítið fram af mér og svo fannst mér ákvörðunin tekin svolítið fyrir mig,“ segir Lára. Oft gengið fram af líkama og sál Lára glímdi við matarfíkn á meðan ferli hennar stóð sem tók sinn toll. Þegar hún segist hafa gengið fram af sér, var það bæði líkamlega og andlega. „Bæði núna í þessum meiðslum fann ég hvað ég hef gengið fram af líkama mínum lengur en kannski heilbrigt getur talist. Það sem situr meira eftir er hvað ég setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu og sinna mínum bata við mínum fíknisjúkdómi,“ „Ég fann um leið og ég hætti að spila fótbolta og var meidd hvað það varð allt auðveldara. Ég fann þá hvað það skipti mig meira máli, að halda heilbrigði frekar en að eltast við bolta, þó hann geti verið fallegur og skemmtilegur að elta,“ segir Lára og hlær. Einblínt á ranga hluti Lára birti pistil þegar hún tilkynnti um lokin á hennar ferli og sagði ákveðna eftirsjá að hafa ekki nýtt rödd sína betur á meðan ferlinum stóð. Bæði hvað varðar aðstöðu kvenna og jafnrétti innan íþrótta, en einnig hvað almennari nálgun varðar. „Ég hef bara mikla skoðun á því hvernig við nálgumst þessa íþrótt og hvað hún getur verið árangursdrifin á röngum forsendum. Mér finnst við komin út í meiri einstaklingshyggju en ég myndi kjósa. Alveg frá yngri flokkum og alveg upp í meistaraflokk finnst mér við leggja áherslu á rangan hlut,“ Hjálpar öðrum að sigrast á fíkn Hafandi sjálf reynslu af því að takast á við fíkn er það málefni sem stendur Láru nærri. Hún flutti heim frá Hollandi í sumar eftir að bakmeiðslin léku hana grátt í Hollandi og tók upp fyrri vinnu hjá Reykjavíkurborg auk þess sem hún stundar nám í fíknifræðum. „Ég er að koma aftur inn í vinnu síðast þegar ég bjó síðast á Íslandi, áður en ég fór út til Hollands. Það er málaflokki heimilislausra í Reykjavík, svo er ég í meistaranámi í fíknifræðum. Það má alveg gera ráð fyrir því að ég tjái mig eitthvað meira um þau málefni,“ „En svo er bara að njóta lífsins með mínum maka og mínu fólki. Ég mun ekki sitja auðum höndum heima hjá mér,“ segir Lára. Viðtalið má sjá í spilaranum.
Fótbolti Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Handbolti Fleiri fréttir Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Sjá meira