„Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 7. september 2025 12:42 Albert Jónsson sérfræðingur í Alþjóðastjórnmálum segir Rússa ekki taka friðarviðræður alvarlega. Vísir/Arnar Rússar gerðu umfangsmestu eldflauga- og drónaárásir frá upphafi innrásar í Úkraínu í nótt. Minnst fjórir eru látnir, þar á meðal ungbarn, og aðsetur ríkisstjórnarinnar í Kænugarði varð fyrir skemmdum. Sérfræðingur í alþjóðastjórnmálum segir þetta enn eina staðfestinguna á að Rússar taki friðartal ekki alvarlega. „Staðfesting á því að Pútín eða Rússlandsstjórn hafi ekki breytt um stefnu í neinum grundvallaratriðum eða dregið úr kröfum sínum eða markmiðum í stríðinu. Þar stendur þetta. Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands, sem þýðir að Úkraína yrði ekki sjálfstætt, fullvalda ríki. Sem fyrr er enginn þrýstingur sem máli skiptir á Rússa frá Bandaríkjunum, sem er auðvitað annað lykilatriði,“ segir Albert Jónsson sérfræðingur í alþjóðastjórnmálum. Undanfarið hafa Evrópuríkin haft til umræðu öryggistryggingar, til að mynda að senda friðargæsluliða tl Úkraínu en allt er það háð því að friður komist á, sem virðist ekki raunhæft í náinni framtíð. „Friðargæsluliðið sem verið er að tala um, það er akkúrat það, það er bara tal af hálfu Evrópuríkjanna. Enda liggur ekki fyrir pólitísk ákvörðun um það lykilatrið: Hvert yrði umboð og verkefni friðargæsluliðsins? Ef Rússar brjóta gegn vopnahléi, segjum sem svo, yrði brugðist við slíku broti með hervaldi af hálfu friðargæsluliðsins?“ segir Albert. „Það fengi líklega ekki slíkt umboð. Enda myndi það fela í sér stríð NATO-ríkja við Rússa. Það er sjálfsagt ekki meiningin. Þannig að þetta mál er uppi á einhverju skeri eins og ég sé það.“ Vladimír Pútín Rússlandsforseti sagði í liðinni viku að kæmu erlendir hermenn til Úkraínu yrðu þeir skotmark Rússa. Hann sagði jafnframt öryggistryggingar fyrir Úkraínu óþarfar, Rússum væri treystandi. „Þetta eru enn ein látalætin eins og að bjóða Selenskí til Moskvu til viðræðna. Þeir eru enn bara að gera grín að þessu Rússarnir og komast upp með það því miður.“ Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Rússar gerðu umfangsmestu eldflauga- og drónaárás frá upphafi innrásar í Úkraínu í nótt. Hið minnsta fjórir eru látnir, þar á meðal tveggja mánaða ungbarn, og aðsetur ríkisstjórnarinnar í Kænugarði varð fyrir skemmdum. 7. september 2025 07:52 Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Verði hermenn frá Vesturlöndum sendir til Úkraínu, eftir að friður næst en sérstaklega ef þeir mæta áður en búið er að semja um frið, yrðu þeir lögmæt skotmörk rússneska hersins. Þar að auki yrðu öryggistryggingar handa Úkraínumönnum óþarfar, því Rússum væri treystandi. 5. september 2025 10:17 Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Leiðtogar 25 ríkja í Evrópu og Kanada hafa samþykkt að senda hermenn til Úkraínu og fleiri ríki hafi samþykkt að taka þátt í einhverskonar öryggistryggingu handa Úkraínumönnum, eftir að endir verður bundinn á innrás Rússa. Hvernig þær tryggingar myndu líta út liggur ekki fyrir og verður útlistað betur seinna meir en Bandaríkjamenn eru sagðir ætla að koma að því með stuðningu úr lofti og aðstoð við eftirlit. 4. september 2025 16:00 Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Árekstur á Álftanesvegi Innlent Fleiri fréttir Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Fækkar ráðlögðum bóluefnum Sjá meira
„Staðfesting á því að Pútín eða Rússlandsstjórn hafi ekki breytt um stefnu í neinum grundvallaratriðum eða dregið úr kröfum sínum eða markmiðum í stríðinu. Þar stendur þetta. Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands, sem þýðir að Úkraína yrði ekki sjálfstætt, fullvalda ríki. Sem fyrr er enginn þrýstingur sem máli skiptir á Rússa frá Bandaríkjunum, sem er auðvitað annað lykilatriði,“ segir Albert Jónsson sérfræðingur í alþjóðastjórnmálum. Undanfarið hafa Evrópuríkin haft til umræðu öryggistryggingar, til að mynda að senda friðargæsluliða tl Úkraínu en allt er það háð því að friður komist á, sem virðist ekki raunhæft í náinni framtíð. „Friðargæsluliðið sem verið er að tala um, það er akkúrat það, það er bara tal af hálfu Evrópuríkjanna. Enda liggur ekki fyrir pólitísk ákvörðun um það lykilatrið: Hvert yrði umboð og verkefni friðargæsluliðsins? Ef Rússar brjóta gegn vopnahléi, segjum sem svo, yrði brugðist við slíku broti með hervaldi af hálfu friðargæsluliðsins?“ segir Albert. „Það fengi líklega ekki slíkt umboð. Enda myndi það fela í sér stríð NATO-ríkja við Rússa. Það er sjálfsagt ekki meiningin. Þannig að þetta mál er uppi á einhverju skeri eins og ég sé það.“ Vladimír Pútín Rússlandsforseti sagði í liðinni viku að kæmu erlendir hermenn til Úkraínu yrðu þeir skotmark Rússa. Hann sagði jafnframt öryggistryggingar fyrir Úkraínu óþarfar, Rússum væri treystandi. „Þetta eru enn ein látalætin eins og að bjóða Selenskí til Moskvu til viðræðna. Þeir eru enn bara að gera grín að þessu Rússarnir og komast upp með það því miður.“
Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Rússar gerðu umfangsmestu eldflauga- og drónaárás frá upphafi innrásar í Úkraínu í nótt. Hið minnsta fjórir eru látnir, þar á meðal tveggja mánaða ungbarn, og aðsetur ríkisstjórnarinnar í Kænugarði varð fyrir skemmdum. 7. september 2025 07:52 Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Verði hermenn frá Vesturlöndum sendir til Úkraínu, eftir að friður næst en sérstaklega ef þeir mæta áður en búið er að semja um frið, yrðu þeir lögmæt skotmörk rússneska hersins. Þar að auki yrðu öryggistryggingar handa Úkraínumönnum óþarfar, því Rússum væri treystandi. 5. september 2025 10:17 Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Leiðtogar 25 ríkja í Evrópu og Kanada hafa samþykkt að senda hermenn til Úkraínu og fleiri ríki hafi samþykkt að taka þátt í einhverskonar öryggistryggingu handa Úkraínumönnum, eftir að endir verður bundinn á innrás Rússa. Hvernig þær tryggingar myndu líta út liggur ekki fyrir og verður útlistað betur seinna meir en Bandaríkjamenn eru sagðir ætla að koma að því með stuðningu úr lofti og aðstoð við eftirlit. 4. september 2025 16:00 Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Árekstur á Álftanesvegi Innlent Fleiri fréttir Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Fækkar ráðlögðum bóluefnum Sjá meira
Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Rússar gerðu umfangsmestu eldflauga- og drónaárás frá upphafi innrásar í Úkraínu í nótt. Hið minnsta fjórir eru látnir, þar á meðal tveggja mánaða ungbarn, og aðsetur ríkisstjórnarinnar í Kænugarði varð fyrir skemmdum. 7. september 2025 07:52
Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Verði hermenn frá Vesturlöndum sendir til Úkraínu, eftir að friður næst en sérstaklega ef þeir mæta áður en búið er að semja um frið, yrðu þeir lögmæt skotmörk rússneska hersins. Þar að auki yrðu öryggistryggingar handa Úkraínumönnum óþarfar, því Rússum væri treystandi. 5. september 2025 10:17
Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Leiðtogar 25 ríkja í Evrópu og Kanada hafa samþykkt að senda hermenn til Úkraínu og fleiri ríki hafi samþykkt að taka þátt í einhverskonar öryggistryggingu handa Úkraínumönnum, eftir að endir verður bundinn á innrás Rússa. Hvernig þær tryggingar myndu líta út liggur ekki fyrir og verður útlistað betur seinna meir en Bandaríkjamenn eru sagðir ætla að koma að því með stuðningu úr lofti og aðstoð við eftirlit. 4. september 2025 16:00